Opið bréf til Áslaugar Örnu Hópur nemenda í starfstengdu diplómanámi á Menntavísindasviði HÍ skrifar 6. febrúar 2024 14:30 Opið bréf frá nemendum í starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun á menntavísindasviði Háskóla Íslands til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla - iðnaðar - og nýsköpunarráðherra. Okkur langar að skora á Áslaugu Örnu að koma á fleiri námsleiðum á háskólastigi fyrir fólk með þroskahömlun. Við erum hópur nemanda sem er að útskrifast í sumar. Fyrir okkur er mikilvægt að geta stundað nám á háskólastigi. Það sem það hefur gefið okkur eru tækifæri til að mennta okkur, vinna á almennum vinnumarkaði, kynnast frábærum samnemum og taka þátt í samfélagi án aðgreiningar. Í dag er starfstengda diplómanámið við menntavísindasvið eini valkosturinn sem í boði er fyrir þennan hóp nemenda á háskólastigi. Námið hefur mælst mjög vel fyrir og alla jafna berast fleiri umsóknir en hægt er að verða við. Mikilvægt er að fólki með þroskahömlun standi fjölbreytt nám til boða að loknum framhaldsskóla eins og hinum almenna nemanda. Á undanförnum árum hefur framboð á almennu háskólanámi aukist mjög en sú aukning hefur ekki náð til nemenda með þroskahömlun. Þá má geta þess að diplómanámið er einungis tveggja ára nám eða mun styttra en sambærilegt nám í ýmsum öðrum löndum. Staða menntunarmála fólks með þroskahömlun eftir framhaldsskóla er afleit og í engu samræmi við þá möguleika sem almennum nemendum bjóðast á Íslandi í dag. Menntamálayfirvöld hafa fram til þessa ekki sýnt menntunarmálum fólks með þroskahömlun þann skilning sem nauðsynlegur er til að tryggja því jafnrétti til náms og er það miður. Við teljum að þú sem ráðherra sért í góðri stöðu til að gera betur en forverar þínir hafa gert. Við skorum því á þig að gera gagngerar úrbætur á núverandi kerfi og fjölga verulega valmöguleikum fólks með þroskahömlun til náms á háskólastigi. Að lokum langar okkur að nota tækifærið og bjóða þér að koma á Jafnréttisdaga Háskóla Íslands þann 13. febrúar klukkan 15.00 á Litla Torgi Háskólatorgs. Þá verðum við með viðburð sem ber yfirskriftina: Er Háskóli fyrir öll? Inngilding og háskólanám fyrir fólk með þroskahömlun. Viðburðurinn er öllum opinn og hvetjum við fólk til að fjölmenna. Við hlökkum til að sjá þig Áslaug Arna. Adam Geir Baldursson, Árni Bárðarson, Fabiana Teixeira, Finnbogi Örn Rúnarsson, Gunnhildur Brynja Schiöth Bergsdóttir, Ingibjörg Fríða Margeirsdóttir, Jóel Bjarki Sigurðarson, Katrín Lilja Júlíusdóttir, Lárus Thor Valdimarsson, Marta Lind Vilhjálmsdóttir, Snædís Barkardóttir, Þór Ólafsson. Nemendur í starfstengdu diplómanámi á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf frá nemendum í starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun á menntavísindasviði Háskóla Íslands til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla - iðnaðar - og nýsköpunarráðherra. Okkur langar að skora á Áslaugu Örnu að koma á fleiri námsleiðum á háskólastigi fyrir fólk með þroskahömlun. Við erum hópur nemanda sem er að útskrifast í sumar. Fyrir okkur er mikilvægt að geta stundað nám á háskólastigi. Það sem það hefur gefið okkur eru tækifæri til að mennta okkur, vinna á almennum vinnumarkaði, kynnast frábærum samnemum og taka þátt í samfélagi án aðgreiningar. Í dag er starfstengda diplómanámið við menntavísindasvið eini valkosturinn sem í boði er fyrir þennan hóp nemenda á háskólastigi. Námið hefur mælst mjög vel fyrir og alla jafna berast fleiri umsóknir en hægt er að verða við. Mikilvægt er að fólki með þroskahömlun standi fjölbreytt nám til boða að loknum framhaldsskóla eins og hinum almenna nemanda. Á undanförnum árum hefur framboð á almennu háskólanámi aukist mjög en sú aukning hefur ekki náð til nemenda með þroskahömlun. Þá má geta þess að diplómanámið er einungis tveggja ára nám eða mun styttra en sambærilegt nám í ýmsum öðrum löndum. Staða menntunarmála fólks með þroskahömlun eftir framhaldsskóla er afleit og í engu samræmi við þá möguleika sem almennum nemendum bjóðast á Íslandi í dag. Menntamálayfirvöld hafa fram til þessa ekki sýnt menntunarmálum fólks með þroskahömlun þann skilning sem nauðsynlegur er til að tryggja því jafnrétti til náms og er það miður. Við teljum að þú sem ráðherra sért í góðri stöðu til að gera betur en forverar þínir hafa gert. Við skorum því á þig að gera gagngerar úrbætur á núverandi kerfi og fjölga verulega valmöguleikum fólks með þroskahömlun til náms á háskólastigi. Að lokum langar okkur að nota tækifærið og bjóða þér að koma á Jafnréttisdaga Háskóla Íslands þann 13. febrúar klukkan 15.00 á Litla Torgi Háskólatorgs. Þá verðum við með viðburð sem ber yfirskriftina: Er Háskóli fyrir öll? Inngilding og háskólanám fyrir fólk með þroskahömlun. Viðburðurinn er öllum opinn og hvetjum við fólk til að fjölmenna. Við hlökkum til að sjá þig Áslaug Arna. Adam Geir Baldursson, Árni Bárðarson, Fabiana Teixeira, Finnbogi Örn Rúnarsson, Gunnhildur Brynja Schiöth Bergsdóttir, Ingibjörg Fríða Margeirsdóttir, Jóel Bjarki Sigurðarson, Katrín Lilja Júlíusdóttir, Lárus Thor Valdimarsson, Marta Lind Vilhjálmsdóttir, Snædís Barkardóttir, Þór Ólafsson. Nemendur í starfstengdu diplómanámi á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar