Brenndu kross og hótuðu nágrönnum sínum Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2023 08:54 Starfsmenn FBI eru með parið til rannsóknar fyrir hatursglæp. AP/Cliff Owen Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) eru með par frá Suður-Karólínu til rannsóknar eftir að þau kveiktu í krossi á lóð þeirra í síðasta mánuði. Hinu megin við götuna býr eldra þeldökkt fólk og beindist brennan að þeim en hjónin birtu myndband af brennunni og segjast ítrekað yfir orðið fyrir hótunum frá parinu sem hefur verið handtekið. Þau Worden Butler (28) og Alexis Hartnett (27) voru handtekin þann 30. nóvember en eru nú til rannsóknar, samkvæmt AP fréttaveitunni, vegna gruns um að þau hafi framið svokallaðan hatursglæp, sem er alríkisbrot. Suður-Karólína hefur engin lög um hatursglæpi. Sandra Day O‘Connor, fyrrverandi hæstaréttardómari, skrifaði árið 2003 að krossabrennur væru öflugt haturstákn í Bandaríkjunum sem hefði skírar og fastar rætur í sögu Ku Klux Klan. Þetta skrifaði dómarinn í úrskurð hæstaréttar um að fyrsta ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna, ákvæði um málfrelsi, leyfði bönn við krossabrennum en þó eingöngu þegar slíkum brennum er ætlað að ógna fólki. Starfsmenn FBI framkvæmdu húsleit hjá parinu í gær. 24. nóvember fóru bæði Butler og Hartnett inn á lóð hjónanna og öskruðu rasísk orð að þeim. Degi síðar kveiktu þau í krossinum. Héraðsmiðillinn WPDE hefur komið höndum yfir skýrslu lögreglunnar frá því parið var handtekið en þar kemur fram að þau hafi kallað rasísk níðorð að nágrönnum sínum, hótað þeim ofbeldi og sagst hafa banað svartri konu á árum áður. Þá birti Butler mynd af póstkassa hjónanna þeldökku á Facebook, með heimilisfangi þeirra, og sagðist ætla að kalla saman „her djöfulsins“. Hann sagði að honum væri sama þau hann færist með sama skipi og þau en hann ætlaði sér að refsa þeim. Bæði Butler og Hartnett ganga laus gegn tryggingu. Bandaríkin Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Þau Worden Butler (28) og Alexis Hartnett (27) voru handtekin þann 30. nóvember en eru nú til rannsóknar, samkvæmt AP fréttaveitunni, vegna gruns um að þau hafi framið svokallaðan hatursglæp, sem er alríkisbrot. Suður-Karólína hefur engin lög um hatursglæpi. Sandra Day O‘Connor, fyrrverandi hæstaréttardómari, skrifaði árið 2003 að krossabrennur væru öflugt haturstákn í Bandaríkjunum sem hefði skírar og fastar rætur í sögu Ku Klux Klan. Þetta skrifaði dómarinn í úrskurð hæstaréttar um að fyrsta ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna, ákvæði um málfrelsi, leyfði bönn við krossabrennum en þó eingöngu þegar slíkum brennum er ætlað að ógna fólki. Starfsmenn FBI framkvæmdu húsleit hjá parinu í gær. 24. nóvember fóru bæði Butler og Hartnett inn á lóð hjónanna og öskruðu rasísk orð að þeim. Degi síðar kveiktu þau í krossinum. Héraðsmiðillinn WPDE hefur komið höndum yfir skýrslu lögreglunnar frá því parið var handtekið en þar kemur fram að þau hafi kallað rasísk níðorð að nágrönnum sínum, hótað þeim ofbeldi og sagst hafa banað svartri konu á árum áður. Þá birti Butler mynd af póstkassa hjónanna þeldökku á Facebook, með heimilisfangi þeirra, og sagðist ætla að kalla saman „her djöfulsins“. Hann sagði að honum væri sama þau hann færist með sama skipi og þau en hann ætlaði sér að refsa þeim. Bæði Butler og Hartnett ganga laus gegn tryggingu.
Bandaríkin Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira