Af bókasafnsfræðingum, iðjuþjálfum og öðrum ríkisbubbum Tumi Kolbeinsson skrifar 22. mars 2024 08:01 Geislafræðingar, þroskaþjálfar, lögfræðingar, kennarar, hjúkrunarfræðingar, fornleifafræðingar, félagsráðgjafar og verkfræðingar eru allt dæmi um ólík starfsheiti háskólamenntaðra og er þá fátt eitt upp talið af þeim sérfræðingum sem samfélagið þarf á að halda. Háskólamenntað fólk er ekki einsleitur hópur á vinnumarkaði og vinnuaðstæður þeirra og launakjör eru ekki alltaf eftirsóknarverð. Stórir hópar búa við ömurleg starfskjör. Rétt er að halda því til haga að lítil samfélög á borð við Ísland þurfa hærra hlutfall háskólamenntaðra en stærri samfélög. Þetta er m.a. vegna þess að við þurfum að eiga sérfræðinga á sömu sviðum og aðrar þjóðir enda fáir sem myndu samþykkja að við sleppum því að mennta talmeinafræðinga, iðjuþjálfa, verkfræðinga eða einhverjar aðrar stéttir af því að við erum svo fá. Í margar þessar greinar sárvantar fólk því of fáir sjá sér hag í að leggja í langskólanám til þess að nema þær. Háskólanám tekur langan tíma og flestir safna miklum skuldum á námstímanum og fara á meðan á mis við að safna lífeyri. Þessi ár tekur langan tíma að vinna upp. Margir háskólanemar þekkja matseðla sem einkennast af núðlusúpum úr pakka, ristuðu brauði og ódýrasta örbylgjufæði svo árum skiptir. Aðrir hafa lent í að námslán hafa stökkbreyst og margir hafa verið á miklum hrakhólum með húsnæði á meðan námi stendur en ekki síður eftir að því lýkur. Eftir margra ára háskólanám þar sem lifað er á sumarkaupi og námslánum stendur fólki frammi fyrir því að neyðast á leigumarkað þar sem nær ógerlegt er að safna fyrir útborgun vegna fasteignakaupa og lendir þar í vítahring. Samkvæmt Hagfræðistofnun hefur kaupmáttur launafólks með meistaragráðu staðið í stað frá aldamótum og samkvæmt gögnum frá OECD er fjárhagslegur ávinningur þess að fara í háskólanám langlægstur hjá Íslendingum af öllum OECD löndum. Samkvæmt nýrri lífskjarakönnun BHM eiga 42% þeirra sem greiða af námslánum í erfiðleikum með að ná endum saman. Hvatinn til þess að fara í háskólanám er því minni en skyldi enda er hlutfall háskólamenntaðra vel undir meðaltali OECD ríkja og enn lægra ef Ísland er eingöngu borið saman við Norðurlöndin. Þá sýnir þróunin frá 2015 að Ísland er eitt af fjórum löndum þar sem hlutfall karla með háskólamenntun lækkar en þetta hlutfall hefur hækkað hjá flestum öðrum þjóðum innan OECD. Það er mikilvægt að hafa þessar staðreyndir á hreinu áður en farið er fram með yfirlýsingar sem grafa undan kjarabaráttu þeirra stéttarfélaga sem eftir eiga að semja. Það gera margir þessa dagana. Sérstaklega raunalegt er að sjá slíkt hjá forystufólki þeirra stéttarfélaga sem þegar hafa samið. Í þættinum Synir Egils á Samstöðinni sl. sunnudag var formaður Eflingar í viðtali að ræða kjaramál og kunngjörði allramildilegast að línan hefði verið lögð -„Vilja þau frekar tæta í sundur þá sátt sem nú er verið að reyna að skapa til þess að geta fengið hærri prósentuhækkanir?“ - og var á henni að heyra að það væri sérstaklega óforskammað hjá BHM að láta sér detta í hug að stunda eitthvað sem kalla mætti kjarabaráttu fyrir sitt fólk. Sú hraðskreiða þróun sem hefur verið hér á landi í þá átt að skapa stórar atvinnugreinar fyrir ófaglærða sem eru mannaflsfrekar og greiða lág laun þar sem flestir eiga að miða sig við lægsta samnefnarann er mjög varasöm. Höfundur er í stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Háskólar Stjórnsýsla Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Sjá meira
Geislafræðingar, þroskaþjálfar, lögfræðingar, kennarar, hjúkrunarfræðingar, fornleifafræðingar, félagsráðgjafar og verkfræðingar eru allt dæmi um ólík starfsheiti háskólamenntaðra og er þá fátt eitt upp talið af þeim sérfræðingum sem samfélagið þarf á að halda. Háskólamenntað fólk er ekki einsleitur hópur á vinnumarkaði og vinnuaðstæður þeirra og launakjör eru ekki alltaf eftirsóknarverð. Stórir hópar búa við ömurleg starfskjör. Rétt er að halda því til haga að lítil samfélög á borð við Ísland þurfa hærra hlutfall háskólamenntaðra en stærri samfélög. Þetta er m.a. vegna þess að við þurfum að eiga sérfræðinga á sömu sviðum og aðrar þjóðir enda fáir sem myndu samþykkja að við sleppum því að mennta talmeinafræðinga, iðjuþjálfa, verkfræðinga eða einhverjar aðrar stéttir af því að við erum svo fá. Í margar þessar greinar sárvantar fólk því of fáir sjá sér hag í að leggja í langskólanám til þess að nema þær. Háskólanám tekur langan tíma og flestir safna miklum skuldum á námstímanum og fara á meðan á mis við að safna lífeyri. Þessi ár tekur langan tíma að vinna upp. Margir háskólanemar þekkja matseðla sem einkennast af núðlusúpum úr pakka, ristuðu brauði og ódýrasta örbylgjufæði svo árum skiptir. Aðrir hafa lent í að námslán hafa stökkbreyst og margir hafa verið á miklum hrakhólum með húsnæði á meðan námi stendur en ekki síður eftir að því lýkur. Eftir margra ára háskólanám þar sem lifað er á sumarkaupi og námslánum stendur fólki frammi fyrir því að neyðast á leigumarkað þar sem nær ógerlegt er að safna fyrir útborgun vegna fasteignakaupa og lendir þar í vítahring. Samkvæmt Hagfræðistofnun hefur kaupmáttur launafólks með meistaragráðu staðið í stað frá aldamótum og samkvæmt gögnum frá OECD er fjárhagslegur ávinningur þess að fara í háskólanám langlægstur hjá Íslendingum af öllum OECD löndum. Samkvæmt nýrri lífskjarakönnun BHM eiga 42% þeirra sem greiða af námslánum í erfiðleikum með að ná endum saman. Hvatinn til þess að fara í háskólanám er því minni en skyldi enda er hlutfall háskólamenntaðra vel undir meðaltali OECD ríkja og enn lægra ef Ísland er eingöngu borið saman við Norðurlöndin. Þá sýnir þróunin frá 2015 að Ísland er eitt af fjórum löndum þar sem hlutfall karla með háskólamenntun lækkar en þetta hlutfall hefur hækkað hjá flestum öðrum þjóðum innan OECD. Það er mikilvægt að hafa þessar staðreyndir á hreinu áður en farið er fram með yfirlýsingar sem grafa undan kjarabaráttu þeirra stéttarfélaga sem eftir eiga að semja. Það gera margir þessa dagana. Sérstaklega raunalegt er að sjá slíkt hjá forystufólki þeirra stéttarfélaga sem þegar hafa samið. Í þættinum Synir Egils á Samstöðinni sl. sunnudag var formaður Eflingar í viðtali að ræða kjaramál og kunngjörði allramildilegast að línan hefði verið lögð -„Vilja þau frekar tæta í sundur þá sátt sem nú er verið að reyna að skapa til þess að geta fengið hærri prósentuhækkanir?“ - og var á henni að heyra að það væri sérstaklega óforskammað hjá BHM að láta sér detta í hug að stunda eitthvað sem kalla mætti kjarabaráttu fyrir sitt fólk. Sú hraðskreiða þróun sem hefur verið hér á landi í þá átt að skapa stórar atvinnugreinar fyrir ófaglærða sem eru mannaflsfrekar og greiða lág laun þar sem flestir eiga að miða sig við lægsta samnefnarann er mjög varasöm. Höfundur er í stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun