Frír matur í skólum og lausn eftir fæðingarorlof til umræðu Heimir Már Pétursson skrifar 4. mars 2024 11:47 Góður andi var í viðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga innan ASÍ og fulltrúa SA hjá ríkissáttasemjara í morgun. Stöð 2/Einar Leiðtogar breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins segja það ráðast af viðbrögðum sveitarfélaganna hvort hægt verði að skrifa undir nýja kjarasamninga á næstu tveimur sólarhringum. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Eflingar hefst að óbreyttu klukkan fjögur í dag. Forystufólk Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar, öðru nafni breiðfylkingin, kom saman til fundar með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara klukkan níu í morgun. Góður gangur hefur verið í viðræðunum undanfarna daga. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks að óbreyttu hefjast klukkan 16:00 í dag. Vonandi miði samningaviðræðum áfram fyrir þann tíma.Stöð 2/Einar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að þrátt fyrir það hefjist atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir hjá ræstingarfólki innan Eflingar að óbreyttu klukkan fjögur í dag. Hún voni hins vegar að það muni sjást til lands í viðræðunum fyrir kvöldið. „Það eru ýmis mál sem á eftir að leysa. Sum hver mjög mikilvæg. Ef það gengur vel hjá okkur í dag þá vonandi og mögulega einhvern tíma í kvöld getum við verið komin yfir ána og upp á bakkann,“ segir Sólveig Anna. Fulltrúar breiðfylkingarinnar fengu í gær kynningu á því sem ríkisstjórnin er tilbúin til að gera til að liðka um fyrir hófsömum kjarasamningum til fjögurra ára með það að markmiði að minnka verðbólgu hratt og þar með lækka vexti. Sólveig Anna segir hins vegar mikilvægt að sveitarfélögin komi einnig að málum. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari er með mörg járn í eldinum þessa dagana. Tímamótasamningar gætu verið í burðarliðnum á bæði almenna- og opinbera vinnumarkaðnum.Stöð 2/Einar Þar hefur samkvæmt heimildum verið rætt um að hluti gjaldskrárhækkana verði dreginn til baka, bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað og skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Sólveig Anna segir samningaviðræðum hafa miðað vel eftir að snurða hljóp á þráðinn vegna deilna um forsenduúrræði samninga á föstudag í þar síðustu viku. „Ég tel að það hvað Efling gat unnið hratt varðandi að fáverkfallsboðun, og við vorum og erum tilbúin með verkfalls atkvæðagreiðslu, hafi sannarlega haft mikið að segja.“ Atkvæðagreiðslan stendur enn þá til eða hvað? „Hún á að hefjast í dag klukkan fjögur. Mögulega gerist eitthvað áður en klukkan slær fjögur,“ segir formaður Eflingar. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins vonast eftir árangursríkum viðræðum við leiðtoga sveitarfélaganna um aðkomu þeirra að kjarasamningum í dag.Stöð 2/Einar Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir að hægt verði að ganga frá nýjum samningum á næsta einum til tveimur sólarhringum að því gefnu að sveitarfélögin komi óskipt að málum. Stefnt væri að fundi með forystu þeirra í dag. „Þau verða að átta sig á sinni ábyrgð því það liggur alveg fyrir að ávinningur sveitarfélaga af þeirri leið sem við erum að fara hér er gríðarlegur. Hann er miklu, miklu meiri heldur en nokkurn tíma það atriði sem hér er undir. Margfalt meiri. Þannig að þetta er einhver pólitík sem þarna er og þarf bara að leysa úr,“ segir Vilhjálmur. Óánægja hjá sveitarfélögunum Samkvæmt heimildum fréttastofunnar stendur það helst í meirihlutanum í Kópavogi og á Akureyri undir forystu Sjálfstæðismanna og mörgum öðrum smærri sveitarfélögum að samþykkja fríar skólamáltíðir næstu fjögur árin. Sú aðgerð myndi helst gagnast millitekjufólki og yrði samkvæmt heimildum fréttastofu að mestu fjármögnuð af ríkinu. Innan þessara sveitarfélaga gætir nokkurrar óánægju með að hugmyndin um fríar skólamáltíðir hafi ekki borist þeim til eyra fyrr en nýlega. Margar aðrar aðgerðir sveitarfélaga gætu komið í stað þessarar lækkunar. Reynslan af loforðum stjórnvalda um að standa undir kostnaði við málaflokka hjá sveitarfélögunu væri ekki góð. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins minnir á að sveitarfélögin hafi lýst stuðningi sínum við markmið kjarasamninganna strax í upphafi viðræðna.Stöð 2/Einar Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er eins og forysta breiðfylkingarinnar bjartsýn á að hægt verði að ná samningum á næstu sólahringum. Búið væri að fara yfir stærstu málin þótt enn stæðu önnur mál út af sem þyrfti að ræða. Aðkoma sveitarfélaganna skipti miklu máli varðandi framhaldið. „Sveitarfélögin lýstu því yfir strax í upphafi viðræðna að það væri þeirra sýn að mikilvægt væri að styðja við markmið einmitt þessara samninga. Lýstu meðal annars yfir að þau væru tilbúin til að endurskoða sínar gjaldskrár. Þannig að ég treysti því að það samtal gangi vel,“ sagði Sigríður Margrét Oddsdóttir í morgun. Verslunarmenn sem hafa sagt sig úr breiðfylkingunni koma til fundar með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. Fréttin var uppfærð kl 13:43. Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Efnahagsmál Kjaramál Grunnskólar Skóla - og menntamál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Segir undirskrift handan við hornið Formaður Starfsgreinasambandsins á von á því að skrifað verði undir kjarasamninga á næstu einum til tveimur sólarhringum. Viðsnúningur varð í viðræðum um helgina og nú er aðkoma sveitarfélaganna það eina sem stendur út af borðinu. 4. mars 2024 09:01 Telja hóflegar launahækkanir ekki duga einar og sér Viðræðunefnd VR og Landssambands íslenskra verzlunarmanna (LÍV) hafa formlega óskað eftir að ríkissáttasemjari hlutist til um viðræður við Samtök atvinnulífsins. Nefndin telur að í viðræðunum dugi hóflegar launahækkanir ekki einar og sér. 1. mars 2024 12:45 Ögurstund runnin upp og Vilhjálmur býr sig undir það versta Ögurstund er runnin upp í kjaraviðræðum Eflingar, Starfsgreinasambandsins og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins. Formaður SGS segist búa sig undir það versta en samninganefndir funda nú hjá ríkissáttasemjara í skugga verkfallsboðunar. 1. mars 2024 11:35 „Þess fullviss að verkfallsboðunin verður samþykkt“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist vera fullviss um að félagsmenn muni samþykkja verkfallsboðun. Boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu um verkföll starfsfólks sem starfa við ræstingu á mánudag. Fundað verður á eftir í Karphúsinu klukkan níu. 1. mars 2024 08:28 Ríkur verkfallsvilji hjá ræstingafólki sem greiðir atkvæði á mánudag Fulltrúar breiðfylkingarinnar svokölluðu og Samtaka atvinnulífsins hafa verið boðuð til fundar í fyrramálið en í gærkvöldi ákvað samninganefnd Eflingar að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá félagsfólki Eflingar sem starfar við ræstingar. Formaður Eflingar telur að ríkur verkfallsvilji sé í þeim hópi. 29. febrúar 2024 12:00 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Forystufólk Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar, öðru nafni breiðfylkingin, kom saman til fundar með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara klukkan níu í morgun. Góður gangur hefur verið í viðræðunum undanfarna daga. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks að óbreyttu hefjast klukkan 16:00 í dag. Vonandi miði samningaviðræðum áfram fyrir þann tíma.Stöð 2/Einar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að þrátt fyrir það hefjist atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir hjá ræstingarfólki innan Eflingar að óbreyttu klukkan fjögur í dag. Hún voni hins vegar að það muni sjást til lands í viðræðunum fyrir kvöldið. „Það eru ýmis mál sem á eftir að leysa. Sum hver mjög mikilvæg. Ef það gengur vel hjá okkur í dag þá vonandi og mögulega einhvern tíma í kvöld getum við verið komin yfir ána og upp á bakkann,“ segir Sólveig Anna. Fulltrúar breiðfylkingarinnar fengu í gær kynningu á því sem ríkisstjórnin er tilbúin til að gera til að liðka um fyrir hófsömum kjarasamningum til fjögurra ára með það að markmiði að minnka verðbólgu hratt og þar með lækka vexti. Sólveig Anna segir hins vegar mikilvægt að sveitarfélögin komi einnig að málum. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari er með mörg járn í eldinum þessa dagana. Tímamótasamningar gætu verið í burðarliðnum á bæði almenna- og opinbera vinnumarkaðnum.Stöð 2/Einar Þar hefur samkvæmt heimildum verið rætt um að hluti gjaldskrárhækkana verði dreginn til baka, bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað og skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Sólveig Anna segir samningaviðræðum hafa miðað vel eftir að snurða hljóp á þráðinn vegna deilna um forsenduúrræði samninga á föstudag í þar síðustu viku. „Ég tel að það hvað Efling gat unnið hratt varðandi að fáverkfallsboðun, og við vorum og erum tilbúin með verkfalls atkvæðagreiðslu, hafi sannarlega haft mikið að segja.“ Atkvæðagreiðslan stendur enn þá til eða hvað? „Hún á að hefjast í dag klukkan fjögur. Mögulega gerist eitthvað áður en klukkan slær fjögur,“ segir formaður Eflingar. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins vonast eftir árangursríkum viðræðum við leiðtoga sveitarfélaganna um aðkomu þeirra að kjarasamningum í dag.Stöð 2/Einar Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir að hægt verði að ganga frá nýjum samningum á næsta einum til tveimur sólarhringum að því gefnu að sveitarfélögin komi óskipt að málum. Stefnt væri að fundi með forystu þeirra í dag. „Þau verða að átta sig á sinni ábyrgð því það liggur alveg fyrir að ávinningur sveitarfélaga af þeirri leið sem við erum að fara hér er gríðarlegur. Hann er miklu, miklu meiri heldur en nokkurn tíma það atriði sem hér er undir. Margfalt meiri. Þannig að þetta er einhver pólitík sem þarna er og þarf bara að leysa úr,“ segir Vilhjálmur. Óánægja hjá sveitarfélögunum Samkvæmt heimildum fréttastofunnar stendur það helst í meirihlutanum í Kópavogi og á Akureyri undir forystu Sjálfstæðismanna og mörgum öðrum smærri sveitarfélögum að samþykkja fríar skólamáltíðir næstu fjögur árin. Sú aðgerð myndi helst gagnast millitekjufólki og yrði samkvæmt heimildum fréttastofu að mestu fjármögnuð af ríkinu. Innan þessara sveitarfélaga gætir nokkurrar óánægju með að hugmyndin um fríar skólamáltíðir hafi ekki borist þeim til eyra fyrr en nýlega. Margar aðrar aðgerðir sveitarfélaga gætu komið í stað þessarar lækkunar. Reynslan af loforðum stjórnvalda um að standa undir kostnaði við málaflokka hjá sveitarfélögunu væri ekki góð. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins minnir á að sveitarfélögin hafi lýst stuðningi sínum við markmið kjarasamninganna strax í upphafi viðræðna.Stöð 2/Einar Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er eins og forysta breiðfylkingarinnar bjartsýn á að hægt verði að ná samningum á næstu sólahringum. Búið væri að fara yfir stærstu málin þótt enn stæðu önnur mál út af sem þyrfti að ræða. Aðkoma sveitarfélaganna skipti miklu máli varðandi framhaldið. „Sveitarfélögin lýstu því yfir strax í upphafi viðræðna að það væri þeirra sýn að mikilvægt væri að styðja við markmið einmitt þessara samninga. Lýstu meðal annars yfir að þau væru tilbúin til að endurskoða sínar gjaldskrár. Þannig að ég treysti því að það samtal gangi vel,“ sagði Sigríður Margrét Oddsdóttir í morgun. Verslunarmenn sem hafa sagt sig úr breiðfylkingunni koma til fundar með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. Fréttin var uppfærð kl 13:43.
Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Efnahagsmál Kjaramál Grunnskólar Skóla - og menntamál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Segir undirskrift handan við hornið Formaður Starfsgreinasambandsins á von á því að skrifað verði undir kjarasamninga á næstu einum til tveimur sólarhringum. Viðsnúningur varð í viðræðum um helgina og nú er aðkoma sveitarfélaganna það eina sem stendur út af borðinu. 4. mars 2024 09:01 Telja hóflegar launahækkanir ekki duga einar og sér Viðræðunefnd VR og Landssambands íslenskra verzlunarmanna (LÍV) hafa formlega óskað eftir að ríkissáttasemjari hlutist til um viðræður við Samtök atvinnulífsins. Nefndin telur að í viðræðunum dugi hóflegar launahækkanir ekki einar og sér. 1. mars 2024 12:45 Ögurstund runnin upp og Vilhjálmur býr sig undir það versta Ögurstund er runnin upp í kjaraviðræðum Eflingar, Starfsgreinasambandsins og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins. Formaður SGS segist búa sig undir það versta en samninganefndir funda nú hjá ríkissáttasemjara í skugga verkfallsboðunar. 1. mars 2024 11:35 „Þess fullviss að verkfallsboðunin verður samþykkt“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist vera fullviss um að félagsmenn muni samþykkja verkfallsboðun. Boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu um verkföll starfsfólks sem starfa við ræstingu á mánudag. Fundað verður á eftir í Karphúsinu klukkan níu. 1. mars 2024 08:28 Ríkur verkfallsvilji hjá ræstingafólki sem greiðir atkvæði á mánudag Fulltrúar breiðfylkingarinnar svokölluðu og Samtaka atvinnulífsins hafa verið boðuð til fundar í fyrramálið en í gærkvöldi ákvað samninganefnd Eflingar að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá félagsfólki Eflingar sem starfar við ræstingar. Formaður Eflingar telur að ríkur verkfallsvilji sé í þeim hópi. 29. febrúar 2024 12:00 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Segir undirskrift handan við hornið Formaður Starfsgreinasambandsins á von á því að skrifað verði undir kjarasamninga á næstu einum til tveimur sólarhringum. Viðsnúningur varð í viðræðum um helgina og nú er aðkoma sveitarfélaganna það eina sem stendur út af borðinu. 4. mars 2024 09:01
Telja hóflegar launahækkanir ekki duga einar og sér Viðræðunefnd VR og Landssambands íslenskra verzlunarmanna (LÍV) hafa formlega óskað eftir að ríkissáttasemjari hlutist til um viðræður við Samtök atvinnulífsins. Nefndin telur að í viðræðunum dugi hóflegar launahækkanir ekki einar og sér. 1. mars 2024 12:45
Ögurstund runnin upp og Vilhjálmur býr sig undir það versta Ögurstund er runnin upp í kjaraviðræðum Eflingar, Starfsgreinasambandsins og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins. Formaður SGS segist búa sig undir það versta en samninganefndir funda nú hjá ríkissáttasemjara í skugga verkfallsboðunar. 1. mars 2024 11:35
„Þess fullviss að verkfallsboðunin verður samþykkt“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist vera fullviss um að félagsmenn muni samþykkja verkfallsboðun. Boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu um verkföll starfsfólks sem starfa við ræstingu á mánudag. Fundað verður á eftir í Karphúsinu klukkan níu. 1. mars 2024 08:28
Ríkur verkfallsvilji hjá ræstingafólki sem greiðir atkvæði á mánudag Fulltrúar breiðfylkingarinnar svokölluðu og Samtaka atvinnulífsins hafa verið boðuð til fundar í fyrramálið en í gærkvöldi ákvað samninganefnd Eflingar að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá félagsfólki Eflingar sem starfar við ræstingar. Formaður Eflingar telur að ríkur verkfallsvilji sé í þeim hópi. 29. febrúar 2024 12:00