Sauðkindin - listir og Mogginn Birgir Dýrförð skrifar 4. apríl 2024 12:31 Vera kann þegar sauðkindin þreyir þorrann njóti hún minninga um gróna haga, sól í heiði og svala vindsins. Um það veit ég ekkert, en hitt veit ég, að aldrei getur hún deilt þeim tilfinningum til annarra. Beethoven gat ekki látið okkur skynja hvernig tónarnir ómuðu í huga hans. Hann gat þó efnisbundið þá með bleki á blað og skapað listaverk, sem í aldir hafa nært mannsálina og aukið þroska hennar og sköpunarmátt. Listaverk hvort sem eru skrifuð orð eða nótur á blað, litir á fleti eða form í stein, eru árangur af viðleitni einstaklings að efnisbinda hugsun og tilfinningu. Það heitir sköpun. Það sem mest skilur milli sauðkindarinnar og mannkindarinnar er hæfileikinn að skapa. Sköpunargáfan er uppspretta allrar menningar og tækniafreka mannkyns. Strax í bernsku sést að það er í eðli manna að skapa. Snjókallinn með gulrótarnefið. Blómum skrýddar drullukökur og myndir og textar á blaði, og endalausar breytingar á uppröðun húsgagna og skrautmuna. Allt eru það afleiðingar þess að efnisbinda hugsanir. Þannig er listaverk, Það veldur skynjun sem vekur upplifun, sem við köllum list. Dæmi: Hópur fólks horfir á listaverk og sumir segja; hvaða hryllingur er þetta? Aðrir segja; mikið er þetta yndislega fallegt. Þetta segir okkur að list er upplifun þeirra sem skynja, ekki síður en þeirra sem skapa. Uppeldisfræðingar fullyrða að besta aðferðin til að þjálfa og þroska sköpunargáfuna, sem skilur milli manns og skepnu, sé listaiðkun og listaneysla. Líklega er sköpunargáfan dýrmætasti eiginleiki Íslensku þjóðarinnar. Hámenntaðir hagfræðingar hafa sannað, að víðfræg listaiðkun á Íslandi gefur af sér verðmæti sem mælast í ævintýralegum stærðum, á annað hundruð milljarða. Það jafngildir að selja eitt stykki Íslandsbanka á hverju ári – takk fyrir. Ríkssjóði gagnast vel margt sem smærra er. Listafólk á Íslandi er því sjálfbær og gróðavænleg auðlind, sem gáfulegt er að rækta. Þá er ótalið það sem aldrei verður metið til fjár. Áhrifin af upplifun listarinnar. Þau áhrif eru viðvarandi allsherjar heilun. Þau örva sköpunargáfu og andlega getu íslendinga. Vel meinandi ráðherra Lilja Alfreðsdóttir hefur í mörgu reynst góður ráðherra. Hún hefur beitt sér fyrir ýmsum tímabærum og farsælum framfaramálum. Mörg verk hennar minna okkur á, að samvinnustefnan og jafnaðarstefnan eru sitt hvor greinin á einum og sama stofni félagshyggjunnar. Nú hefur Lilja kynnt áform sín um aukin listamannalaun. Það er góð fjárfesting. Sumt fólk er þó svo smátt, að það sér ekki út yfir röndina á tíkallinum sem því er snúið á. Það er samgróið þeirri skaðlegu trú, að aldrei verði bókvitið í askana látið. Nú hefur það fundið sálufélaga innan Sjálfstæðisflokksins. Þar safnast það í klíkur og hefur áhrif. Í þessu máli ber að benda á skýr skil milli Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins. Mogginn hefur alla sína tíð fjallað mikið um listir og verið þar dýrmæt fyrirmynd. Höfundur er rafvirkjameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Vera kann þegar sauðkindin þreyir þorrann njóti hún minninga um gróna haga, sól í heiði og svala vindsins. Um það veit ég ekkert, en hitt veit ég, að aldrei getur hún deilt þeim tilfinningum til annarra. Beethoven gat ekki látið okkur skynja hvernig tónarnir ómuðu í huga hans. Hann gat þó efnisbundið þá með bleki á blað og skapað listaverk, sem í aldir hafa nært mannsálina og aukið þroska hennar og sköpunarmátt. Listaverk hvort sem eru skrifuð orð eða nótur á blað, litir á fleti eða form í stein, eru árangur af viðleitni einstaklings að efnisbinda hugsun og tilfinningu. Það heitir sköpun. Það sem mest skilur milli sauðkindarinnar og mannkindarinnar er hæfileikinn að skapa. Sköpunargáfan er uppspretta allrar menningar og tækniafreka mannkyns. Strax í bernsku sést að það er í eðli manna að skapa. Snjókallinn með gulrótarnefið. Blómum skrýddar drullukökur og myndir og textar á blaði, og endalausar breytingar á uppröðun húsgagna og skrautmuna. Allt eru það afleiðingar þess að efnisbinda hugsanir. Þannig er listaverk, Það veldur skynjun sem vekur upplifun, sem við köllum list. Dæmi: Hópur fólks horfir á listaverk og sumir segja; hvaða hryllingur er þetta? Aðrir segja; mikið er þetta yndislega fallegt. Þetta segir okkur að list er upplifun þeirra sem skynja, ekki síður en þeirra sem skapa. Uppeldisfræðingar fullyrða að besta aðferðin til að þjálfa og þroska sköpunargáfuna, sem skilur milli manns og skepnu, sé listaiðkun og listaneysla. Líklega er sköpunargáfan dýrmætasti eiginleiki Íslensku þjóðarinnar. Hámenntaðir hagfræðingar hafa sannað, að víðfræg listaiðkun á Íslandi gefur af sér verðmæti sem mælast í ævintýralegum stærðum, á annað hundruð milljarða. Það jafngildir að selja eitt stykki Íslandsbanka á hverju ári – takk fyrir. Ríkssjóði gagnast vel margt sem smærra er. Listafólk á Íslandi er því sjálfbær og gróðavænleg auðlind, sem gáfulegt er að rækta. Þá er ótalið það sem aldrei verður metið til fjár. Áhrifin af upplifun listarinnar. Þau áhrif eru viðvarandi allsherjar heilun. Þau örva sköpunargáfu og andlega getu íslendinga. Vel meinandi ráðherra Lilja Alfreðsdóttir hefur í mörgu reynst góður ráðherra. Hún hefur beitt sér fyrir ýmsum tímabærum og farsælum framfaramálum. Mörg verk hennar minna okkur á, að samvinnustefnan og jafnaðarstefnan eru sitt hvor greinin á einum og sama stofni félagshyggjunnar. Nú hefur Lilja kynnt áform sín um aukin listamannalaun. Það er góð fjárfesting. Sumt fólk er þó svo smátt, að það sér ekki út yfir röndina á tíkallinum sem því er snúið á. Það er samgróið þeirri skaðlegu trú, að aldrei verði bókvitið í askana látið. Nú hefur það fundið sálufélaga innan Sjálfstæðisflokksins. Þar safnast það í klíkur og hefur áhrif. Í þessu máli ber að benda á skýr skil milli Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins. Mogginn hefur alla sína tíð fjallað mikið um listir og verið þar dýrmæt fyrirmynd. Höfundur er rafvirkjameistari.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun