Tugmilljóna mál skrifstofustjóra fer fyrir Hæstarétt Árni Sæberg skrifar 2. febrúar 2024 16:27 Hæstiréttur tekur mál Jóhanns fyrir. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni íslenska ríkisins um áfrýjunarleyfi í máli Jóhanns Guðmundssonar, fyrrverandi skrifstofustjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Jóhanni voru dæmdar 23,6 milljónir króna í skaða- og miskbætur vegna niðurlagningar ráðherra á embætti hans. Í nóvember síðastliðnum sneri Landsréttur niðurstöðu héraðsdóms við og komst að þeirri niðurstöðu að ávirðingar á hendur Jóhanni hafi haft áhrif á ákvörðun ráðherra um að leggja stöðu hans niður. Héraðssaksóknari var með aðkomu hans að birtingu laga um laxeldi til rannsóknar. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Landsréttur hafi talið að ráðuneytinu hefði ekki tekist að sanna að starfslok Jóhanns hefðu verið ákveðin 24. júní árið 2020 og lagt til grundvallar að ávirðingar hefðu ráðið því að ákveðið hefði verið 31. ágúst sama ár að leggja niður embætti hans, en Jóhann hefði verið sendur í leyfi 14. júlí það ár. Hafi reynt að koma sér hjá lögboðinni meðferð Í dóminum hafi verið rakið að við þessar aðstæður hefði ráðherra borið að fara með málið í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þá hafi Landsréttur talið að ákvörðun ráðherra um að leggja niður embætti Jóhanns hefði verið ósamrýmanleg þeirri meginreglu stjórnsýsluréttar að óheimilt væri að undirbúningur og úrlausn máls miðuðu að því að komast hjá að fylgja lögboðinni málsmeðferð sem ætlað væri að tryggja réttaröryggi aðila. Ákvörðun ráðherra hefði því verið ólögmæt enda ekki byggð á málefnalegum sjónarmiðum. Fordæmisgildi um réttindi ríkisstarfsmanna Í ákvörðuninni segir að ríkið hafi byggt á því að úrslit málsins hafi fordæmisgildi og snúi að mikilsverðum hagsmunum þess þar sem það varði réttarstöðu skrifstofustjóra sem embættismanna vegna skipulagsbreytinga innan ráðuneytis. Þá hafi ríkið byggt á því að niðurstaða Landsréttar sé bersýnilega röng þar sem í dóminum sé blandað saman ákvörðun um niðurlagningu embættisins og hvort bjóða skyldi Jóhanni nýtt starf í ráðuneytinu. Auk þess hafi ríkið vísað til forsendna og niðurstöðu héraðsdóms í málinu. Þá segir að að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi meðal annars um réttarstöðu ríkisstarfsmanna við niðurlagningu stöðu vegna skipulagsbreytinga. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira
Í nóvember síðastliðnum sneri Landsréttur niðurstöðu héraðsdóms við og komst að þeirri niðurstöðu að ávirðingar á hendur Jóhanni hafi haft áhrif á ákvörðun ráðherra um að leggja stöðu hans niður. Héraðssaksóknari var með aðkomu hans að birtingu laga um laxeldi til rannsóknar. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Landsréttur hafi talið að ráðuneytinu hefði ekki tekist að sanna að starfslok Jóhanns hefðu verið ákveðin 24. júní árið 2020 og lagt til grundvallar að ávirðingar hefðu ráðið því að ákveðið hefði verið 31. ágúst sama ár að leggja niður embætti hans, en Jóhann hefði verið sendur í leyfi 14. júlí það ár. Hafi reynt að koma sér hjá lögboðinni meðferð Í dóminum hafi verið rakið að við þessar aðstæður hefði ráðherra borið að fara með málið í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þá hafi Landsréttur talið að ákvörðun ráðherra um að leggja niður embætti Jóhanns hefði verið ósamrýmanleg þeirri meginreglu stjórnsýsluréttar að óheimilt væri að undirbúningur og úrlausn máls miðuðu að því að komast hjá að fylgja lögboðinni málsmeðferð sem ætlað væri að tryggja réttaröryggi aðila. Ákvörðun ráðherra hefði því verið ólögmæt enda ekki byggð á málefnalegum sjónarmiðum. Fordæmisgildi um réttindi ríkisstarfsmanna Í ákvörðuninni segir að ríkið hafi byggt á því að úrslit málsins hafi fordæmisgildi og snúi að mikilsverðum hagsmunum þess þar sem það varði réttarstöðu skrifstofustjóra sem embættismanna vegna skipulagsbreytinga innan ráðuneytis. Þá hafi ríkið byggt á því að niðurstaða Landsréttar sé bersýnilega röng þar sem í dóminum sé blandað saman ákvörðun um niðurlagningu embættisins og hvort bjóða skyldi Jóhanni nýtt starf í ráðuneytinu. Auk þess hafi ríkið vísað til forsendna og niðurstöðu héraðsdóms í málinu. Þá segir að að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi meðal annars um réttarstöðu ríkisstarfsmanna við niðurlagningu stöðu vegna skipulagsbreytinga.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira