Áfram saman Elínborg Sturludóttir skrifar 9. apríl 2024 10:31 Í raun er ótrúlega stutt síðan íslenskt samfélag og þjóðkirkjan rönkuðu við sér í réttindamálum hinsegin fólks. Hvað þjóðkirkjuna varðar komst málið virkilega á dagskrá þegar lög um staðfesta samvist fólks af sama kyni tóku gildi í landinu árið 1996. Þá þurfti kirkjan að vinna að og leggja fram form fyrir slíkar athafnir og var málið rætt í þaula á ýmsum prestastefnum. Samhliða hófst vinna við kenningarlega hlið málsins sem biskup leiddi. Það sem fólki fannst þá þurfa að skoða var hjónabandsskilningur í kristinni guðfræði og kristinni hefð og hvernig biblíufræðin móta siðfræði og sýn á hluti eins og sambönd, ástir og manngildi. Þessi vinna öll bar ávöxt og árangur þegar kom að því að íslenska ríkið samþykkti ný hjúskaparlög sem tóku gildi sumarið 2010. Þá um leið var þjóðkirkjan tilbúin með nýtt form fyrir hjónavígslu sem gilti fyrir öll kyn. Þessu finnst mér mikilvægt að halda til haga. Þótt fennt hafi í sporin sem leiddu okkar þangað sem við erum stödd í dag erum við mörg sem munum að stundum var hart tekist á um þessi mál og að alls konar skoðanir voru látnar í ljós. Gæfan var hins vegar sú að með því að taka málin fyrir á faglegan hátt og nýta þær leiðir sem þjóðkirkjan býr yfir til að taka ákvarðanir náðum við svo að segja öll að sameinast um þann veruleika sem við þekkjum í dag, sem er að öll þau sem vilja kirkjulega hjónavígslu geta fengið hana. Og það er dásamlegt að finna að í þeirri endurskoðun sem nú stendur yfir á handbók og helgisiðum kirkjunnar er engin spenna í kringum þetta atriði. Ein af meginreglum sem handbókarnefnd, sem ég á sæti í, hefur sett sér er að helgisiðir og athafnir kirkjunnar endurspegli jafnt aðgengi allra og að allt hinsegin fólk geti fundið sig öruggt og velkomið óháð kyni, kynvitund eða kynhneigð. Það er góður staður að vera á. En að sama skapi megum við ekki sofna á verðinum þegar kemur að réttindum og þátttöku hinsegin fólks. Og við megum ekki loka augunum fyrir þeim fjandskap og fordómum sem hinsegin fólk þurfti að upplifa af kirkjunnar hálfu, gegnum tíðina. Verkefnið Ein saga – eitt skref, sem þjóðkirkjan og Samtökin 78 standa að í sameiningu, gengur einmitt út á að læra af og gera upp sögu misréttis gagnvart hinsegin fólki innan þjóðkirkjunnar. Þá sögu þarf að varðveita og gera upp við. Elínborg Sturludóttir er frá Snæfellsnesi og hefur þjónað sem prestur í Grundarfirði, Borgarfirði og nú við Dómkirkjuna í Reykjavík. Hún er í framboði til biskups Íslands, kjör fer fram 11. – 16. apríl nk. Sjá https://kirkjan.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Mest lesið Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í raun er ótrúlega stutt síðan íslenskt samfélag og þjóðkirkjan rönkuðu við sér í réttindamálum hinsegin fólks. Hvað þjóðkirkjuna varðar komst málið virkilega á dagskrá þegar lög um staðfesta samvist fólks af sama kyni tóku gildi í landinu árið 1996. Þá þurfti kirkjan að vinna að og leggja fram form fyrir slíkar athafnir og var málið rætt í þaula á ýmsum prestastefnum. Samhliða hófst vinna við kenningarlega hlið málsins sem biskup leiddi. Það sem fólki fannst þá þurfa að skoða var hjónabandsskilningur í kristinni guðfræði og kristinni hefð og hvernig biblíufræðin móta siðfræði og sýn á hluti eins og sambönd, ástir og manngildi. Þessi vinna öll bar ávöxt og árangur þegar kom að því að íslenska ríkið samþykkti ný hjúskaparlög sem tóku gildi sumarið 2010. Þá um leið var þjóðkirkjan tilbúin með nýtt form fyrir hjónavígslu sem gilti fyrir öll kyn. Þessu finnst mér mikilvægt að halda til haga. Þótt fennt hafi í sporin sem leiddu okkar þangað sem við erum stödd í dag erum við mörg sem munum að stundum var hart tekist á um þessi mál og að alls konar skoðanir voru látnar í ljós. Gæfan var hins vegar sú að með því að taka málin fyrir á faglegan hátt og nýta þær leiðir sem þjóðkirkjan býr yfir til að taka ákvarðanir náðum við svo að segja öll að sameinast um þann veruleika sem við þekkjum í dag, sem er að öll þau sem vilja kirkjulega hjónavígslu geta fengið hana. Og það er dásamlegt að finna að í þeirri endurskoðun sem nú stendur yfir á handbók og helgisiðum kirkjunnar er engin spenna í kringum þetta atriði. Ein af meginreglum sem handbókarnefnd, sem ég á sæti í, hefur sett sér er að helgisiðir og athafnir kirkjunnar endurspegli jafnt aðgengi allra og að allt hinsegin fólk geti fundið sig öruggt og velkomið óháð kyni, kynvitund eða kynhneigð. Það er góður staður að vera á. En að sama skapi megum við ekki sofna á verðinum þegar kemur að réttindum og þátttöku hinsegin fólks. Og við megum ekki loka augunum fyrir þeim fjandskap og fordómum sem hinsegin fólk þurfti að upplifa af kirkjunnar hálfu, gegnum tíðina. Verkefnið Ein saga – eitt skref, sem þjóðkirkjan og Samtökin 78 standa að í sameiningu, gengur einmitt út á að læra af og gera upp sögu misréttis gagnvart hinsegin fólki innan þjóðkirkjunnar. Þá sögu þarf að varðveita og gera upp við. Elínborg Sturludóttir er frá Snæfellsnesi og hefur þjónað sem prestur í Grundarfirði, Borgarfirði og nú við Dómkirkjuna í Reykjavík. Hún er í framboði til biskups Íslands, kjör fer fram 11. – 16. apríl nk. Sjá https://kirkjan.is
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun