Enn fjölgar Bæjarins beztu á flugvellinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2023 07:01 Nýjasti pylsuvagninn á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Kolbeinn Tumi Pylsuvagnar Bæjarins beztu pylsna eru orðnir þrír á Keflavíkurflugvelli eftir opnun nýs staðar í síðustu viku. Pylsurnar hafa í lengri tíma verið vinsæll áfangastaður ferðamanna á Íslandi eins og sést hefur í löngum röðum við pylsuvagninn í miðbæ Reykjavíkur. Fyrirtækið opnaði útibú í verslun 10-11 í komusal Keflavíkurflugvallar fyrir ekki margt löngu. Í sumar bættist við pylsuvagn á biðsvæði í suðurbyggingu þar sem farþegar á leið til Bretlands, Bandaríkjanna og annarra landa utan Schengen fara um. Sá pylsuvagn er í svokölluðu pop-up rekstrarrými sem Isavia auglýsti eftir aðilum til að reka veitingasölu í síðasta vetur. Pylsuvagninn á neðri hæðinni í suðurbyggingunni sem var opnaður í sumar.Isavia „Stór hluti þeirra sem fara um biðsvæðið eru tengifarþegar sem dvelja að meðaltali aðeins um klukkustund í flugstöðinni. Því var lögð rík áhersla á afgreiðsluhraða við val á veitingaaðila fyrir pop-up rýmið,“ sagði á vef Isavia í júlí. Þriðji pylsuvagninn er staðsettur við vegabréfaeftirlitið hjá farþegum til landa utan Schengen, nærri Saga Lounge hjá farþegum Icelandair sem hafa viðeigandi aðgangskort. „Við viljum að gestir Keflavíkurflugvallar finni fyrir og upplifi Ísland þegar þeir eru þar og það er fátt íslenskara en Bæjarins bezstu pylsur. Hróður Bæjarins beztu hefur borist víða og því gleður það okkur að geta boðið gestum vallarins upp á hinar margrómuðu pylsur þeirra,“ sagði Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir deildarstjóri verslana og veitinga hjá Isavia í sumar. Pylsuvagninn góðkunni hóf fyrst rekstur árið 1937 í miðborg Reykjavíkur. Síðan þá hafa Bæjarins beztu boðið höfuðborgarbúum og nærsveitamönnum upp á sínar víðfrægu pylsur en í dag eru staðirnir orðnir ellefu talsins; Sjö staðir á höfuðborgarsvæðinu og fjórir á Suðurnesjum að nýja staðnum meðtöldum. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Veitingastaðir Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Pylsurnar hafa í lengri tíma verið vinsæll áfangastaður ferðamanna á Íslandi eins og sést hefur í löngum röðum við pylsuvagninn í miðbæ Reykjavíkur. Fyrirtækið opnaði útibú í verslun 10-11 í komusal Keflavíkurflugvallar fyrir ekki margt löngu. Í sumar bættist við pylsuvagn á biðsvæði í suðurbyggingu þar sem farþegar á leið til Bretlands, Bandaríkjanna og annarra landa utan Schengen fara um. Sá pylsuvagn er í svokölluðu pop-up rekstrarrými sem Isavia auglýsti eftir aðilum til að reka veitingasölu í síðasta vetur. Pylsuvagninn á neðri hæðinni í suðurbyggingunni sem var opnaður í sumar.Isavia „Stór hluti þeirra sem fara um biðsvæðið eru tengifarþegar sem dvelja að meðaltali aðeins um klukkustund í flugstöðinni. Því var lögð rík áhersla á afgreiðsluhraða við val á veitingaaðila fyrir pop-up rýmið,“ sagði á vef Isavia í júlí. Þriðji pylsuvagninn er staðsettur við vegabréfaeftirlitið hjá farþegum til landa utan Schengen, nærri Saga Lounge hjá farþegum Icelandair sem hafa viðeigandi aðgangskort. „Við viljum að gestir Keflavíkurflugvallar finni fyrir og upplifi Ísland þegar þeir eru þar og það er fátt íslenskara en Bæjarins bezstu pylsur. Hróður Bæjarins beztu hefur borist víða og því gleður það okkur að geta boðið gestum vallarins upp á hinar margrómuðu pylsur þeirra,“ sagði Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir deildarstjóri verslana og veitinga hjá Isavia í sumar. Pylsuvagninn góðkunni hóf fyrst rekstur árið 1937 í miðborg Reykjavíkur. Síðan þá hafa Bæjarins beztu boðið höfuðborgarbúum og nærsveitamönnum upp á sínar víðfrægu pylsur en í dag eru staðirnir orðnir ellefu talsins; Sjö staðir á höfuðborgarsvæðinu og fjórir á Suðurnesjum að nýja staðnum meðtöldum.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Veitingastaðir Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira