Opið bréf til Áslaugar Örnu Hópur nemenda í starfstengdu diplómanámi á Menntavísindasviði HÍ skrifar 6. febrúar 2024 14:30 Opið bréf frá nemendum í starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun á menntavísindasviði Háskóla Íslands til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla - iðnaðar - og nýsköpunarráðherra. Okkur langar að skora á Áslaugu Örnu að koma á fleiri námsleiðum á háskólastigi fyrir fólk með þroskahömlun. Við erum hópur nemanda sem er að útskrifast í sumar. Fyrir okkur er mikilvægt að geta stundað nám á háskólastigi. Það sem það hefur gefið okkur eru tækifæri til að mennta okkur, vinna á almennum vinnumarkaði, kynnast frábærum samnemum og taka þátt í samfélagi án aðgreiningar. Í dag er starfstengda diplómanámið við menntavísindasvið eini valkosturinn sem í boði er fyrir þennan hóp nemenda á háskólastigi. Námið hefur mælst mjög vel fyrir og alla jafna berast fleiri umsóknir en hægt er að verða við. Mikilvægt er að fólki með þroskahömlun standi fjölbreytt nám til boða að loknum framhaldsskóla eins og hinum almenna nemanda. Á undanförnum árum hefur framboð á almennu háskólanámi aukist mjög en sú aukning hefur ekki náð til nemenda með þroskahömlun. Þá má geta þess að diplómanámið er einungis tveggja ára nám eða mun styttra en sambærilegt nám í ýmsum öðrum löndum. Staða menntunarmála fólks með þroskahömlun eftir framhaldsskóla er afleit og í engu samræmi við þá möguleika sem almennum nemendum bjóðast á Íslandi í dag. Menntamálayfirvöld hafa fram til þessa ekki sýnt menntunarmálum fólks með þroskahömlun þann skilning sem nauðsynlegur er til að tryggja því jafnrétti til náms og er það miður. Við teljum að þú sem ráðherra sért í góðri stöðu til að gera betur en forverar þínir hafa gert. Við skorum því á þig að gera gagngerar úrbætur á núverandi kerfi og fjölga verulega valmöguleikum fólks með þroskahömlun til náms á háskólastigi. Að lokum langar okkur að nota tækifærið og bjóða þér að koma á Jafnréttisdaga Háskóla Íslands þann 13. febrúar klukkan 15.00 á Litla Torgi Háskólatorgs. Þá verðum við með viðburð sem ber yfirskriftina: Er Háskóli fyrir öll? Inngilding og háskólanám fyrir fólk með þroskahömlun. Viðburðurinn er öllum opinn og hvetjum við fólk til að fjölmenna. Við hlökkum til að sjá þig Áslaug Arna. Adam Geir Baldursson, Árni Bárðarson, Fabiana Teixeira, Finnbogi Örn Rúnarsson, Gunnhildur Brynja Schiöth Bergsdóttir, Ingibjörg Fríða Margeirsdóttir, Jóel Bjarki Sigurðarson, Katrín Lilja Júlíusdóttir, Lárus Thor Valdimarsson, Marta Lind Vilhjálmsdóttir, Snædís Barkardóttir, Þór Ólafsson. Nemendur í starfstengdu diplómanámi á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf frá nemendum í starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun á menntavísindasviði Háskóla Íslands til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla - iðnaðar - og nýsköpunarráðherra. Okkur langar að skora á Áslaugu Örnu að koma á fleiri námsleiðum á háskólastigi fyrir fólk með þroskahömlun. Við erum hópur nemanda sem er að útskrifast í sumar. Fyrir okkur er mikilvægt að geta stundað nám á háskólastigi. Það sem það hefur gefið okkur eru tækifæri til að mennta okkur, vinna á almennum vinnumarkaði, kynnast frábærum samnemum og taka þátt í samfélagi án aðgreiningar. Í dag er starfstengda diplómanámið við menntavísindasvið eini valkosturinn sem í boði er fyrir þennan hóp nemenda á háskólastigi. Námið hefur mælst mjög vel fyrir og alla jafna berast fleiri umsóknir en hægt er að verða við. Mikilvægt er að fólki með þroskahömlun standi fjölbreytt nám til boða að loknum framhaldsskóla eins og hinum almenna nemanda. Á undanförnum árum hefur framboð á almennu háskólanámi aukist mjög en sú aukning hefur ekki náð til nemenda með þroskahömlun. Þá má geta þess að diplómanámið er einungis tveggja ára nám eða mun styttra en sambærilegt nám í ýmsum öðrum löndum. Staða menntunarmála fólks með þroskahömlun eftir framhaldsskóla er afleit og í engu samræmi við þá möguleika sem almennum nemendum bjóðast á Íslandi í dag. Menntamálayfirvöld hafa fram til þessa ekki sýnt menntunarmálum fólks með þroskahömlun þann skilning sem nauðsynlegur er til að tryggja því jafnrétti til náms og er það miður. Við teljum að þú sem ráðherra sért í góðri stöðu til að gera betur en forverar þínir hafa gert. Við skorum því á þig að gera gagngerar úrbætur á núverandi kerfi og fjölga verulega valmöguleikum fólks með þroskahömlun til náms á háskólastigi. Að lokum langar okkur að nota tækifærið og bjóða þér að koma á Jafnréttisdaga Háskóla Íslands þann 13. febrúar klukkan 15.00 á Litla Torgi Háskólatorgs. Þá verðum við með viðburð sem ber yfirskriftina: Er Háskóli fyrir öll? Inngilding og háskólanám fyrir fólk með þroskahömlun. Viðburðurinn er öllum opinn og hvetjum við fólk til að fjölmenna. Við hlökkum til að sjá þig Áslaug Arna. Adam Geir Baldursson, Árni Bárðarson, Fabiana Teixeira, Finnbogi Örn Rúnarsson, Gunnhildur Brynja Schiöth Bergsdóttir, Ingibjörg Fríða Margeirsdóttir, Jóel Bjarki Sigurðarson, Katrín Lilja Júlíusdóttir, Lárus Thor Valdimarsson, Marta Lind Vilhjálmsdóttir, Snædís Barkardóttir, Þór Ólafsson. Nemendur í starfstengdu diplómanámi á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun