Engin svör Sigmar Guðmundsson skrifar 15. mars 2024 08:02 Manni sýnist að þrátt fyrir að skrifað hafi verið undir kjarasamninga, með aðkomu sveitarfélaga og 80 milljarða meðgjöf frá ríkisvaldinu, að þá standi þetta allt frekar tæpt. Atburðarásin er ekki sannfærandi, satt best að segja. Sem er miður því kjarasamningar til langs tíma eru nauðsynlegir. Það er ljóst eftir útspil Sjálfstæðisflokksins á sveitastjórnarstiginu að lítil sátt er um skólamáltíðir, sem þó er partur af samkomulaginu. Í þessu samhengi er líka nauðsynlegt að hafa í huga að ríkisstjórnin á frumkvæði að skólamáltíðunum og síðast þegar ég vissi átti Sjálfstæðisflokkurinn aðild að ríkisstjórnarsamstarfinu. En þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem Sjálfstæðismenn í sveitastjórnum klóra sér í kollinum yfir Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórninni. Það er líka mikið áhyggjuefni að ráðherrar geti ekki svarað því hvernig fjármagna á þessa 80 milljarða meðgjöf ríkisins, sem þó er algert grundvallaratriði í baráttunni gegn verðbólgu. Ef það er ekki gert með réttum hætti, þá munu þessir milljarðatugir vinna gegn því markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum. Höfum í huga að íslensk markmið í þeim efnum eru almennt mjög metnaðarlaus í evrópsku samhengi því vextir og verðbólga eru alltaf talsvert hærri hér en í nágrannalöndunum. Alltaf. En þessi skortur á mikilvægum svörum um sameiginlega sýn á þetta risavaxna verkefni er auðvitað vegna þess að stjórnarflokkarnir hafa ekki náð að semja um nauðsynlegt aðhald, frekar en fyrri daginn. Það er líka mjög sérstakt hvað samtök atvinnulífsins hafa litla skoðun á því hvernig þetta verður fjármagnað því hingað til hafa þau verið mjög hvöss í gagnrýni sinni á aðhaldsleysi í ríkisfjármálum. Skoðanaleysi SA nú byggir sjálfsagt á því að þetta örlæti ríkisstjórnarinnar á annara manna fé er ekkert annað en niðurgreiðsla á launakostnaði atvinnulífsins. En hvort verðbólgan lækki fer svo eftir útfærslunni. Nauðsynlegt aðhald í ríkisrekstrinum á móti þessari meðgjöf er algert grundvallaratriði fyrir fyrirtæki landsins og launþega. Ég er hóflega bjartsýnn fyrir þeirra hönd því hingað til hefur orðið „aðhald“ verið innantómt skrúðyrði í stjórnarsamstarfinu og að mestu notað til heimabrúks á fundum í Valhöll. Samandregið er því staðan þannig að VG tók ákvörðun um að fjármagna gamalt kosningaloforð sitt um skólamáltíðir á kostnað Sjálfstæðisflokksins. Og VG tók líka þá ákvörðun að greiða niður launakostnað fyrirtækja landsins með því að veita milljarðatugum í bótakerfin. Það var reyndar ekki á kostnað Sjálfstæðisflokksins heldur með velþóknun hans og algeru skoðanaleysi á útfærslunni. Enda mun þetta 80 milljarða faðmlag flokkanna sennilega verða úrlausnarefni næstu ríkisstjórnar að mestu. Samningarnir renna svo út eftir fjögur ár. Í millitíðinni verða bæði kosningar til Alþingis og sveitastjórna. Hvað verður um fríar skólamáltíðir og áframhaldandi fjármögnun bótakerfanna þegar samningstímanum lýkur? Ætlar einhver að svara því? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Stéttarfélög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sigmar Guðmundsson Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Manni sýnist að þrátt fyrir að skrifað hafi verið undir kjarasamninga, með aðkomu sveitarfélaga og 80 milljarða meðgjöf frá ríkisvaldinu, að þá standi þetta allt frekar tæpt. Atburðarásin er ekki sannfærandi, satt best að segja. Sem er miður því kjarasamningar til langs tíma eru nauðsynlegir. Það er ljóst eftir útspil Sjálfstæðisflokksins á sveitastjórnarstiginu að lítil sátt er um skólamáltíðir, sem þó er partur af samkomulaginu. Í þessu samhengi er líka nauðsynlegt að hafa í huga að ríkisstjórnin á frumkvæði að skólamáltíðunum og síðast þegar ég vissi átti Sjálfstæðisflokkurinn aðild að ríkisstjórnarsamstarfinu. En þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem Sjálfstæðismenn í sveitastjórnum klóra sér í kollinum yfir Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórninni. Það er líka mikið áhyggjuefni að ráðherrar geti ekki svarað því hvernig fjármagna á þessa 80 milljarða meðgjöf ríkisins, sem þó er algert grundvallaratriði í baráttunni gegn verðbólgu. Ef það er ekki gert með réttum hætti, þá munu þessir milljarðatugir vinna gegn því markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum. Höfum í huga að íslensk markmið í þeim efnum eru almennt mjög metnaðarlaus í evrópsku samhengi því vextir og verðbólga eru alltaf talsvert hærri hér en í nágrannalöndunum. Alltaf. En þessi skortur á mikilvægum svörum um sameiginlega sýn á þetta risavaxna verkefni er auðvitað vegna þess að stjórnarflokkarnir hafa ekki náð að semja um nauðsynlegt aðhald, frekar en fyrri daginn. Það er líka mjög sérstakt hvað samtök atvinnulífsins hafa litla skoðun á því hvernig þetta verður fjármagnað því hingað til hafa þau verið mjög hvöss í gagnrýni sinni á aðhaldsleysi í ríkisfjármálum. Skoðanaleysi SA nú byggir sjálfsagt á því að þetta örlæti ríkisstjórnarinnar á annara manna fé er ekkert annað en niðurgreiðsla á launakostnaði atvinnulífsins. En hvort verðbólgan lækki fer svo eftir útfærslunni. Nauðsynlegt aðhald í ríkisrekstrinum á móti þessari meðgjöf er algert grundvallaratriði fyrir fyrirtæki landsins og launþega. Ég er hóflega bjartsýnn fyrir þeirra hönd því hingað til hefur orðið „aðhald“ verið innantómt skrúðyrði í stjórnarsamstarfinu og að mestu notað til heimabrúks á fundum í Valhöll. Samandregið er því staðan þannig að VG tók ákvörðun um að fjármagna gamalt kosningaloforð sitt um skólamáltíðir á kostnað Sjálfstæðisflokksins. Og VG tók líka þá ákvörðun að greiða niður launakostnað fyrirtækja landsins með því að veita milljarðatugum í bótakerfin. Það var reyndar ekki á kostnað Sjálfstæðisflokksins heldur með velþóknun hans og algeru skoðanaleysi á útfærslunni. Enda mun þetta 80 milljarða faðmlag flokkanna sennilega verða úrlausnarefni næstu ríkisstjórnar að mestu. Samningarnir renna svo út eftir fjögur ár. Í millitíðinni verða bæði kosningar til Alþingis og sveitastjórna. Hvað verður um fríar skólamáltíðir og áframhaldandi fjármögnun bótakerfanna þegar samningstímanum lýkur? Ætlar einhver að svara því? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar