Grétar Sigfinnur dæmdur fyrir stórfelld skattsvik Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. desember 2023 22:58 Grétari Sigfinni verður gert að greiða tæpar 64 milljón krónur í sekt. Vísir/Vilhelm Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi og fyrirliði KR, Grétar Sigfinnur Sigurðarson hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfelld skattsvik. Honum hefur einnig verið gert að greiða tæpra 64 milljóna króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins. Samkvæmt dómi sem birtur var fyrsta desember síðastliðinn stóð Grétar skil á efnislega röngum skattframtölum frá árunum 2018 til 2020 með því að hafa vanframtalið rúmlega 76 milljónir króna í tekjum og því komist hjá því að greiða tæplega 32 milljón krónur í skatt. Ásetningur eða stórfellt hirðuleysi Í dómnum kemur fram að í júlí ársins 2020 hafi Skattrannsóknarstjóri ríkisins hafið formlega rannsókn sem beindist að Grétari og tveimur einkahlutafélögum sem tengdust honum. Niðurstaða Skattrannsóknarstjóra var sú að greiðslur Grétars frá þessum einkahlutafélögum auk greiðslna frá íþróttafélagi sem hann starfaði fyrir hefðu verið vanframtaldar. Einnig kom fram í tilkynningu frá Skattrannsóknarstjóra sem beint var til ákærða 30. desember ársins 2020 að Skattrannsóknarstjóri teldi að þessi brot hefðu verið framin af ásetningi eða stórfelldu hirðuleysi og að þau gætu þar af leiðandi varðað hann refsiábyrgð. Játaði brotin Í maí ársins 2022 gaf Grétar framburðarskýrslu hjá héraðssaksóknara og í þeirri skýrslu sagðist hann ekki hafa framið brotin af ásetningi heldur að um mistök væri að ræða vegna skorts á yfirsýn á fyrirtækjarekstur. Einnig sagði hann að hann hefði í einlægni staðið í trú um að skattframtölin sín væru lögmæt og að hann hafi strax leitast við að standa skil á þeim skattgreiðslum sem honum og fyrirtækjum hans bæri að greiða. Grétar játaði brotin skýlaust og í dómi kemur fram að tekið hafi verið tillit til þess auk þess að hann hafi ekki áður gerst brotlegur við refsilög. Dómsmál Reykjavík Fótbolti Efnahagsbrot KR Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Honum hefur einnig verið gert að greiða tæpra 64 milljóna króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins. Samkvæmt dómi sem birtur var fyrsta desember síðastliðinn stóð Grétar skil á efnislega röngum skattframtölum frá árunum 2018 til 2020 með því að hafa vanframtalið rúmlega 76 milljónir króna í tekjum og því komist hjá því að greiða tæplega 32 milljón krónur í skatt. Ásetningur eða stórfellt hirðuleysi Í dómnum kemur fram að í júlí ársins 2020 hafi Skattrannsóknarstjóri ríkisins hafið formlega rannsókn sem beindist að Grétari og tveimur einkahlutafélögum sem tengdust honum. Niðurstaða Skattrannsóknarstjóra var sú að greiðslur Grétars frá þessum einkahlutafélögum auk greiðslna frá íþróttafélagi sem hann starfaði fyrir hefðu verið vanframtaldar. Einnig kom fram í tilkynningu frá Skattrannsóknarstjóra sem beint var til ákærða 30. desember ársins 2020 að Skattrannsóknarstjóri teldi að þessi brot hefðu verið framin af ásetningi eða stórfelldu hirðuleysi og að þau gætu þar af leiðandi varðað hann refsiábyrgð. Játaði brotin Í maí ársins 2022 gaf Grétar framburðarskýrslu hjá héraðssaksóknara og í þeirri skýrslu sagðist hann ekki hafa framið brotin af ásetningi heldur að um mistök væri að ræða vegna skorts á yfirsýn á fyrirtækjarekstur. Einnig sagði hann að hann hefði í einlægni staðið í trú um að skattframtölin sín væru lögmæt og að hann hafi strax leitast við að standa skil á þeim skattgreiðslum sem honum og fyrirtækjum hans bæri að greiða. Grétar játaði brotin skýlaust og í dómi kemur fram að tekið hafi verið tillit til þess auk þess að hann hafi ekki áður gerst brotlegur við refsilög.
Dómsmál Reykjavík Fótbolti Efnahagsbrot KR Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira