Sýpur seyðið af árás á dómara Samúel Karl Ólason skrifar 5. janúar 2024 17:07 Upptökur úr dómsal í Las Vegas eru ekki í háskerpu. Skjáskot Maður sem stökk yfir dómarabekkinn og réðst á dómarann í máli hans í Las Vegas í vikunni, stendur frammi fyrir sjö nýjum ákærum eftir árásina. Hann mun þurfa að mæta aftur fyrir sama dómara í næstu viku. Deobra Redden réðst á Mary Kay Holthus, dómara, á miðvikudaginn, vegna líkamsárásar. þegar hún neitaði beiðni hans um skilorðsbundinn dóm, eftir að hann játaði stórfellda líkamsárás. „Ég skil þá ósk vel en ég held að það sé kominn tími á að hann fái almennilega refsingu. Ég einfaldlega get það ekki með þessa brotasögu,“ sagði Holthus í dómsal á miðvikudaginn. Redden brást ókvæða við þeirri neitun dómarans, skutlaði sér yfir dómarabekkinn og réðst á Holthus, sem er á sjötugsaldri. Sjá einnig: Fékk ekki skilorð og réðst á dómarann Redden átti að mæta aftur fyrir dómara í gær vegna nýju ákæranna en neitaði. Hann mun mæta aftur fyrir sama dómara og hann réðst á mánudaginn. Aðstoðarmaður dómarans, Michael Lasso, var fyrstur til að koma henni til varnar og síðan komu löggæslumenn en einn þeirra var fluttur á sjúkrahús vegna skurðar á enni og vegna þess að öxl hans fór úr lið. Annar dómari sem las yfirlýsingu frá Holthus í gær þakkaði Lasso sérstaklega fyrir skjót viðbrögð og segir hann líklega hafa komið í veg fyrir að hún hafi hlotið meiri skaða, samkvæmt frétt Sky News. Hún slapp vel og mætti aftur til vinnu í gær. Samkvæmt héraðsmiðlinum Las Vegas Review-Journal er búið að bæta sjö ákærum á Redden. Meðal annars hefur hann verið ákærður fyrir árásina á dómarann og aðra starfsmenn dómstólsins. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir ógnun og fyrir að brjóta af sér á skilorði. Bandaríkin Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Deobra Redden réðst á Mary Kay Holthus, dómara, á miðvikudaginn, vegna líkamsárásar. þegar hún neitaði beiðni hans um skilorðsbundinn dóm, eftir að hann játaði stórfellda líkamsárás. „Ég skil þá ósk vel en ég held að það sé kominn tími á að hann fái almennilega refsingu. Ég einfaldlega get það ekki með þessa brotasögu,“ sagði Holthus í dómsal á miðvikudaginn. Redden brást ókvæða við þeirri neitun dómarans, skutlaði sér yfir dómarabekkinn og réðst á Holthus, sem er á sjötugsaldri. Sjá einnig: Fékk ekki skilorð og réðst á dómarann Redden átti að mæta aftur fyrir dómara í gær vegna nýju ákæranna en neitaði. Hann mun mæta aftur fyrir sama dómara og hann réðst á mánudaginn. Aðstoðarmaður dómarans, Michael Lasso, var fyrstur til að koma henni til varnar og síðan komu löggæslumenn en einn þeirra var fluttur á sjúkrahús vegna skurðar á enni og vegna þess að öxl hans fór úr lið. Annar dómari sem las yfirlýsingu frá Holthus í gær þakkaði Lasso sérstaklega fyrir skjót viðbrögð og segir hann líklega hafa komið í veg fyrir að hún hafi hlotið meiri skaða, samkvæmt frétt Sky News. Hún slapp vel og mætti aftur til vinnu í gær. Samkvæmt héraðsmiðlinum Las Vegas Review-Journal er búið að bæta sjö ákærum á Redden. Meðal annars hefur hann verið ákærður fyrir árásina á dómarann og aðra starfsmenn dómstólsins. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir ógnun og fyrir að brjóta af sér á skilorði.
Bandaríkin Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira