Ráðleggingar um mataræði – hverju á maður að trúa? Jóhanna E. Torfadóttir skrifar 5. janúar 2024 13:01 Umræða um lífsstíl og mataræði er ávallt áberandi þegar nýtt ár gengur í garð. Að vilja gera breytingar til hins betra í þessum efnum er jákvætt, en um leið er mikilvægt að gera slíkar breytingar á grundvelli gagnlegra og gagnreyndra ráðlegginga. Þetta getur auðvitað verið vandasamt, enda er að finna aragrúa af mis gagnlegum ráðum á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Þegar við reynum að ná áttum í hafsjó upplýsinga um lifnaðarhætti og mataræði er mikilvægt að þiggja ráð frá þeim sem fylgja gagnreyndum ráðleggingum um mataræði og eru löggildir næringarfræðingar eða heilbrigðisstarfsmenn með sérfræðiþekkingu á því sviði. Góð heilsa er háð mörgum þáttum og næring spilar þar stórt hlutverk. Í gegnum árin hafa verið gerðar fjölmargar rannsóknir á því hvaða fæðutegundir styðji við góða heilsu og minnki líkur á langvinnum sjúkdómum. Ráðleggingar um mataræði á vegum hins opinbera eru byggðar á þessum fjölda rannsókna úr stórum þýðum. Undir engum kringumstæðum er hægt að byggja ráðleggingar um mataræði á upplýsingum frá einni manneskju (case report) enda væri slíkt mjög villandi þegar gefnar eru ráðleggingar fyrir hóp einstaklinga. Ráðleggingar um mataræði eru gefnar fyrir 2 ára og eldri en eru ekki hugsaðar fyrir einstaklinga sem æfa stóran hluta dagsins (til dæmis afreksíþróttafólk) – heldur hina almennu manneskju sem bæði æfir lítið sem ekkert og fyrir þau sem eru í hóflegri hreyfingu. Hver og einn þarf að aðlaga mataræði sitt að eigin þörfum og því eru gefnar einfaldar fæðutengdar ráðleggingar hjá embætti landlæknis sem er ákveðinn grunnur til að veita næringarefni og orku eftir þörfum. Einnig eru gefnar sérstakar ráðleggingar fyrir ungbörn, verðandi mæður og mæður með börn á brjósti, fyrir grænkera (meðganga, brjóstagjöf og börn) og eldri einstaklinga. Þá þarf líka að hafa í huga að einstaklingar með ofnæmi og óþol geta oftast ekki fylgt almennum ráðleggingum í öllu. Í stuttu máli þá eru hinar almennu ráðleggingar eftirfarandi: Að leggja áherslu á heildarmataræðið og borða reglulega yfir daginn Að borða 500 grömm á dag af ávöxtum og grænmeti (250 grömm ávextir og ber og a.m.k. 250 grömm grænmeti og baunir ) Að borða heilkornavörur (dæmi: gróft brauð, haframjöl, hýðishrísgrjón og bygg) að lágmarki tvisvar sinnum á dag eða 70 grömm Að neyta 500 gramma/millilítra á dag af fituminni mjólk og mjólkurvörum með sem minnstum sykri. Ef ekki eru notaðar slíkar vörur þá er mikilvægt að velja t.d. kalkbætta jurtamjólk og jurtamjólkurvörur Fiskur tvisvar til þrisvar sinnum í viku – þar af feitur fiskur einu sinni í viku Ef við borðum rautt kjöt að neyta þess í hófi og takmarka unnar vörur eins og kostur er Nota mýkri og hollari fitu Minnka salt Að borða minna af viðbættum sykri sem við fáum t.d. úr gosdrykkjum, sælgæti, orkustykkjum, kökum og kexi Að taka D-vítamín sem bætiefni daglega Eins og sjá má á upptalningunni að ofan þá er ekki hægt að fylgja þessum ráðleggingum og fá endilega nóg að borða á hverjum degi enda eru þetta ekki ráðleggingar sem búa til allan matseðil dagsins – heldur einungis grunninn að matseðlinum og venjurnar í kringum matseldina s.s. að salta minna og nota mjúkan fitugjafa (t.d. fljótandi jurtaolíu) sem oftast. Í ráðleggingunum kemur einnig fram að velja ætti sem oftast fæðutegundir sem eru ríkar af næringarefnum frá náttúrunnar hendi og þannig lítið sem ekkert unnar. Það er hins vegar engin ein rétt leið sem gefur til kynna að þú sért að borða sem hollast – hver og einn verður að finna sína leið. Hins vegar sýna rannsóknir að ef ofangreindum ráðleggingum er fylgt þá er líklegra að þörfinni fyrir mismunandi næringarefni sé uppfyllt ásamt því að það eru minni líkur á langvinnum sjúkdómum síðar á ævinni. Þetta sést til að mynda vel í tengslum við Miðjarðarhafsmataræði og heilsusamlegt norrænt mataræði sem minnka líkur á ýmsum langvinnum sjúkdómum. Í grunnin snýst þetta um mataræðið í heild sinni yfir mánuði og ár en ekki stutt tímabil sem hafa lítið að segja í heildarmyndinni. Þar sem þetta eru almennar ráðleggingar sem eru gefnar fyrir stóran hóp landsmanna er mjög oft þörf á sértækari ráðleggingum og þess vegna er mikilvægt að fá aðstoð frá löggiltum næringarfræðingi eða löggiltum næringarráðgjafa þegar grunur vaknar um að viðkomandi sé ekki að ná að uppfylla næringarþörf líkamans og/eða ef viðkomandi er með sjúkdóm og þarfnast ráðlegginga um mataræði honum tengt. Hægt er að kynna sér mismunandi ráðleggingar embættis landslæknis um mataræði hér: https://island.is/naering-radleggingar-landlaeknis/naering-og-fullordnir-leidbeiningar Hægt er að kynna sér Skráargatið, samnorrænt matvælamerki, sem liður að því að stuðla að bættu mataræði, hér: https://island.is/skraargatid Á þessu ári mun fara fram endurskoðun á ráðleggingum um mataræði í samstarfi við mismunandi sérfræðinga. Byggt verður á nýjum Norrænum næringarráðleggingum sem voru kynntar á Íslandi síðasta sumar þar sem lögð var mikil áhersla á sjálfbærni í mataræðisráðleggingum. Höfundur er löggiltur næringarfræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum, verkefnisstjóri næringar hjá embætti landlæknis og lektor við Læknadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um lífsstíl og mataræði er ávallt áberandi þegar nýtt ár gengur í garð. Að vilja gera breytingar til hins betra í þessum efnum er jákvætt, en um leið er mikilvægt að gera slíkar breytingar á grundvelli gagnlegra og gagnreyndra ráðlegginga. Þetta getur auðvitað verið vandasamt, enda er að finna aragrúa af mis gagnlegum ráðum á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Þegar við reynum að ná áttum í hafsjó upplýsinga um lifnaðarhætti og mataræði er mikilvægt að þiggja ráð frá þeim sem fylgja gagnreyndum ráðleggingum um mataræði og eru löggildir næringarfræðingar eða heilbrigðisstarfsmenn með sérfræðiþekkingu á því sviði. Góð heilsa er háð mörgum þáttum og næring spilar þar stórt hlutverk. Í gegnum árin hafa verið gerðar fjölmargar rannsóknir á því hvaða fæðutegundir styðji við góða heilsu og minnki líkur á langvinnum sjúkdómum. Ráðleggingar um mataræði á vegum hins opinbera eru byggðar á þessum fjölda rannsókna úr stórum þýðum. Undir engum kringumstæðum er hægt að byggja ráðleggingar um mataræði á upplýsingum frá einni manneskju (case report) enda væri slíkt mjög villandi þegar gefnar eru ráðleggingar fyrir hóp einstaklinga. Ráðleggingar um mataræði eru gefnar fyrir 2 ára og eldri en eru ekki hugsaðar fyrir einstaklinga sem æfa stóran hluta dagsins (til dæmis afreksíþróttafólk) – heldur hina almennu manneskju sem bæði æfir lítið sem ekkert og fyrir þau sem eru í hóflegri hreyfingu. Hver og einn þarf að aðlaga mataræði sitt að eigin þörfum og því eru gefnar einfaldar fæðutengdar ráðleggingar hjá embætti landlæknis sem er ákveðinn grunnur til að veita næringarefni og orku eftir þörfum. Einnig eru gefnar sérstakar ráðleggingar fyrir ungbörn, verðandi mæður og mæður með börn á brjósti, fyrir grænkera (meðganga, brjóstagjöf og börn) og eldri einstaklinga. Þá þarf líka að hafa í huga að einstaklingar með ofnæmi og óþol geta oftast ekki fylgt almennum ráðleggingum í öllu. Í stuttu máli þá eru hinar almennu ráðleggingar eftirfarandi: Að leggja áherslu á heildarmataræðið og borða reglulega yfir daginn Að borða 500 grömm á dag af ávöxtum og grænmeti (250 grömm ávextir og ber og a.m.k. 250 grömm grænmeti og baunir ) Að borða heilkornavörur (dæmi: gróft brauð, haframjöl, hýðishrísgrjón og bygg) að lágmarki tvisvar sinnum á dag eða 70 grömm Að neyta 500 gramma/millilítra á dag af fituminni mjólk og mjólkurvörum með sem minnstum sykri. Ef ekki eru notaðar slíkar vörur þá er mikilvægt að velja t.d. kalkbætta jurtamjólk og jurtamjólkurvörur Fiskur tvisvar til þrisvar sinnum í viku – þar af feitur fiskur einu sinni í viku Ef við borðum rautt kjöt að neyta þess í hófi og takmarka unnar vörur eins og kostur er Nota mýkri og hollari fitu Minnka salt Að borða minna af viðbættum sykri sem við fáum t.d. úr gosdrykkjum, sælgæti, orkustykkjum, kökum og kexi Að taka D-vítamín sem bætiefni daglega Eins og sjá má á upptalningunni að ofan þá er ekki hægt að fylgja þessum ráðleggingum og fá endilega nóg að borða á hverjum degi enda eru þetta ekki ráðleggingar sem búa til allan matseðil dagsins – heldur einungis grunninn að matseðlinum og venjurnar í kringum matseldina s.s. að salta minna og nota mjúkan fitugjafa (t.d. fljótandi jurtaolíu) sem oftast. Í ráðleggingunum kemur einnig fram að velja ætti sem oftast fæðutegundir sem eru ríkar af næringarefnum frá náttúrunnar hendi og þannig lítið sem ekkert unnar. Það er hins vegar engin ein rétt leið sem gefur til kynna að þú sért að borða sem hollast – hver og einn verður að finna sína leið. Hins vegar sýna rannsóknir að ef ofangreindum ráðleggingum er fylgt þá er líklegra að þörfinni fyrir mismunandi næringarefni sé uppfyllt ásamt því að það eru minni líkur á langvinnum sjúkdómum síðar á ævinni. Þetta sést til að mynda vel í tengslum við Miðjarðarhafsmataræði og heilsusamlegt norrænt mataræði sem minnka líkur á ýmsum langvinnum sjúkdómum. Í grunnin snýst þetta um mataræðið í heild sinni yfir mánuði og ár en ekki stutt tímabil sem hafa lítið að segja í heildarmyndinni. Þar sem þetta eru almennar ráðleggingar sem eru gefnar fyrir stóran hóp landsmanna er mjög oft þörf á sértækari ráðleggingum og þess vegna er mikilvægt að fá aðstoð frá löggiltum næringarfræðingi eða löggiltum næringarráðgjafa þegar grunur vaknar um að viðkomandi sé ekki að ná að uppfylla næringarþörf líkamans og/eða ef viðkomandi er með sjúkdóm og þarfnast ráðlegginga um mataræði honum tengt. Hægt er að kynna sér mismunandi ráðleggingar embættis landslæknis um mataræði hér: https://island.is/naering-radleggingar-landlaeknis/naering-og-fullordnir-leidbeiningar Hægt er að kynna sér Skráargatið, samnorrænt matvælamerki, sem liður að því að stuðla að bættu mataræði, hér: https://island.is/skraargatid Á þessu ári mun fara fram endurskoðun á ráðleggingum um mataræði í samstarfi við mismunandi sérfræðinga. Byggt verður á nýjum Norrænum næringarráðleggingum sem voru kynntar á Íslandi síðasta sumar þar sem lögð var mikil áhersla á sjálfbærni í mataræðisráðleggingum. Höfundur er löggiltur næringarfræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum, verkefnisstjóri næringar hjá embætti landlæknis og lektor við Læknadeild Háskóla Íslands.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun