„Þeirra er skömmin“ - „Það verður eftir því tekið hvernig atkvæði falla hér í dag“ Hildur Sverrisdóttir skrifar 18. febrúar 2024 11:31 Ég hef þurft að spyrja mig undanfarna daga hvort ég sé stödd í hliðarraunveruleika þegar ég sé nokkra fulltrúa stjórnarandstöðunnar vilja í fyrsta skipti ræða af alvöru stöðu flóttamannamála á Íslandi. Við í þingflokki Sjálfstæðisflokksins segjum bara velkomin loksins í mikilvæga umræðu. Það er tilgangur okkar í stjórnmálum að tala fyrir sannfæringu okkar og það felst einnig í því að reyna að fá fólk til að skipta um skoðun. Það er því fagnaðarefni að sjá breytingu í afstöðu forystumanna stjórnarandstöðunnar í þessum málaflokki eftir að hafa ítrekað lagst gegn tillögum Sjálfstæðisflokksins til úrbóta. Það liggur enginn vafi á að við Íslendingar höfum sannarlega staðið við okkar alþjóðlegu skuldbindingar þegar kemur að móttöku flóttafólks og viljum áfram gera. En þegar verkefnið er orðið okkur of mikil áskorun verður að vera hægt að líta inn á við og ræða til að mynda hvers vegna okkar lagaumgjörð um málaflokkinn er önnur og rýmri en á hinum Norðurlöndunum. Við höfum lengi reynt að bjóða upp á þetta samtal. Því hefur stundum verið tekið fálega en oftar með upphrópunum. Það þarf ekki að leita lengra en þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk nauðsynlegar lagabreytingar í gegn á þinginu í fyrra eftir að hafa lagt þær fram í nokkur ár þar á undan. Ummæli fulltrúa þessara flokka sem féllu við það tilefni og má sjá dæmi um í fyrirsögn þessa pistils báru ekki með sér mikla yfirvegun gagnvart efnisatriðum máls. Það verður reyndar að viðurkennast að miðað við hvernig var talað af þeirra hálfu þá er auðvitað bara bráðfyndin furðufrétt að sjá þá núna kenna Sjálfstæðisflokknum um að hafa ekki fengið öll mál sín í gegn undanfarin ár þegar þeir sjálfir stuðluðu að því að það var ekki hægt. Það er eitt að ætla nú loksins að stíga inn í samtalið um hvernig við náum utan um flókin mál; hvernig við gætum að íslensku samfélagi með mannúð og raunsæi að leiðarljósi, veitum öðrum hjálparhönd þannig að sómi sé að um leið og við lærum af reynslu annarra. Samfélagslegt samtal má ekki verða þannig að við skirrumst við að taka þátt í því. Þá er hætt við að einu raddirnar sem heyrast séu þeirra sem heitast er í hamsi. Þetta er því auðvitað samtal sem þarf að taka, á breiðum grunni, af yfirvegun og án alhæfinga. Það að stíga hins vegar nú fram með sverðið á lofti, líkt og varaformaður Samfylkingarinnar gerði í frétt á Mbl í gær, tala um hörmungarástand í útlendingamálum og láta sem Samfylkingin ein vilji nú allt í einu fara að ræða þessi mál er eiginlega hlægilegt. Það er ekkert síður skrautlegt að varaformaðurinn vari um leið þungur á brún við skautun þegar flokkurinn á sinn skammt af svívirðingum gagnvart þeim sem voru þeim ósammála þegar þessi mál hafa verið til umræðu. Það er margt skrýtið í kýrhausnum og ég ætla ekki að elta ólar við allt það sem orkar tvímælis við þennan nýja og óvænta hliðarraunveruleika. Ég leyfi mér bara að vona hann verði til þess að umræðan um þessi mál færist loksins í skynsamari og yfirvegaðri átt. Færist frá gífuryrðum þar sem öll sem dirfast að lýsa yfir áhyggjum af stöðunni eru umsvifalaust dæmd vont fólk og nær því hvernig sé hægt að bæta málaflokkinn. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Samfylkingin Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Ég hef þurft að spyrja mig undanfarna daga hvort ég sé stödd í hliðarraunveruleika þegar ég sé nokkra fulltrúa stjórnarandstöðunnar vilja í fyrsta skipti ræða af alvöru stöðu flóttamannamála á Íslandi. Við í þingflokki Sjálfstæðisflokksins segjum bara velkomin loksins í mikilvæga umræðu. Það er tilgangur okkar í stjórnmálum að tala fyrir sannfæringu okkar og það felst einnig í því að reyna að fá fólk til að skipta um skoðun. Það er því fagnaðarefni að sjá breytingu í afstöðu forystumanna stjórnarandstöðunnar í þessum málaflokki eftir að hafa ítrekað lagst gegn tillögum Sjálfstæðisflokksins til úrbóta. Það liggur enginn vafi á að við Íslendingar höfum sannarlega staðið við okkar alþjóðlegu skuldbindingar þegar kemur að móttöku flóttafólks og viljum áfram gera. En þegar verkefnið er orðið okkur of mikil áskorun verður að vera hægt að líta inn á við og ræða til að mynda hvers vegna okkar lagaumgjörð um málaflokkinn er önnur og rýmri en á hinum Norðurlöndunum. Við höfum lengi reynt að bjóða upp á þetta samtal. Því hefur stundum verið tekið fálega en oftar með upphrópunum. Það þarf ekki að leita lengra en þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk nauðsynlegar lagabreytingar í gegn á þinginu í fyrra eftir að hafa lagt þær fram í nokkur ár þar á undan. Ummæli fulltrúa þessara flokka sem féllu við það tilefni og má sjá dæmi um í fyrirsögn þessa pistils báru ekki með sér mikla yfirvegun gagnvart efnisatriðum máls. Það verður reyndar að viðurkennast að miðað við hvernig var talað af þeirra hálfu þá er auðvitað bara bráðfyndin furðufrétt að sjá þá núna kenna Sjálfstæðisflokknum um að hafa ekki fengið öll mál sín í gegn undanfarin ár þegar þeir sjálfir stuðluðu að því að það var ekki hægt. Það er eitt að ætla nú loksins að stíga inn í samtalið um hvernig við náum utan um flókin mál; hvernig við gætum að íslensku samfélagi með mannúð og raunsæi að leiðarljósi, veitum öðrum hjálparhönd þannig að sómi sé að um leið og við lærum af reynslu annarra. Samfélagslegt samtal má ekki verða þannig að við skirrumst við að taka þátt í því. Þá er hætt við að einu raddirnar sem heyrast séu þeirra sem heitast er í hamsi. Þetta er því auðvitað samtal sem þarf að taka, á breiðum grunni, af yfirvegun og án alhæfinga. Það að stíga hins vegar nú fram með sverðið á lofti, líkt og varaformaður Samfylkingarinnar gerði í frétt á Mbl í gær, tala um hörmungarástand í útlendingamálum og láta sem Samfylkingin ein vilji nú allt í einu fara að ræða þessi mál er eiginlega hlægilegt. Það er ekkert síður skrautlegt að varaformaðurinn vari um leið þungur á brún við skautun þegar flokkurinn á sinn skammt af svívirðingum gagnvart þeim sem voru þeim ósammála þegar þessi mál hafa verið til umræðu. Það er margt skrýtið í kýrhausnum og ég ætla ekki að elta ólar við allt það sem orkar tvímælis við þennan nýja og óvænta hliðarraunveruleika. Ég leyfi mér bara að vona hann verði til þess að umræðan um þessi mál færist loksins í skynsamari og yfirvegaðri átt. Færist frá gífuryrðum þar sem öll sem dirfast að lýsa yfir áhyggjum af stöðunni eru umsvifalaust dæmd vont fólk og nær því hvernig sé hægt að bæta málaflokkinn. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun