Lýsa yfir áhyggjum af fregnum af fjöldagröfum á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2024 18:24 Fólk á ferli um Khan Younis á Gasaströndinni. EPA/MOHAMMED SABER Volker Türk, yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur lýst yfir miklum áhyggjum af fregnum af því að hundruð líka hafi fundist í fjöldagröfum við tvö stærstu sjúkrahús Gasastrandarinnar. Palestínskir embættismenn, sem lúta stjórn Hamas-samtakanna, segja að 310 lík hafi fundist í gröfum við Nasser-sjúkrahúsið í Khan Younis eftir að Ísraelar hörfuðu þaðan í síðustu viku. Fyrr í mánuðinum bárust fregnir af fundi fjöldagrafa við Shifa-sjúkrahúsið, eftir að Ísraelar hörfuðu einnig þaðan í kjölfar umsáturs. Guardian hefur eftir Ravinu Shamdasani, talskonu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, að tilefni hafi verið til að hringja viðvörunarbjöllum vegna þessara fregna. Lík hafi fundist grafin með rusli og meðal þeirra væru lík gamalmenna og kvenna og að einver líkin virtust með bundnar hendur. Það gæfi augljóslega til kynna að einhverskonar ódæði hefðu verið framin og segir Shamdasani að rannsaka verði málið. Verið sé að vinna í því að staðfesta frásagnir Palestínumanna. Forsvarsmenn ísraelska hersins segja ekki rétt að hermenn hafi grafið lík við sjúkrahúsin. Í einhverjum tilfellum hefðu lík sem starfsmenn sjúkrahúsanna höfðu grafið verið grafin upp aftur og skoðuð en Ísraelar segja að þau hafi verið grafin aftur. Í yfirlýsingu frá hernum sem Reuters vitnar í segir að í þessum tilfellum hafi verið að kanna hvort ísraelskir gíslar Hamas eða annarra vígahópa hefðu verið grafnir í umræddum gröfum. Blaðamenn Reuters segjast hafa séð lík grafin upp úr jörðinni við Nasser-sjúkrahúsið í gær. Myndefni sem birt hefur verið á undanförnum mánuðum gefur þó til kynna að lík hafi verið grafin við sjúkrahúsið löngu áður en Ísraelar gerðu áhlaup á það. Fátt hefur verið staðfest í þessum efnum, enn sem komið er. Heilbrigðisráðuneyti Gasa segir að minnsta kosti 34,151 Palestínumann hafa fallið í árásum Ísraela frá því innrás þeirra á Gasaströndina hófst í október. Rúmlega 77 þúsund eru sagðir særðir og talið er að rúmlega sjö þúsund lík liggi enn í rústum húsa á svæðinu. Ofbeldi á Vesturbakkanum Ofbeldi hefur aukist á Vesturbakkanum á undanförnum mánuðum. Ísraelski herinn gerði áhlaup á Vesturbakkann um helgina og sögðu talsmenn hersins að nokkrir vígamenn hefðu verið felldir og aðrir handteknir. Heimastjórnin á Vesturbakkanum segir fjórtán Palestínumenn hafa fallið á laugardaginn en það er einhver mesti fjöldi látinna á svæðinu í nokkra mánuði. Shamdasani sagði í dag að Sameinuðu þjóðunum hefði borist fregnir af því að einhverjir hinna látnu virtust hafa verið teknir af lífi. Fjölmiðlar Hamas-samtakanna hafa þar að auki sakað Ísraela um að taka fólk af lífi en hefur ekki birt neinar sannanir fyrir slíkum ásökunum og Ísraelar hafna þeim. Fyrr í þessum mánuði gengi ísraelskir landtökumenn berserksgang á Vesturbakkanum eftir að lík fjórtán ára fjárhirðis sem talinn er hafa verið myrtur fannst. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Tugir handteknir á mótmælum háskólanema gegn aðgerðum Ísraels Tugir háskólanema voru handteknir á mótmælum gegn stríðsrekstri Ísraelsmanna á Gasa við Yale University í Connecticut og New York University á Manhattan í gær. Allir tímar við Columbia University fara nú fram um fjarfundabúnað vegna mótmæla. 23. apríl 2024 06:47 Engin sönnunargögn bendla UNRWA við árásina Ísraelsk yfirvöld hafa enn ekki komið fram með sönnunargögn sem bendla starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við aðild að áhlaupi Hamasliða á Ísrael þann sjöunda október síðasta árs. 22. apríl 2024 20:26 Segir af sér vegna mistaka í kringum árás Hamas Yfirmaður ísraelsku herleyniþjónustunnar sagði af sér í dag. Hann er fyrsti hátt setti embættismaðurinn sem lætur af starfi vegna afglapa leyniþjónustunnar sem gerðu vígamönnum Hamas kleift að ráðast á Ísrael 7. október. 22. apríl 2024 08:35 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira
Palestínskir embættismenn, sem lúta stjórn Hamas-samtakanna, segja að 310 lík hafi fundist í gröfum við Nasser-sjúkrahúsið í Khan Younis eftir að Ísraelar hörfuðu þaðan í síðustu viku. Fyrr í mánuðinum bárust fregnir af fundi fjöldagrafa við Shifa-sjúkrahúsið, eftir að Ísraelar hörfuðu einnig þaðan í kjölfar umsáturs. Guardian hefur eftir Ravinu Shamdasani, talskonu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, að tilefni hafi verið til að hringja viðvörunarbjöllum vegna þessara fregna. Lík hafi fundist grafin með rusli og meðal þeirra væru lík gamalmenna og kvenna og að einver líkin virtust með bundnar hendur. Það gæfi augljóslega til kynna að einhverskonar ódæði hefðu verið framin og segir Shamdasani að rannsaka verði málið. Verið sé að vinna í því að staðfesta frásagnir Palestínumanna. Forsvarsmenn ísraelska hersins segja ekki rétt að hermenn hafi grafið lík við sjúkrahúsin. Í einhverjum tilfellum hefðu lík sem starfsmenn sjúkrahúsanna höfðu grafið verið grafin upp aftur og skoðuð en Ísraelar segja að þau hafi verið grafin aftur. Í yfirlýsingu frá hernum sem Reuters vitnar í segir að í þessum tilfellum hafi verið að kanna hvort ísraelskir gíslar Hamas eða annarra vígahópa hefðu verið grafnir í umræddum gröfum. Blaðamenn Reuters segjast hafa séð lík grafin upp úr jörðinni við Nasser-sjúkrahúsið í gær. Myndefni sem birt hefur verið á undanförnum mánuðum gefur þó til kynna að lík hafi verið grafin við sjúkrahúsið löngu áður en Ísraelar gerðu áhlaup á það. Fátt hefur verið staðfest í þessum efnum, enn sem komið er. Heilbrigðisráðuneyti Gasa segir að minnsta kosti 34,151 Palestínumann hafa fallið í árásum Ísraela frá því innrás þeirra á Gasaströndina hófst í október. Rúmlega 77 þúsund eru sagðir særðir og talið er að rúmlega sjö þúsund lík liggi enn í rústum húsa á svæðinu. Ofbeldi á Vesturbakkanum Ofbeldi hefur aukist á Vesturbakkanum á undanförnum mánuðum. Ísraelski herinn gerði áhlaup á Vesturbakkann um helgina og sögðu talsmenn hersins að nokkrir vígamenn hefðu verið felldir og aðrir handteknir. Heimastjórnin á Vesturbakkanum segir fjórtán Palestínumenn hafa fallið á laugardaginn en það er einhver mesti fjöldi látinna á svæðinu í nokkra mánuði. Shamdasani sagði í dag að Sameinuðu þjóðunum hefði borist fregnir af því að einhverjir hinna látnu virtust hafa verið teknir af lífi. Fjölmiðlar Hamas-samtakanna hafa þar að auki sakað Ísraela um að taka fólk af lífi en hefur ekki birt neinar sannanir fyrir slíkum ásökunum og Ísraelar hafna þeim. Fyrr í þessum mánuði gengi ísraelskir landtökumenn berserksgang á Vesturbakkanum eftir að lík fjórtán ára fjárhirðis sem talinn er hafa verið myrtur fannst.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Tugir handteknir á mótmælum háskólanema gegn aðgerðum Ísraels Tugir háskólanema voru handteknir á mótmælum gegn stríðsrekstri Ísraelsmanna á Gasa við Yale University í Connecticut og New York University á Manhattan í gær. Allir tímar við Columbia University fara nú fram um fjarfundabúnað vegna mótmæla. 23. apríl 2024 06:47 Engin sönnunargögn bendla UNRWA við árásina Ísraelsk yfirvöld hafa enn ekki komið fram með sönnunargögn sem bendla starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við aðild að áhlaupi Hamasliða á Ísrael þann sjöunda október síðasta árs. 22. apríl 2024 20:26 Segir af sér vegna mistaka í kringum árás Hamas Yfirmaður ísraelsku herleyniþjónustunnar sagði af sér í dag. Hann er fyrsti hátt setti embættismaðurinn sem lætur af starfi vegna afglapa leyniþjónustunnar sem gerðu vígamönnum Hamas kleift að ráðast á Ísrael 7. október. 22. apríl 2024 08:35 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira
Tugir handteknir á mótmælum háskólanema gegn aðgerðum Ísraels Tugir háskólanema voru handteknir á mótmælum gegn stríðsrekstri Ísraelsmanna á Gasa við Yale University í Connecticut og New York University á Manhattan í gær. Allir tímar við Columbia University fara nú fram um fjarfundabúnað vegna mótmæla. 23. apríl 2024 06:47
Engin sönnunargögn bendla UNRWA við árásina Ísraelsk yfirvöld hafa enn ekki komið fram með sönnunargögn sem bendla starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við aðild að áhlaupi Hamasliða á Ísrael þann sjöunda október síðasta árs. 22. apríl 2024 20:26
Segir af sér vegna mistaka í kringum árás Hamas Yfirmaður ísraelsku herleyniþjónustunnar sagði af sér í dag. Hann er fyrsti hátt setti embættismaðurinn sem lætur af starfi vegna afglapa leyniþjónustunnar sem gerðu vígamönnum Hamas kleift að ráðast á Ísrael 7. október. 22. apríl 2024 08:35