Bíræfnir þjófar stálu rúmum fjórum milljörðum Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2024 10:52 Brynvarðir bílar GardaWorld fyrir utan peningageymslu sem rænd var um páskana. AP/Richard Vogel Bíræfnir þjófar stálu allt að þrjátíu milljónum dala úr peningageymslu í Los Angeles um páskana. Ránið er eitt það stærsta í sögu borgarinnar en þjófarnir brutu sér leið inn í bygginguna á páskadag og komust þar inn í stóra peningahvelfingu, án þess að gangsetja þjófavarnarkerfi. Ekki komst upp um þjófnaðinn fyrr en starfsmenn peningageymslunnar opnuðu hvelfinguna, seinn part páskadags. Ránið ku hafa verið framið á aðfaranótt páskadags. Geymslan er rekin af, GardaWorld, kanadísku fyrirtæki sem gerir einnig út flota brynvarðra bíla í Kanada og í Bandaríkjunum. Samkvæmt LA Times er þetta talið stærsta rán í sögu Los Angeles. Þrjátíu milljónir dala samsvara rúmum fjórum milljörðum króna. Árið 1997 stálu þjófar 18,9 milljónum dala frá annarri peningageymslu í Los Angeles en þeir voru á endanum handteknir. Fyrir tveimur árum rændu þjófar svo verðmætum fyrir allt að hundrað milljónir dala í suðurhluta Kaliforníu. Þeir þjófar hafa ekki fundist. Í samtali við AP fréttaveituna segir öryggissérfræðingur að ránið sé sláandi. Bygging sem þessi eigi að vera búin minnst tveimur þjófavarnarkerfum, hreyfiskynjurum og þar að auki eigi að vera titringsskynjarar í hvelfingunni sjálfri. Ekki eigi að vera hægt að ganga inn og út með svona mikla peninga. Lögreglan í Los Angeles hefur lítið viljað segja um ránið en LA Times hafði eftir heimildarmönnum sínum að þjófarnir hafi komist inn með því að gera gat á þak hússins. Fyrst hafi þeir þó reynt að gera gat á útvegg. Þá segir miðillinn að eitt þjófavarnarkerfi hafi farið í gang þegar ránið var framið en það hafi ekki verið hannað til að senda skilaboð til lögreglu. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Innlent Heidelberg skoðar nú Húsavík Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira
Ekki komst upp um þjófnaðinn fyrr en starfsmenn peningageymslunnar opnuðu hvelfinguna, seinn part páskadags. Ránið ku hafa verið framið á aðfaranótt páskadags. Geymslan er rekin af, GardaWorld, kanadísku fyrirtæki sem gerir einnig út flota brynvarðra bíla í Kanada og í Bandaríkjunum. Samkvæmt LA Times er þetta talið stærsta rán í sögu Los Angeles. Þrjátíu milljónir dala samsvara rúmum fjórum milljörðum króna. Árið 1997 stálu þjófar 18,9 milljónum dala frá annarri peningageymslu í Los Angeles en þeir voru á endanum handteknir. Fyrir tveimur árum rændu þjófar svo verðmætum fyrir allt að hundrað milljónir dala í suðurhluta Kaliforníu. Þeir þjófar hafa ekki fundist. Í samtali við AP fréttaveituna segir öryggissérfræðingur að ránið sé sláandi. Bygging sem þessi eigi að vera búin minnst tveimur þjófavarnarkerfum, hreyfiskynjurum og þar að auki eigi að vera titringsskynjarar í hvelfingunni sjálfri. Ekki eigi að vera hægt að ganga inn og út með svona mikla peninga. Lögreglan í Los Angeles hefur lítið viljað segja um ránið en LA Times hafði eftir heimildarmönnum sínum að þjófarnir hafi komist inn með því að gera gat á þak hússins. Fyrst hafi þeir þó reynt að gera gat á útvegg. Þá segir miðillinn að eitt þjófavarnarkerfi hafi farið í gang þegar ránið var framið en það hafi ekki verið hannað til að senda skilaboð til lögreglu.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Innlent Heidelberg skoðar nú Húsavík Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira