Tugmilljóna mál skrifstofustjóra fer fyrir Hæstarétt Árni Sæberg skrifar 2. febrúar 2024 16:27 Hæstiréttur tekur mál Jóhanns fyrir. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni íslenska ríkisins um áfrýjunarleyfi í máli Jóhanns Guðmundssonar, fyrrverandi skrifstofustjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Jóhanni voru dæmdar 23,6 milljónir króna í skaða- og miskbætur vegna niðurlagningar ráðherra á embætti hans. Í nóvember síðastliðnum sneri Landsréttur niðurstöðu héraðsdóms við og komst að þeirri niðurstöðu að ávirðingar á hendur Jóhanni hafi haft áhrif á ákvörðun ráðherra um að leggja stöðu hans niður. Héraðssaksóknari var með aðkomu hans að birtingu laga um laxeldi til rannsóknar. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Landsréttur hafi talið að ráðuneytinu hefði ekki tekist að sanna að starfslok Jóhanns hefðu verið ákveðin 24. júní árið 2020 og lagt til grundvallar að ávirðingar hefðu ráðið því að ákveðið hefði verið 31. ágúst sama ár að leggja niður embætti hans, en Jóhann hefði verið sendur í leyfi 14. júlí það ár. Hafi reynt að koma sér hjá lögboðinni meðferð Í dóminum hafi verið rakið að við þessar aðstæður hefði ráðherra borið að fara með málið í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þá hafi Landsréttur talið að ákvörðun ráðherra um að leggja niður embætti Jóhanns hefði verið ósamrýmanleg þeirri meginreglu stjórnsýsluréttar að óheimilt væri að undirbúningur og úrlausn máls miðuðu að því að komast hjá að fylgja lögboðinni málsmeðferð sem ætlað væri að tryggja réttaröryggi aðila. Ákvörðun ráðherra hefði því verið ólögmæt enda ekki byggð á málefnalegum sjónarmiðum. Fordæmisgildi um réttindi ríkisstarfsmanna Í ákvörðuninni segir að ríkið hafi byggt á því að úrslit málsins hafi fordæmisgildi og snúi að mikilsverðum hagsmunum þess þar sem það varði réttarstöðu skrifstofustjóra sem embættismanna vegna skipulagsbreytinga innan ráðuneytis. Þá hafi ríkið byggt á því að niðurstaða Landsréttar sé bersýnilega röng þar sem í dóminum sé blandað saman ákvörðun um niðurlagningu embættisins og hvort bjóða skyldi Jóhanni nýtt starf í ráðuneytinu. Auk þess hafi ríkið vísað til forsendna og niðurstöðu héraðsdóms í málinu. Þá segir að að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi meðal annars um réttarstöðu ríkisstarfsmanna við niðurlagningu stöðu vegna skipulagsbreytinga. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Í nóvember síðastliðnum sneri Landsréttur niðurstöðu héraðsdóms við og komst að þeirri niðurstöðu að ávirðingar á hendur Jóhanni hafi haft áhrif á ákvörðun ráðherra um að leggja stöðu hans niður. Héraðssaksóknari var með aðkomu hans að birtingu laga um laxeldi til rannsóknar. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Landsréttur hafi talið að ráðuneytinu hefði ekki tekist að sanna að starfslok Jóhanns hefðu verið ákveðin 24. júní árið 2020 og lagt til grundvallar að ávirðingar hefðu ráðið því að ákveðið hefði verið 31. ágúst sama ár að leggja niður embætti hans, en Jóhann hefði verið sendur í leyfi 14. júlí það ár. Hafi reynt að koma sér hjá lögboðinni meðferð Í dóminum hafi verið rakið að við þessar aðstæður hefði ráðherra borið að fara með málið í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þá hafi Landsréttur talið að ákvörðun ráðherra um að leggja niður embætti Jóhanns hefði verið ósamrýmanleg þeirri meginreglu stjórnsýsluréttar að óheimilt væri að undirbúningur og úrlausn máls miðuðu að því að komast hjá að fylgja lögboðinni málsmeðferð sem ætlað væri að tryggja réttaröryggi aðila. Ákvörðun ráðherra hefði því verið ólögmæt enda ekki byggð á málefnalegum sjónarmiðum. Fordæmisgildi um réttindi ríkisstarfsmanna Í ákvörðuninni segir að ríkið hafi byggt á því að úrslit málsins hafi fordæmisgildi og snúi að mikilsverðum hagsmunum þess þar sem það varði réttarstöðu skrifstofustjóra sem embættismanna vegna skipulagsbreytinga innan ráðuneytis. Þá hafi ríkið byggt á því að niðurstaða Landsréttar sé bersýnilega röng þar sem í dóminum sé blandað saman ákvörðun um niðurlagningu embættisins og hvort bjóða skyldi Jóhanni nýtt starf í ráðuneytinu. Auk þess hafi ríkið vísað til forsendna og niðurstöðu héraðsdóms í málinu. Þá segir að að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi meðal annars um réttarstöðu ríkisstarfsmanna við niðurlagningu stöðu vegna skipulagsbreytinga.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira