Í tilkynningu segir að starf Jóhönnu felist einna helst í því að leiða áframhaldandi vöxt, þróun og sókn á hugbúnaði fyrirtækisins í Danmörku og afla nýrra viðskiptavina á markaðnum, ásamt því að sjá um daglegan rekstur á skrifstofu Dineout þar í landi þar sem nú starfa sex manns.
„Áður en Jóhanna gekk til liðs við Dineout var hún framkvæmdastjóri stafrænu markaðsstofunnar Kliq í Kaupmannahöfn, þar sem hún kom m.a. að stefnumótunarvinnu Dineout fyrir inngöngu á danskan markað. Auk þess hefur hún reynslu af störfum tengdum markaðsmálum og viðskiptaþróun, m.a. í ferðaiðnaði. Jóhanna er með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum á Bifröst og bakkalárgráðu í alþjóðlegum sölu- og markaðsfræðum með áherslu á stjórnun frá Tækni- og viðskiptaháskólanum í Hróarskeldu. Að auki er hún með bakgrunn í hugbúnaðar- og vefþróun frá IT háskólanum í Kaupmannahöfn,“ segir í tilkynningunni.