Maðurinn með níu líf Jón Þór Stefánsson skrifar 13. desember 2023 21:47 Guðmundur stökk inn í logandi bíl í vikunni, en það var langt frá því í fyrsta skipti sem hann lendir í ótrúlegu atviki. Tímarit.is/Vilhelm/aðsend Guðmundur Hinrik Hjaltason húsasmíðameistari er sagður vera með níu líf. Í vikunni fór hann inn í logandi bíl, til að losa hann úr handbremsu. Aðgerðin bjargaði líklega húsi Guðmundar frá eldsvoða. Það er ekki í fyrsta skipti sem hann lendir í hremmingum, en hann sagði frá atvikinu sem átti sér stað í vikunni, og öðrum ótrúlegum atvikum sem hann hefur lent í, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Hann var búinn að standa í svolítinn tíma þessi bíll og ég ætlaði að fara að losa mig við hann. Hann var rafmagnslaus og ég hlóð hann þarna um morguninn. Ég kom svo heim í hádeginu og setti hann í gang og það voru engin vandamál. Ég leyfði honum því að ganga og hann var kannski búinn að vera í gangi í hálftíma. Svo var ég bara við það að fara og þá bankar nágranni minn upp á og segir að það sé kviknað í bílnum.“ „Fór bara inn og hélt niðri í mér andanum“ Guðmundur segir að þegar hann hafi litið á bílinn þá hafi verið farið að loga undan vélarhlífinni. „Hver mínúta er dýrmæt í svona aðstæðum. Við vorum sammála um að við þyrftum að koma bílnum af planinu, út á götuna. Bíllinn var í handbremsu, fullur af reyk, þannig ég fór bara inn og hélt niðri í mér andanum og tók hann úr bremsu.“ Nokkur atriði gerðu verkið enn erfiðara. Vegna þess hversu lengi bíllinn hafði staðið voru klossarnir orðnir fastir við diskana og þar af leiðandi þurfti Guðmundur að beita miklu afli. Þá þurfti hann að færa annan bíl frá, og þar að auki var mjög hált úti. Guðmundur segist ekki hafa hugmynd um það hvernig kviknaði í bílnum, en sem betur fer hafi lítið sem ekkert verið í honum, og verðmæti hans ekki mikið. Nauðlending við Bessastaði Líkt og áður segir hefur því verið haldið fram að Guðmundur sé með níu líf. Hann er líka flugmaður og hefur þurft að nauðlenda vélum tvisvar. Önnur nauðlendingin átti sér stað á Bessastaðavegi, innkeyrslunni að bústaði forseta, árið 2003. „Bensíngjöfin, sem er kölluð trotla á flugvél, fór úr sambandi og þá var ákveðið að taka smá sveig þarna. Svo var hún farin að lækka flugið ískyggilega og við treystum okkur ekki yfir Fossvoginn. Þá var þetta eini staðurinn á öllu Reykjavíkursvæðinu þar sem eru ekki ljósastórar,“ útskýrði Guðmundur. „Það er enginn tími í svona aðstæðum. Maður hefur bara örfáar sekúndur til að taka ákvörðun.“ Aðspurður um hvort Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, hafi heilsað upp á hann svarar hann neitandi. „Ég held að hann hafi verið upptekinn.“ Guðmundur hefur ekki bara lent í ævintýrum á Íslandi, heldur líka erlendis, meðal annars í Nevada-eyðimörkinni.Aðsend Eyddi nótt í eyðimörkinni „Það var svolítið meira,“ segir Guðmundur um nauðlendingu í eyðimörkinni í Nevada-ríki Bandaríkjanna árið 2012. Hann útskýrir að í flugvélum séu tvær bensíndælur og hann þurfti að nota aðra þeirra sem var brunnin yfir og vélin drap á sér. „Hún var allt í einu steindauð.“ Guðmundur var í vélinni með eiginkonu sinni. „Við vorum ekki alveg sammála um hvar við ættum að lenda. En ég réði því,“ segir hann. „Þetta voru erfiðar samræður,“ bætir hann við og hlær. Fjallað var um lendingu Guðmundar í Fréttatímanum árið 2012Tímarit.is Þó að þau hafi verið í eyðimörk þá er gróður eða kjarr víða í eyðimörkinni og aðstæður til lendingar erfiðar. Guðmundur segist þó hafa séð „sköllóttan blett“ og lent á honum. „Þetta var eins og steypt,“ segir hann og vill meina að þau hafi verið mjög heppinn. Hjónin þurftu að sofa í eyðimörkinni um nóttina. Þar var ekkert símasamband, en til allrar hamingju var Guðmundur með neyðarhnapp, sem hann notaði svo þau yrðu sótt. Á hnappnum voru tveir möguleikar: annars vegar eru senda skilaboð um að það sé í lagi með þig, en þú þurfir aðstoð, og hins vegar algjört neyðarboð, SOS. Fyrst ýtti Guðmundur á fyrri möguleikann, en enginn kom, og þá reyndi hann á seinni kostinn og þá kom fólk hjónunum til bjargar. Guðmundur hefur fengið þau skilaboð að fólk sem lendi í jafnörgum og miklum hremmingum og hann sé allajafna látið. Fæstir hafi það af. „Það er svolítið skrýtið,“ segir Guðmundur við því. Fréttir af flugi Slökkvilið Bandaríkin Reykjavík Reykjavík síðdegis Ástin og lífið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Það er ekki í fyrsta skipti sem hann lendir í hremmingum, en hann sagði frá atvikinu sem átti sér stað í vikunni, og öðrum ótrúlegum atvikum sem hann hefur lent í, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Hann var búinn að standa í svolítinn tíma þessi bíll og ég ætlaði að fara að losa mig við hann. Hann var rafmagnslaus og ég hlóð hann þarna um morguninn. Ég kom svo heim í hádeginu og setti hann í gang og það voru engin vandamál. Ég leyfði honum því að ganga og hann var kannski búinn að vera í gangi í hálftíma. Svo var ég bara við það að fara og þá bankar nágranni minn upp á og segir að það sé kviknað í bílnum.“ „Fór bara inn og hélt niðri í mér andanum“ Guðmundur segir að þegar hann hafi litið á bílinn þá hafi verið farið að loga undan vélarhlífinni. „Hver mínúta er dýrmæt í svona aðstæðum. Við vorum sammála um að við þyrftum að koma bílnum af planinu, út á götuna. Bíllinn var í handbremsu, fullur af reyk, þannig ég fór bara inn og hélt niðri í mér andanum og tók hann úr bremsu.“ Nokkur atriði gerðu verkið enn erfiðara. Vegna þess hversu lengi bíllinn hafði staðið voru klossarnir orðnir fastir við diskana og þar af leiðandi þurfti Guðmundur að beita miklu afli. Þá þurfti hann að færa annan bíl frá, og þar að auki var mjög hált úti. Guðmundur segist ekki hafa hugmynd um það hvernig kviknaði í bílnum, en sem betur fer hafi lítið sem ekkert verið í honum, og verðmæti hans ekki mikið. Nauðlending við Bessastaði Líkt og áður segir hefur því verið haldið fram að Guðmundur sé með níu líf. Hann er líka flugmaður og hefur þurft að nauðlenda vélum tvisvar. Önnur nauðlendingin átti sér stað á Bessastaðavegi, innkeyrslunni að bústaði forseta, árið 2003. „Bensíngjöfin, sem er kölluð trotla á flugvél, fór úr sambandi og þá var ákveðið að taka smá sveig þarna. Svo var hún farin að lækka flugið ískyggilega og við treystum okkur ekki yfir Fossvoginn. Þá var þetta eini staðurinn á öllu Reykjavíkursvæðinu þar sem eru ekki ljósastórar,“ útskýrði Guðmundur. „Það er enginn tími í svona aðstæðum. Maður hefur bara örfáar sekúndur til að taka ákvörðun.“ Aðspurður um hvort Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, hafi heilsað upp á hann svarar hann neitandi. „Ég held að hann hafi verið upptekinn.“ Guðmundur hefur ekki bara lent í ævintýrum á Íslandi, heldur líka erlendis, meðal annars í Nevada-eyðimörkinni.Aðsend Eyddi nótt í eyðimörkinni „Það var svolítið meira,“ segir Guðmundur um nauðlendingu í eyðimörkinni í Nevada-ríki Bandaríkjanna árið 2012. Hann útskýrir að í flugvélum séu tvær bensíndælur og hann þurfti að nota aðra þeirra sem var brunnin yfir og vélin drap á sér. „Hún var allt í einu steindauð.“ Guðmundur var í vélinni með eiginkonu sinni. „Við vorum ekki alveg sammála um hvar við ættum að lenda. En ég réði því,“ segir hann. „Þetta voru erfiðar samræður,“ bætir hann við og hlær. Fjallað var um lendingu Guðmundar í Fréttatímanum árið 2012Tímarit.is Þó að þau hafi verið í eyðimörk þá er gróður eða kjarr víða í eyðimörkinni og aðstæður til lendingar erfiðar. Guðmundur segist þó hafa séð „sköllóttan blett“ og lent á honum. „Þetta var eins og steypt,“ segir hann og vill meina að þau hafi verið mjög heppinn. Hjónin þurftu að sofa í eyðimörkinni um nóttina. Þar var ekkert símasamband, en til allrar hamingju var Guðmundur með neyðarhnapp, sem hann notaði svo þau yrðu sótt. Á hnappnum voru tveir möguleikar: annars vegar eru senda skilaboð um að það sé í lagi með þig, en þú þurfir aðstoð, og hins vegar algjört neyðarboð, SOS. Fyrst ýtti Guðmundur á fyrri möguleikann, en enginn kom, og þá reyndi hann á seinni kostinn og þá kom fólk hjónunum til bjargar. Guðmundur hefur fengið þau skilaboð að fólk sem lendi í jafnörgum og miklum hremmingum og hann sé allajafna látið. Fæstir hafi það af. „Það er svolítið skrýtið,“ segir Guðmundur við því.
Fréttir af flugi Slökkvilið Bandaríkin Reykjavík Reykjavík síðdegis Ástin og lífið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira