Grétar Sigfinnur dæmdur fyrir stórfelld skattsvik Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. desember 2023 22:58 Grétari Sigfinni verður gert að greiða tæpar 64 milljón krónur í sekt. Vísir/Vilhelm Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi og fyrirliði KR, Grétar Sigfinnur Sigurðarson hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfelld skattsvik. Honum hefur einnig verið gert að greiða tæpra 64 milljóna króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins. Samkvæmt dómi sem birtur var fyrsta desember síðastliðinn stóð Grétar skil á efnislega röngum skattframtölum frá árunum 2018 til 2020 með því að hafa vanframtalið rúmlega 76 milljónir króna í tekjum og því komist hjá því að greiða tæplega 32 milljón krónur í skatt. Ásetningur eða stórfellt hirðuleysi Í dómnum kemur fram að í júlí ársins 2020 hafi Skattrannsóknarstjóri ríkisins hafið formlega rannsókn sem beindist að Grétari og tveimur einkahlutafélögum sem tengdust honum. Niðurstaða Skattrannsóknarstjóra var sú að greiðslur Grétars frá þessum einkahlutafélögum auk greiðslna frá íþróttafélagi sem hann starfaði fyrir hefðu verið vanframtaldar. Einnig kom fram í tilkynningu frá Skattrannsóknarstjóra sem beint var til ákærða 30. desember ársins 2020 að Skattrannsóknarstjóri teldi að þessi brot hefðu verið framin af ásetningi eða stórfelldu hirðuleysi og að þau gætu þar af leiðandi varðað hann refsiábyrgð. Játaði brotin Í maí ársins 2022 gaf Grétar framburðarskýrslu hjá héraðssaksóknara og í þeirri skýrslu sagðist hann ekki hafa framið brotin af ásetningi heldur að um mistök væri að ræða vegna skorts á yfirsýn á fyrirtækjarekstur. Einnig sagði hann að hann hefði í einlægni staðið í trú um að skattframtölin sín væru lögmæt og að hann hafi strax leitast við að standa skil á þeim skattgreiðslum sem honum og fyrirtækjum hans bæri að greiða. Grétar játaði brotin skýlaust og í dómi kemur fram að tekið hafi verið tillit til þess auk þess að hann hafi ekki áður gerst brotlegur við refsilög. Dómsmál Reykjavík Fótbolti Efnahagsbrot KR Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Honum hefur einnig verið gert að greiða tæpra 64 milljóna króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins. Samkvæmt dómi sem birtur var fyrsta desember síðastliðinn stóð Grétar skil á efnislega röngum skattframtölum frá árunum 2018 til 2020 með því að hafa vanframtalið rúmlega 76 milljónir króna í tekjum og því komist hjá því að greiða tæplega 32 milljón krónur í skatt. Ásetningur eða stórfellt hirðuleysi Í dómnum kemur fram að í júlí ársins 2020 hafi Skattrannsóknarstjóri ríkisins hafið formlega rannsókn sem beindist að Grétari og tveimur einkahlutafélögum sem tengdust honum. Niðurstaða Skattrannsóknarstjóra var sú að greiðslur Grétars frá þessum einkahlutafélögum auk greiðslna frá íþróttafélagi sem hann starfaði fyrir hefðu verið vanframtaldar. Einnig kom fram í tilkynningu frá Skattrannsóknarstjóra sem beint var til ákærða 30. desember ársins 2020 að Skattrannsóknarstjóri teldi að þessi brot hefðu verið framin af ásetningi eða stórfelldu hirðuleysi og að þau gætu þar af leiðandi varðað hann refsiábyrgð. Játaði brotin Í maí ársins 2022 gaf Grétar framburðarskýrslu hjá héraðssaksóknara og í þeirri skýrslu sagðist hann ekki hafa framið brotin af ásetningi heldur að um mistök væri að ræða vegna skorts á yfirsýn á fyrirtækjarekstur. Einnig sagði hann að hann hefði í einlægni staðið í trú um að skattframtölin sín væru lögmæt og að hann hafi strax leitast við að standa skil á þeim skattgreiðslum sem honum og fyrirtækjum hans bæri að greiða. Grétar játaði brotin skýlaust og í dómi kemur fram að tekið hafi verið tillit til þess auk þess að hann hafi ekki áður gerst brotlegur við refsilög.
Dómsmál Reykjavík Fótbolti Efnahagsbrot KR Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira