Um tímabær áform ráðherra og ótímabært frumhlaup Viðskiptaráðs Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar 26. mars 2024 15:00 Menningar- og viðskiptaráðherra birti nýverið drög að frumvarpi um breytingar á lögum um listamannalaun í samráðsgátt stjórnarráðsins. Drögin fela í sér fyrstu efnislegu endurskoðunina á listamannalaunakerfinu frá setningu núgildandi laga árið 2009. Að mati Bandalags íslenskra listamanna, BÍL, er löngu tímabært að ráðast í slíkar breytingar sem fela í sér rökréttar og eðlilegar endurbætur á listamannalaunum. Það er enda eðlilegt að kerfið endurspegli á hverjum tíma íslenska samfélagsgerð því með þeim hætti stuðla lögin að því markmiði sem listamannalaunum er ætlað: Að efla listsköpun í landinu. Líkt og fram kemur í frumvarpinu eru þær breytingar sem lagðar eru til í samræmi við stefnu stjórnvalda. Sú stefna birtist í sáttmála stjórnarflokkanna um ríkisstjórnarsamstarf, þ.e. að vinna að því að styrkja faglega starfslauna- og verkefnasjóði listamanna. Í því felst sérstök áhersla á að starfslaunin tryggi betur afkomu þeirra sem starfa við listir og skapandi greinar. BÍL ítrekar því stuðning sinn við þær breytingar sem lagðar eru til í drögunum. Þær eru mikilvægar til að auka veg listsköpunar í landinu, bæta hag þeirra sem leggja listina fyrir sig og góð fjárfesting fyrir þjóðina. Tillögur mennta- og viðskiptaráðherra að breytingum á lögum um listamannalaun munu ótvírætt og eindregið efla listsköpun í landinu og verða því vonandi að lögum eins fljótt og auðið er. Hroðvirknisleg vinnubrögð Viðskiptaráðs Í samráðsgátt stjórnarráðsins vegna framangreinds frumvarps er reyndar að finna eina umsögn sem stingur í stúf við þau vönduðu vinnubrögð sem einkenna frumvarp ráðherra. Það er umsögn Viðskiptaráðs. Ekki verður hjá því komist að benda á nokkur atriði vegna hennar. Í fyrsta lagi skal þess getið að í upphaflegri umsögn Viðskiptaráðs kom fram að útgjöld til menningarmála á Íslandi yrðu aukin um 70% ef áform ráðherra næðu fram að ganga. Þá fullyrðingu varð Viðskiptaráð að draga til baka og leiðrétta, enda er hún kolröng. Ef til vill verða slíkar leiðréttingar fleiri, ef önnur atriði í umsögn Viðskiptaráðs hafa verið jafn hroðvirknislega unnin. Hitt stendur eftir að Viðskiptaráð virðist ekki hafa treyst sér til að leiðrétta upphaflegu töluna sem sett var fram. Þá væri ágætt ef ráðið myndi taka fram hvort það sé að miða við hækkun í hlutfalli við menningarmál ein og sér samkvæmt vef Eurostat, eða menningarmál, afþreyingu og trúmál, samkvæmt sama vef. Af einhverjum ástæðum sér Viðskiptaráð nefnilega ekkert áhugavert við að notast við síðarnefnda viðmiðið í umsögn sinni, þótt flest öllum öðrum á Íslandi þyki það skakkt viðmið. Margir hafa bent á að tónninn í umsögn Viðskiptaráðs er á þá lund að ráðinu finnst hvorki mikilvægt að auka veg listsköpunar á Íslandi né bæta hag þeirra sem leggja listgreinar fyrir sig. Af þeim sökum er rétt að spyrja: Er þessi umsögn unnin með vitund og vilja stjórnar Viðskiptaráðs? Er það vilji stjórnarmanna Viðskiptaráðs að ráðast að grunni menningarstarfsemi hér á landi, afkomu listamanna? Menningarstarf hér á landi er aðdráttarafl þvert á listgreinar. Ferðamenn og erlendir sérfræðingar sem hingað koma sækja í listir. Menningin er andlit okkar út á við. Það er hróður hennar sem er borinn fram erlendis, hvort sem er á vegum Íslandsstofu, sendiráða landsins eða flugfélagsins sem á fulltrúa í framkvæmdastjórn Viðskiptaráðs. Að þessu hefði betur mátt huga áður en umsögn Viðskiptaráðs var send í samráðsgátt. Þvert á móti bendir hún til þess að Viðskiptaráð ætli sér að tala niður mikilvægi lista, þvert gegn hagsmunum stórra fyrirtækja á Íslandi, listamanna og þjóðarinnar allrar. Ég vil skora á stjórn Viðskiptaráðs að upplýsa hvort umrædd umsögn sé unnin með vitund og vilja stjórnarinnar og endurspegli þau gildi sem fyrirtækin sem stjórnarfólk stýrir hafa að leiðarljósi. Það er forvitnilegt fyrir okkur sem störfum við listir að vita hvað þeim fyrirtækjum sem skipa stjórn Viðskiptaráðs finnst um afkomu listamanna og afrakstur vinnu þeirra sem er menningarstarf hér á landi. Að lokum vil ég láta þess getið að menningin er ein mikilvægasta eign Íslands. Hún er lifandi brunnur gilda og sjálfsmyndar þjóðfélags og því að tilheyra arfleifð. Menning stuðlar að vellíðan, félagslegri samheldni og inngildingu. Menningargeirinn og skapandi greinar geta einnig örvað hagvöxt, skapað atvinnu og stuðlað að alþjóðlegum viðskiptum. Þetta eru reyndar ekki mín orð. Þetta er staðfærsla á þeirri afstöðu sem Eurostat virðist bera til menningar; umfjöllun á síðu tölfræðivefsins um hagtölur menningar. Þess væri óskandi að Viðskiptaráð hefði lagt jafn mikla vinnu í að lesa sér til um hvað þar kemur fram um menningu, og tileinkað sér sams konar viðhorf til hennar, áður en það lagði á sig þá fyrirhöfn að tína til tölur af vefnum til að níða skóinn af frumvarpi ráðherra. Umsögnin hefði þá síður orðið Viðskiptaráði til skammar. Höfundur er forseti Bandalags íslenskra listamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Menningar- og viðskiptaráðherra birti nýverið drög að frumvarpi um breytingar á lögum um listamannalaun í samráðsgátt stjórnarráðsins. Drögin fela í sér fyrstu efnislegu endurskoðunina á listamannalaunakerfinu frá setningu núgildandi laga árið 2009. Að mati Bandalags íslenskra listamanna, BÍL, er löngu tímabært að ráðast í slíkar breytingar sem fela í sér rökréttar og eðlilegar endurbætur á listamannalaunum. Það er enda eðlilegt að kerfið endurspegli á hverjum tíma íslenska samfélagsgerð því með þeim hætti stuðla lögin að því markmiði sem listamannalaunum er ætlað: Að efla listsköpun í landinu. Líkt og fram kemur í frumvarpinu eru þær breytingar sem lagðar eru til í samræmi við stefnu stjórnvalda. Sú stefna birtist í sáttmála stjórnarflokkanna um ríkisstjórnarsamstarf, þ.e. að vinna að því að styrkja faglega starfslauna- og verkefnasjóði listamanna. Í því felst sérstök áhersla á að starfslaunin tryggi betur afkomu þeirra sem starfa við listir og skapandi greinar. BÍL ítrekar því stuðning sinn við þær breytingar sem lagðar eru til í drögunum. Þær eru mikilvægar til að auka veg listsköpunar í landinu, bæta hag þeirra sem leggja listina fyrir sig og góð fjárfesting fyrir þjóðina. Tillögur mennta- og viðskiptaráðherra að breytingum á lögum um listamannalaun munu ótvírætt og eindregið efla listsköpun í landinu og verða því vonandi að lögum eins fljótt og auðið er. Hroðvirknisleg vinnubrögð Viðskiptaráðs Í samráðsgátt stjórnarráðsins vegna framangreinds frumvarps er reyndar að finna eina umsögn sem stingur í stúf við þau vönduðu vinnubrögð sem einkenna frumvarp ráðherra. Það er umsögn Viðskiptaráðs. Ekki verður hjá því komist að benda á nokkur atriði vegna hennar. Í fyrsta lagi skal þess getið að í upphaflegri umsögn Viðskiptaráðs kom fram að útgjöld til menningarmála á Íslandi yrðu aukin um 70% ef áform ráðherra næðu fram að ganga. Þá fullyrðingu varð Viðskiptaráð að draga til baka og leiðrétta, enda er hún kolröng. Ef til vill verða slíkar leiðréttingar fleiri, ef önnur atriði í umsögn Viðskiptaráðs hafa verið jafn hroðvirknislega unnin. Hitt stendur eftir að Viðskiptaráð virðist ekki hafa treyst sér til að leiðrétta upphaflegu töluna sem sett var fram. Þá væri ágætt ef ráðið myndi taka fram hvort það sé að miða við hækkun í hlutfalli við menningarmál ein og sér samkvæmt vef Eurostat, eða menningarmál, afþreyingu og trúmál, samkvæmt sama vef. Af einhverjum ástæðum sér Viðskiptaráð nefnilega ekkert áhugavert við að notast við síðarnefnda viðmiðið í umsögn sinni, þótt flest öllum öðrum á Íslandi þyki það skakkt viðmið. Margir hafa bent á að tónninn í umsögn Viðskiptaráðs er á þá lund að ráðinu finnst hvorki mikilvægt að auka veg listsköpunar á Íslandi né bæta hag þeirra sem leggja listgreinar fyrir sig. Af þeim sökum er rétt að spyrja: Er þessi umsögn unnin með vitund og vilja stjórnar Viðskiptaráðs? Er það vilji stjórnarmanna Viðskiptaráðs að ráðast að grunni menningarstarfsemi hér á landi, afkomu listamanna? Menningarstarf hér á landi er aðdráttarafl þvert á listgreinar. Ferðamenn og erlendir sérfræðingar sem hingað koma sækja í listir. Menningin er andlit okkar út á við. Það er hróður hennar sem er borinn fram erlendis, hvort sem er á vegum Íslandsstofu, sendiráða landsins eða flugfélagsins sem á fulltrúa í framkvæmdastjórn Viðskiptaráðs. Að þessu hefði betur mátt huga áður en umsögn Viðskiptaráðs var send í samráðsgátt. Þvert á móti bendir hún til þess að Viðskiptaráð ætli sér að tala niður mikilvægi lista, þvert gegn hagsmunum stórra fyrirtækja á Íslandi, listamanna og þjóðarinnar allrar. Ég vil skora á stjórn Viðskiptaráðs að upplýsa hvort umrædd umsögn sé unnin með vitund og vilja stjórnarinnar og endurspegli þau gildi sem fyrirtækin sem stjórnarfólk stýrir hafa að leiðarljósi. Það er forvitnilegt fyrir okkur sem störfum við listir að vita hvað þeim fyrirtækjum sem skipa stjórn Viðskiptaráðs finnst um afkomu listamanna og afrakstur vinnu þeirra sem er menningarstarf hér á landi. Að lokum vil ég láta þess getið að menningin er ein mikilvægasta eign Íslands. Hún er lifandi brunnur gilda og sjálfsmyndar þjóðfélags og því að tilheyra arfleifð. Menning stuðlar að vellíðan, félagslegri samheldni og inngildingu. Menningargeirinn og skapandi greinar geta einnig örvað hagvöxt, skapað atvinnu og stuðlað að alþjóðlegum viðskiptum. Þetta eru reyndar ekki mín orð. Þetta er staðfærsla á þeirri afstöðu sem Eurostat virðist bera til menningar; umfjöllun á síðu tölfræðivefsins um hagtölur menningar. Þess væri óskandi að Viðskiptaráð hefði lagt jafn mikla vinnu í að lesa sér til um hvað þar kemur fram um menningu, og tileinkað sér sams konar viðhorf til hennar, áður en það lagði á sig þá fyrirhöfn að tína til tölur af vefnum til að níða skóinn af frumvarpi ráðherra. Umsögnin hefði þá síður orðið Viðskiptaráði til skammar. Höfundur er forseti Bandalags íslenskra listamanna.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun