Dómararnir virtust efast um réttmæti málsins gegn FDA Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2024 08:09 Læknarnir sem standa að málsókninni mættu í sloppunum í dómsal. Getty/Anna Rose Layden Dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna virðast hafa verulegar efasemdir um málflutning samtaka sem vilja að dómstóllinn felli úr gildi ákvarðanir Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna um að heimila notkun mifepristone. Mifepristone er notað til að framkalla þungunarrof en Alliance for Hippocratic Medicine, sem vilja banna þungunarrof, segja lyfið ekki öruggt og að notkun þess gæti valdið læknum skaða. Þess ber að geta að FDA hefur fylgst náið með notkun mifepristone og fjöldi rannsókna sýnt fram á að lyfið sé öruggt. Málflutningur fór fram fyrir Hæstarétti í gær, þar sem ríkissaksóknarinn Elizabeth Prelogar sagði læknana sem nefndir eru í lögsókninni ekki geta sýnt fram á að ákvörðun FDA um að heimila notkun mifepristone til að framkalla þungunarrof hefði komið niður á þeim. Ákvörðun þeim í hag yrði afar skaðleg fyrir alla lyfjaþróun og leyfisveitingar í Bandaríkjunum yfir höfuð og valda konum alvarlegum skaða. Stuðningsmenn og andstæðingar þungunarrofs fjölmenntu fyrir framan Hæstarétt.Getty/Anna Rose Layden Dómararnir virtust sammála málflutningi ríkisins og Amy Coney Barrett, sem skipuð var af Donald Trump, spurði meðal annars að því hvort læknarnir hefðu verið neyddir til að framkvæma þungunarrof gegn vilja sínum. Dómararnir spurðu einnig að því hvort það væri ekki ójafnvægi á milli meints skaða nokkurra lækna og krafa þeirra, sem myndu hafa áhrif á milljónir manna sem hugsanlega hefðu gagn af notkun mifepristone. Neil Gorsuch, sem einnig var skipaður í embætti af Donald Trump, spurði að því hvort að niðurstaða læknunum í hag opnaði ekki á að fámennur hópur umbreytti „lítilli lögsókn“ í stórmál gegn ákvörðunum FDA eða hvers konar aðgerðum yfirvalda. Þá spurðu Elena Kagan og Ketanji Brown Jackson að því hvort læknarnir væru ekki nú þegar í vari, þar sem þeir hefðu rétt til þess að neita konum um þungunarrofsþjónustu á þeim grundvelli að það stríddi gegn siðferði þeirra eða trú. Um það bil 63 prósent alls þungunarrofs í Bandaríkjunum árið 2023 var framkvæmt með notkun lyfja. Talið er að um fimm milljónir kvenna í Bandaríkjunum hafi notað mifepristone til að binda enda á meðgögnu. Hér má finna umfjöllun BBC um málið. Bandaríkin Þungunarrof Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira
Mifepristone er notað til að framkalla þungunarrof en Alliance for Hippocratic Medicine, sem vilja banna þungunarrof, segja lyfið ekki öruggt og að notkun þess gæti valdið læknum skaða. Þess ber að geta að FDA hefur fylgst náið með notkun mifepristone og fjöldi rannsókna sýnt fram á að lyfið sé öruggt. Málflutningur fór fram fyrir Hæstarétti í gær, þar sem ríkissaksóknarinn Elizabeth Prelogar sagði læknana sem nefndir eru í lögsókninni ekki geta sýnt fram á að ákvörðun FDA um að heimila notkun mifepristone til að framkalla þungunarrof hefði komið niður á þeim. Ákvörðun þeim í hag yrði afar skaðleg fyrir alla lyfjaþróun og leyfisveitingar í Bandaríkjunum yfir höfuð og valda konum alvarlegum skaða. Stuðningsmenn og andstæðingar þungunarrofs fjölmenntu fyrir framan Hæstarétt.Getty/Anna Rose Layden Dómararnir virtust sammála málflutningi ríkisins og Amy Coney Barrett, sem skipuð var af Donald Trump, spurði meðal annars að því hvort læknarnir hefðu verið neyddir til að framkvæma þungunarrof gegn vilja sínum. Dómararnir spurðu einnig að því hvort það væri ekki ójafnvægi á milli meints skaða nokkurra lækna og krafa þeirra, sem myndu hafa áhrif á milljónir manna sem hugsanlega hefðu gagn af notkun mifepristone. Neil Gorsuch, sem einnig var skipaður í embætti af Donald Trump, spurði að því hvort að niðurstaða læknunum í hag opnaði ekki á að fámennur hópur umbreytti „lítilli lögsókn“ í stórmál gegn ákvörðunum FDA eða hvers konar aðgerðum yfirvalda. Þá spurðu Elena Kagan og Ketanji Brown Jackson að því hvort læknarnir væru ekki nú þegar í vari, þar sem þeir hefðu rétt til þess að neita konum um þungunarrofsþjónustu á þeim grundvelli að það stríddi gegn siðferði þeirra eða trú. Um það bil 63 prósent alls þungunarrofs í Bandaríkjunum árið 2023 var framkvæmt með notkun lyfja. Talið er að um fimm milljónir kvenna í Bandaríkjunum hafi notað mifepristone til að binda enda á meðgögnu. Hér má finna umfjöllun BBC um málið.
Bandaríkin Þungunarrof Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira