Segja Kínverja munu nota gervigreind til að beita sér í kosningum í öðrum ríkjum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. apríl 2024 08:22 Microsoft segir Kínverja munu freista þess að hafa afskipti af ýmsum kosningum á þessu ári. Getty/Anadolu/Selcuk Acar Stjórnvöld í Kína munu freista þess að hafa afskipti af kosningum í Bandaríkjunum, Suður-Kóreu og Indlandi á þessu ári, með aðstoð gervigreindar. Þetta segir í nýrri skýrslu netöryggisteymis Microsoft. Þar kemur fram að tilraunir í þessa átt hafi þegar verið gerðar, þegar gengið var til forsetakosninga í Taívan í janúar síðastliðnum, og að stjórnvöld í Norður-Kóreu muni einnig koma að málum. Microsoft segir Kína munu „hið minnsta“ framleiða og dreifa gervigreindarunnu efni sem muni styrkja hagmuni þeirra í umræddum kosningum. Fyrirtækið segir aðgerðirnar munu hafa aðeins lítilsháttar áhrif. Enn sem komið er hafi efni sem búið er til með gervigreind eða átt er við með gervigreind lítil áhrif á kjósendur en það gæti hins vegar breyst eftir því sem tækninni fleygir fram og Kínverjar verða betri í því að breyta myndskeiðum og hljóðupptökum. Samkvæmt umfjöllun Guardian beitti hópur, sem kallar sig ýmist Storm 1376, Spamouflage eða Dragonbridge og nýtur stuðnings stjórnvalda í Kína, sér í forsetakosningunum í Taívan. Birti hann meðal annars falsaða hljóðupptöku af frambjóðandanum Terry Gou á YouTube. Þá birti hópurinn einnig fjölda „míma“ þar sem hann gerði því skóna að William Lai, sem sigraði á endanum, hefði dregið sér fé úr sjóðum ríkisins og myndskeiðum þar sem gervigreindarskapaðir fréttaþulir lásu miður fallegar fréttir um einkalíf Lai. Microsoft segir fréttaþulina hafa verið búna til með CapCut-tólinu, sem var þróað af kínverska fyrirtækinu ByteDance. ByteDance er eigandi TikTok. Kína Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Gervigreind Tölvuárásir Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Þar kemur fram að tilraunir í þessa átt hafi þegar verið gerðar, þegar gengið var til forsetakosninga í Taívan í janúar síðastliðnum, og að stjórnvöld í Norður-Kóreu muni einnig koma að málum. Microsoft segir Kína munu „hið minnsta“ framleiða og dreifa gervigreindarunnu efni sem muni styrkja hagmuni þeirra í umræddum kosningum. Fyrirtækið segir aðgerðirnar munu hafa aðeins lítilsháttar áhrif. Enn sem komið er hafi efni sem búið er til með gervigreind eða átt er við með gervigreind lítil áhrif á kjósendur en það gæti hins vegar breyst eftir því sem tækninni fleygir fram og Kínverjar verða betri í því að breyta myndskeiðum og hljóðupptökum. Samkvæmt umfjöllun Guardian beitti hópur, sem kallar sig ýmist Storm 1376, Spamouflage eða Dragonbridge og nýtur stuðnings stjórnvalda í Kína, sér í forsetakosningunum í Taívan. Birti hann meðal annars falsaða hljóðupptöku af frambjóðandanum Terry Gou á YouTube. Þá birti hópurinn einnig fjölda „míma“ þar sem hann gerði því skóna að William Lai, sem sigraði á endanum, hefði dregið sér fé úr sjóðum ríkisins og myndskeiðum þar sem gervigreindarskapaðir fréttaþulir lásu miður fallegar fréttir um einkalíf Lai. Microsoft segir fréttaþulina hafa verið búna til með CapCut-tólinu, sem var þróað af kínverska fyrirtækinu ByteDance. ByteDance er eigandi TikTok.
Kína Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Gervigreind Tölvuárásir Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira