Þegar enginn heldur utan um þig Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 22. apríl 2024 13:00 Í réttnefndu velferðarsamfélagi þurfa stjórnmálaflokkar að sameinast um að tryggja velferð alls fólks sem í samfélaginu býr. Á undanförnum áratug hafa hagsmunir landsmanna ekki verið valdhöfum ofarlega í huga. Myndun nýrrar ríkisstjórnar sýnir svo ekki er um að villast að okkar ágætu stjórnarþingmönnum finnst þeir ekki þurfa að hlusta á gagnrýni almennings. Ríkisstjórnin er einkapartý sjálfskipaðra sem almenningur hefur engan aðgang að. Almannavarnir og viðbragðsaðilar þeim tengdir njóta ekki skilyrðislauss stuðnings fyrirgreiðslu stjórnvalda þrátt fyrir að augljóst sé að íslensk náttúra í allri sinni dýrð er ósjaldan okkar ófyrirsjáanlegasti ofjarl. Opinber þjónusta hjá ríki og bæ hefur verið skert. Símatími frá 9 -11 og alltaf á tali. Íslenskt heilbrigðiskerfi er nú vart svipur hjá sjón, einkavæðing hluta hennar mismunar, yfirkeyrt starfsfólk fær ekki áheyrn, biðlistar lengjast. Fólk þarf að reiða fram meira fé sjálft og úrræðum hefur fækkað. Aldraðir og öryrkjar hafa lítt verið virtir og endurtekið mætt sem afgangsstærð eða hreinlega hunsaðir. Húsnæðismarkaðurinn er ómanneskjulegur enda rekinn af því kalda, hugsjónalausa markmiði einu að græða á öðrum. Bankarnir lána svo aðeins þeim er markaðinum stýra, en ekki þeim sem vilja eignast heimili. Ungu fólki er nánast gert ókleift að eignast nokkuð nema þau eigi ríka að, ellegar verða þau hlunnfarin af bröskurum. Skólum hrakar. Kennurum og nemendum líður illa. Almenningur er vanræktur og svikinn um þá þjónustu sem skattar þeirra eiga með réttu að standa undir. Ef samfélagið sýnir borgurum sínum ekki væntumþykju með sjálfsagðri þjónustu þá er samfélagið að vanrækja skyldur sínar. Vanræksla veldur öryggisleysi og kvíða. Vanræksla veldur því líka að fólk verður sínkara á sjálft sig og framlag sitt til samfélagsins. „Afhverju á ég að gera eitthvað fyrir samfélagið, þegar samfélagið bregst mér?“ Af langvarandi vanrækslu verður fólk vonlaust, hrætt og reitt. En hvert á hin réttláta reiði að beinast? Því sökudólginn verður að finna um leið og þrótturinn til að verjast þverr. Ef stjórnvöld yppa öxlum og ansa ekki kalli almennings þá eykst niðurlæging enn frekar og reiðin magnast. Reiðin beinist þá gegn þeim sem næstir standa og líða einnig fyrir, harka færist í opinbera umræðu, minnihlutahópar og útlendingar verða skyndilegir andstæðingar. Hver vill trúa því að okkar þjóðkjörna fólk sé í raun gerendur í þessarri stigmagnandi óeiningu? Ójöfnuðarsamfélag sem ekki heldur utan um sitt fólk býr til kjöraðstæður fyrir svokallaða skautun eða sundrungu fólks í milli. Þetta er heimatilbúið vandamál. Stjórnvöld hafa vísvitandi valdið sundrungu hópa með því að hola að innan velferðarkerfið og sá illgresisfræjum í hjörtu Íslendinga. Þjóðin á betra skilið. Höfundur er leikkona og í forsetaframboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Skoðun: Forsetakosningar 2024 Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í réttnefndu velferðarsamfélagi þurfa stjórnmálaflokkar að sameinast um að tryggja velferð alls fólks sem í samfélaginu býr. Á undanförnum áratug hafa hagsmunir landsmanna ekki verið valdhöfum ofarlega í huga. Myndun nýrrar ríkisstjórnar sýnir svo ekki er um að villast að okkar ágætu stjórnarþingmönnum finnst þeir ekki þurfa að hlusta á gagnrýni almennings. Ríkisstjórnin er einkapartý sjálfskipaðra sem almenningur hefur engan aðgang að. Almannavarnir og viðbragðsaðilar þeim tengdir njóta ekki skilyrðislauss stuðnings fyrirgreiðslu stjórnvalda þrátt fyrir að augljóst sé að íslensk náttúra í allri sinni dýrð er ósjaldan okkar ófyrirsjáanlegasti ofjarl. Opinber þjónusta hjá ríki og bæ hefur verið skert. Símatími frá 9 -11 og alltaf á tali. Íslenskt heilbrigðiskerfi er nú vart svipur hjá sjón, einkavæðing hluta hennar mismunar, yfirkeyrt starfsfólk fær ekki áheyrn, biðlistar lengjast. Fólk þarf að reiða fram meira fé sjálft og úrræðum hefur fækkað. Aldraðir og öryrkjar hafa lítt verið virtir og endurtekið mætt sem afgangsstærð eða hreinlega hunsaðir. Húsnæðismarkaðurinn er ómanneskjulegur enda rekinn af því kalda, hugsjónalausa markmiði einu að græða á öðrum. Bankarnir lána svo aðeins þeim er markaðinum stýra, en ekki þeim sem vilja eignast heimili. Ungu fólki er nánast gert ókleift að eignast nokkuð nema þau eigi ríka að, ellegar verða þau hlunnfarin af bröskurum. Skólum hrakar. Kennurum og nemendum líður illa. Almenningur er vanræktur og svikinn um þá þjónustu sem skattar þeirra eiga með réttu að standa undir. Ef samfélagið sýnir borgurum sínum ekki væntumþykju með sjálfsagðri þjónustu þá er samfélagið að vanrækja skyldur sínar. Vanræksla veldur öryggisleysi og kvíða. Vanræksla veldur því líka að fólk verður sínkara á sjálft sig og framlag sitt til samfélagsins. „Afhverju á ég að gera eitthvað fyrir samfélagið, þegar samfélagið bregst mér?“ Af langvarandi vanrækslu verður fólk vonlaust, hrætt og reitt. En hvert á hin réttláta reiði að beinast? Því sökudólginn verður að finna um leið og þrótturinn til að verjast þverr. Ef stjórnvöld yppa öxlum og ansa ekki kalli almennings þá eykst niðurlæging enn frekar og reiðin magnast. Reiðin beinist þá gegn þeim sem næstir standa og líða einnig fyrir, harka færist í opinbera umræðu, minnihlutahópar og útlendingar verða skyndilegir andstæðingar. Hver vill trúa því að okkar þjóðkjörna fólk sé í raun gerendur í þessarri stigmagnandi óeiningu? Ójöfnuðarsamfélag sem ekki heldur utan um sitt fólk býr til kjöraðstæður fyrir svokallaða skautun eða sundrungu fólks í milli. Þetta er heimatilbúið vandamál. Stjórnvöld hafa vísvitandi valdið sundrungu hópa með því að hola að innan velferðarkerfið og sá illgresisfræjum í hjörtu Íslendinga. Þjóðin á betra skilið. Höfundur er leikkona og í forsetaframboði.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar