Einstakt tækifæri fyrir samfélagið og vonar að skrifað verði undir í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 7. mars 2024 11:08 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók á móti fulltrúum breiðfylkingarinnar í Stjórnarráðinu í morgun til að fara yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Vísir/Arnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bindur vonir við að sveitarfélögin komi í sameiningu að aðgerðapakka til að greiða fyrir undirritun kjarasamninga. Hún bindur vonir við að gengið verði frá síðustu lausu endum samninganna í dag. Hilmar Harðarson formaður Samiðnar, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson formaður SGS gengu til fundar með forsætisráðherra í stjórnarráðinu í morgun til að ræða aðkomu stjórnvalda að kjarasamningunum. „Við vorum að fara yfir aðgerðir stjórnvalda til að greiða fyrir kjarasamningum. Þessi hópur er fyrstur í þeirri röð að gera samninga. Auðvitað höfum við átt í miklu samtali við aðila vinnumarkaðarins í aðdraganda þessara kjarasamninga. Þeir fundir hafa allir verið mjög jákvæðir og góðir. Þessi fundur var það líka. Það eru hins vegar einhverjir hnútar sem á eftir að hnýta og það verður unnið að því í dag,“ sagði Katrín að loknum fundinum. „Við erum að reyna að vinna að því ríki og sveitarfélög að þessi yfirlýsing verði sameiginleg. Auðvitað felast mjög miklir hagsmunir, bæði fyrir ríki og sveitarfélög, í því að hið opinbera sé samstillt og við séum með sambærilega kjarasamninga þvert á allan vinnumarkaðinn.“ Hún segir að það yrði í raun einstakt tækifæri fyrir samfélagið náist langtímakjarasamningar sem stuðla að verðstöðugleika og lækkun vaxta ef á sama tíma er ráðist í félagslegar aðgerðir til að efla velferð allra landsmanna. „Þetta er ótrúlega mikilvægur tímapunktur sem við erum á og ég vil segja það að mér finnst aðilar vinnumarkaðarins hafa nálgast þetta verkefni með mjög jákvæðum og lausnamiðuðum hætt og vona alveg innilega að það náist saman síðar í dag eins og mögulegt er.“ Vilhjálmur Birgisson sagði að loknum fundi með forsætisráðherra að aðgerðapakki stjórnvalda liti vel út og muni styðja vel við kjarasamningana. Undir þetta tóku félagar hans og bætti Sólveig Anna því við að hún hefði fulla trú á að sveitarfélögin komi að borðinu í dag. „Þegar það gerist erum við tilbúin til að setjast að borðinu og ganga frá tímamótasamningi. Ég tel að það verði skrifað undir í dag. Ég trúi ekki öðru,“ sagði Sólveig. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stéttarfélög Vinnumarkaður Atvinnurekendur Tengdar fréttir Sveitarfélögin ein komi í veg fyrir undirritun kjarasamninga í dag Vilhjálmur Birgisson formaður SGS segir undirritun kjarasamninga velta algjörlega á sveitarfélögunum. Allar deilur við Samtök atvinnulífsins hafi verið leystar en nú bíði stéttarfélögin eftir skýrum skilaboðum frá sveitarfélögunum. 7. mars 2024 10:37 Lokasprettur kjaraviðræðna með forsætisráðherra Forystufólk breiðfylkingarinnar, Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar mæta til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu klukkan 10 í morgun til að ræða stöðuna í kjaraviðræðum breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins. 7. mars 2024 09:53 Samningar breiðfylkingar nánast í höfn en verkfallsboðun hjá Icelandair Allt bendir til að skrifað verði undir nýja kjarasamninga breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á morgun en vel hefur gengið í viðræðum þeirra í dag. Ef af verður mun ríkisstjórin einnig kynna aðgerðarpakka sinn í tengslum við samningana. 6. mars 2024 17:28 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Hilmar Harðarson formaður Samiðnar, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson formaður SGS gengu til fundar með forsætisráðherra í stjórnarráðinu í morgun til að ræða aðkomu stjórnvalda að kjarasamningunum. „Við vorum að fara yfir aðgerðir stjórnvalda til að greiða fyrir kjarasamningum. Þessi hópur er fyrstur í þeirri röð að gera samninga. Auðvitað höfum við átt í miklu samtali við aðila vinnumarkaðarins í aðdraganda þessara kjarasamninga. Þeir fundir hafa allir verið mjög jákvæðir og góðir. Þessi fundur var það líka. Það eru hins vegar einhverjir hnútar sem á eftir að hnýta og það verður unnið að því í dag,“ sagði Katrín að loknum fundinum. „Við erum að reyna að vinna að því ríki og sveitarfélög að þessi yfirlýsing verði sameiginleg. Auðvitað felast mjög miklir hagsmunir, bæði fyrir ríki og sveitarfélög, í því að hið opinbera sé samstillt og við séum með sambærilega kjarasamninga þvert á allan vinnumarkaðinn.“ Hún segir að það yrði í raun einstakt tækifæri fyrir samfélagið náist langtímakjarasamningar sem stuðla að verðstöðugleika og lækkun vaxta ef á sama tíma er ráðist í félagslegar aðgerðir til að efla velferð allra landsmanna. „Þetta er ótrúlega mikilvægur tímapunktur sem við erum á og ég vil segja það að mér finnst aðilar vinnumarkaðarins hafa nálgast þetta verkefni með mjög jákvæðum og lausnamiðuðum hætt og vona alveg innilega að það náist saman síðar í dag eins og mögulegt er.“ Vilhjálmur Birgisson sagði að loknum fundi með forsætisráðherra að aðgerðapakki stjórnvalda liti vel út og muni styðja vel við kjarasamningana. Undir þetta tóku félagar hans og bætti Sólveig Anna því við að hún hefði fulla trú á að sveitarfélögin komi að borðinu í dag. „Þegar það gerist erum við tilbúin til að setjast að borðinu og ganga frá tímamótasamningi. Ég tel að það verði skrifað undir í dag. Ég trúi ekki öðru,“ sagði Sólveig.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stéttarfélög Vinnumarkaður Atvinnurekendur Tengdar fréttir Sveitarfélögin ein komi í veg fyrir undirritun kjarasamninga í dag Vilhjálmur Birgisson formaður SGS segir undirritun kjarasamninga velta algjörlega á sveitarfélögunum. Allar deilur við Samtök atvinnulífsins hafi verið leystar en nú bíði stéttarfélögin eftir skýrum skilaboðum frá sveitarfélögunum. 7. mars 2024 10:37 Lokasprettur kjaraviðræðna með forsætisráðherra Forystufólk breiðfylkingarinnar, Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar mæta til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu klukkan 10 í morgun til að ræða stöðuna í kjaraviðræðum breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins. 7. mars 2024 09:53 Samningar breiðfylkingar nánast í höfn en verkfallsboðun hjá Icelandair Allt bendir til að skrifað verði undir nýja kjarasamninga breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á morgun en vel hefur gengið í viðræðum þeirra í dag. Ef af verður mun ríkisstjórin einnig kynna aðgerðarpakka sinn í tengslum við samningana. 6. mars 2024 17:28 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Sveitarfélögin ein komi í veg fyrir undirritun kjarasamninga í dag Vilhjálmur Birgisson formaður SGS segir undirritun kjarasamninga velta algjörlega á sveitarfélögunum. Allar deilur við Samtök atvinnulífsins hafi verið leystar en nú bíði stéttarfélögin eftir skýrum skilaboðum frá sveitarfélögunum. 7. mars 2024 10:37
Lokasprettur kjaraviðræðna með forsætisráðherra Forystufólk breiðfylkingarinnar, Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar mæta til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu klukkan 10 í morgun til að ræða stöðuna í kjaraviðræðum breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins. 7. mars 2024 09:53
Samningar breiðfylkingar nánast í höfn en verkfallsboðun hjá Icelandair Allt bendir til að skrifað verði undir nýja kjarasamninga breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á morgun en vel hefur gengið í viðræðum þeirra í dag. Ef af verður mun ríkisstjórin einnig kynna aðgerðarpakka sinn í tengslum við samningana. 6. mars 2024 17:28