Fyrstu hergögnin eiga að berast til Úkraínu á næstu klukkustundum Samúel Karl Ólason skrifar 24. apríl 2024 18:43 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að nú skipti máli hafa hraðar hendur. AP/Evan Vucci Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifaði seinni partinn í dag undir ný lög um hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Eftir það sagði hann að hergögn myndu byrja að berast til Úkraínu „á næstu klukkustundum“ sem gæti þýtt strax í kvöld. Umrædd lög fela í sér aðstoð fyrir um sextíu milljarða dala en fyrstu sendingarnar til Úkraínu eru metnar á einn milljarð. Þær sendingar innihalda meðal annars flugskeyti í loftvarnarkerfi, skotfæri fyrir margskonar tegundir af stórskotaliði og sprengjuvörpur og hefðbundin skotfæri fyrir byssur og stærri byssukost fyrir loftvarnarkerfi sem notuð eru til að granda sjálfsprengidrónum. Sjá einnig: Undirbúa stærðarinnar sendingar til Úkraínu Einnig stendur til að senda Bradley-bryndreka til Úkraínu og skotfæri fyrir þá, bæði í vélbyssu þeirra og eldflaugar sem hannaðar eru til að granda skrið- og bryndrekum og styrktum byrgjum, annarskonar brynvarin farartæki sem hönnuð eru til að flytja hermenn og stuðningstæki, eins og bryndreka sem hannaðir eru til að draga skemmda og fasta skriðdreka. Þá inniheldur fyrsti pakkinn eldflaugar eins og Javelin, sem hannaðar eru til að granda bryn- og skriðdrekum, sprengjur til að varpa úr flugvélum, jarðsprengjur sem hannaðar eru til að granda brynvörðum farartækjum og mönnum, nætursjónauka og ýmislegt annað. BREAKING: Biden admin announces $1B new package for Ukraine, including air defense interceptors, artillery rounds, armored vehicles, and anti-tank weapons.Full list:-RIM-7 and AIM-9M missiles for air defense;-Stinger anti-aircraft missiles;-Small arms and additional rounds…— Lara Seligman (@laraseligman) April 24, 2024 Frumvarp um þessa hernaðaraðstoð hafði setið fast í bandaríska þinginu í hálft ár og hefur lítil aðstoð borist frá Bandaríkjunum á þeim tíma. Á sama tíma hafa Úkraínumenn verið undir sífellt meiri þrýstingi á víglínunni í austurhluta Úkraínu. „Við vorum vandanum vaxin. Við komum saman og við kláruðum verkefnið,“ sagði Biden við undirskriftina í dag. Hann sagði að ferlið hefði verið langt og strembið og að nú skipti máli að hlutirnir gerðust hratt, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. New York Times sagði frá því í dag að Bandaríkjamenn hefðu í síðustu viku sent svokallaðar ATACMS eldflaugar í laumi til Úkraínu. Þær notuðu Úkraínumenn til að gera árásir á flugvöll á Krímskaga sem rússneski herinn notar og önnur skotmörk í suðausturhluta Úkraínu. ATACMS stendur fyrir Army Tactical Missile System, en þar er um að ræða eldflaugar sem eiga að drífa allt að þrjú hundruð kílómetra, en það fer eftir því hvaða tegund ATACMS um er að ræða. Hægt er að skjóta þeim með HIMARS-eldflaugakerfum, sem Úkraínumenn hafa fengið frá Bandaríkjamönnum og Bretum. Úkraínumenn hafa áður fengið sendingar af ATACMS frá Bandaríkjunum og eru sagðir hafa notað þær með góðum árangri gegn birgðastöðvum, stjórnstöðvum og flugvöllum sem Rússar nota. Úkraínumenn segjast hafa grandað nokkrum loftvarnarkerfum af gerðinni S-400 í árásunum, auk ratsjáa og stjórnstöð. Biden er sagður hafa samþykkt þessa sendingu í Mars og þá bárust fregnir af því að til stæði að senda ATACMS til Úkraínu. Sjá einnig: Senda fleiri eldflaugar og fallbyssur til Úkraínu Fregnir hafa áður borist af því að Bandaríkjamenn eigi tiltölulega fáar ATACMS. Þær eru framleiddar af Lockheed Martin sem getur einungis framleitt um fimm hundruð á ári og hafa flestar þeirra verið ætlaðar vinveittum ríkjum Bandaríkjanna. Í frétt NYT segir hins vegar að Biden hafi samþykkt að senda rúmlega hundrað ATACMS sem drífa allt að þrjú hundruð kílómetra, auk eldflauga sem drífa styttra en bera klasasprengjur. Þetta ku hafa verið hægt vegna þess að hætt var við að selja margar eldflaugar til annarra ríkja og forsvarsmenn bandaríska hersins höfðu því minni áhyggjur af skorti hjá þeim. ATACMS eldflaug skotið á loft á æfingu bandarískra hermanna.AP/John Hamilton Bandaríkin Joe Biden Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Tengdar fréttir Aðstoðarvarnarmálaráðherra ákærður fyrir mútuþægni Rússnesk yfirvöld handtóku Timur Ivanov, aðstoðarvarnarmálaráðherra, og sökuðu um stórfellda mútuþægni í gær. Ivanov neitar sök en var úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald. 24. apríl 2024 12:11 Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. 22. apríl 2024 09:10 Heita Úkraínu 61 milljarði dala í stuðning Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur loks samþykkt 60 milljarða dala aðstoð við Úkraínu eftir margra mánaða töf þingmanna Repúblikana á bandi Donalds Trump. Frumvarpið var samþykkt með miklum meirihluta. 20. apríl 2024 19:10 Fengu aðstoð Demókrata við að koma hernaðaraðstoð úr nefnd Allt stefndi í að frumvörp um hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu, Ísrael og bandamanna Bandaríkjanna í Austur-Asíu myndu festast í nefnd í gær, þar til Demókratar komu Mike Johnson, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til aðstoðar. 19. apríl 2024 14:04 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Umrædd lög fela í sér aðstoð fyrir um sextíu milljarða dala en fyrstu sendingarnar til Úkraínu eru metnar á einn milljarð. Þær sendingar innihalda meðal annars flugskeyti í loftvarnarkerfi, skotfæri fyrir margskonar tegundir af stórskotaliði og sprengjuvörpur og hefðbundin skotfæri fyrir byssur og stærri byssukost fyrir loftvarnarkerfi sem notuð eru til að granda sjálfsprengidrónum. Sjá einnig: Undirbúa stærðarinnar sendingar til Úkraínu Einnig stendur til að senda Bradley-bryndreka til Úkraínu og skotfæri fyrir þá, bæði í vélbyssu þeirra og eldflaugar sem hannaðar eru til að granda skrið- og bryndrekum og styrktum byrgjum, annarskonar brynvarin farartæki sem hönnuð eru til að flytja hermenn og stuðningstæki, eins og bryndreka sem hannaðir eru til að draga skemmda og fasta skriðdreka. Þá inniheldur fyrsti pakkinn eldflaugar eins og Javelin, sem hannaðar eru til að granda bryn- og skriðdrekum, sprengjur til að varpa úr flugvélum, jarðsprengjur sem hannaðar eru til að granda brynvörðum farartækjum og mönnum, nætursjónauka og ýmislegt annað. BREAKING: Biden admin announces $1B new package for Ukraine, including air defense interceptors, artillery rounds, armored vehicles, and anti-tank weapons.Full list:-RIM-7 and AIM-9M missiles for air defense;-Stinger anti-aircraft missiles;-Small arms and additional rounds…— Lara Seligman (@laraseligman) April 24, 2024 Frumvarp um þessa hernaðaraðstoð hafði setið fast í bandaríska þinginu í hálft ár og hefur lítil aðstoð borist frá Bandaríkjunum á þeim tíma. Á sama tíma hafa Úkraínumenn verið undir sífellt meiri þrýstingi á víglínunni í austurhluta Úkraínu. „Við vorum vandanum vaxin. Við komum saman og við kláruðum verkefnið,“ sagði Biden við undirskriftina í dag. Hann sagði að ferlið hefði verið langt og strembið og að nú skipti máli að hlutirnir gerðust hratt, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. New York Times sagði frá því í dag að Bandaríkjamenn hefðu í síðustu viku sent svokallaðar ATACMS eldflaugar í laumi til Úkraínu. Þær notuðu Úkraínumenn til að gera árásir á flugvöll á Krímskaga sem rússneski herinn notar og önnur skotmörk í suðausturhluta Úkraínu. ATACMS stendur fyrir Army Tactical Missile System, en þar er um að ræða eldflaugar sem eiga að drífa allt að þrjú hundruð kílómetra, en það fer eftir því hvaða tegund ATACMS um er að ræða. Hægt er að skjóta þeim með HIMARS-eldflaugakerfum, sem Úkraínumenn hafa fengið frá Bandaríkjamönnum og Bretum. Úkraínumenn hafa áður fengið sendingar af ATACMS frá Bandaríkjunum og eru sagðir hafa notað þær með góðum árangri gegn birgðastöðvum, stjórnstöðvum og flugvöllum sem Rússar nota. Úkraínumenn segjast hafa grandað nokkrum loftvarnarkerfum af gerðinni S-400 í árásunum, auk ratsjáa og stjórnstöð. Biden er sagður hafa samþykkt þessa sendingu í Mars og þá bárust fregnir af því að til stæði að senda ATACMS til Úkraínu. Sjá einnig: Senda fleiri eldflaugar og fallbyssur til Úkraínu Fregnir hafa áður borist af því að Bandaríkjamenn eigi tiltölulega fáar ATACMS. Þær eru framleiddar af Lockheed Martin sem getur einungis framleitt um fimm hundruð á ári og hafa flestar þeirra verið ætlaðar vinveittum ríkjum Bandaríkjanna. Í frétt NYT segir hins vegar að Biden hafi samþykkt að senda rúmlega hundrað ATACMS sem drífa allt að þrjú hundruð kílómetra, auk eldflauga sem drífa styttra en bera klasasprengjur. Þetta ku hafa verið hægt vegna þess að hætt var við að selja margar eldflaugar til annarra ríkja og forsvarsmenn bandaríska hersins höfðu því minni áhyggjur af skorti hjá þeim. ATACMS eldflaug skotið á loft á æfingu bandarískra hermanna.AP/John Hamilton
Bandaríkin Joe Biden Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Tengdar fréttir Aðstoðarvarnarmálaráðherra ákærður fyrir mútuþægni Rússnesk yfirvöld handtóku Timur Ivanov, aðstoðarvarnarmálaráðherra, og sökuðu um stórfellda mútuþægni í gær. Ivanov neitar sök en var úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald. 24. apríl 2024 12:11 Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. 22. apríl 2024 09:10 Heita Úkraínu 61 milljarði dala í stuðning Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur loks samþykkt 60 milljarða dala aðstoð við Úkraínu eftir margra mánaða töf þingmanna Repúblikana á bandi Donalds Trump. Frumvarpið var samþykkt með miklum meirihluta. 20. apríl 2024 19:10 Fengu aðstoð Demókrata við að koma hernaðaraðstoð úr nefnd Allt stefndi í að frumvörp um hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu, Ísrael og bandamanna Bandaríkjanna í Austur-Asíu myndu festast í nefnd í gær, þar til Demókratar komu Mike Johnson, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til aðstoðar. 19. apríl 2024 14:04 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Aðstoðarvarnarmálaráðherra ákærður fyrir mútuþægni Rússnesk yfirvöld handtóku Timur Ivanov, aðstoðarvarnarmálaráðherra, og sökuðu um stórfellda mútuþægni í gær. Ivanov neitar sök en var úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald. 24. apríl 2024 12:11
Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. 22. apríl 2024 09:10
Heita Úkraínu 61 milljarði dala í stuðning Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur loks samþykkt 60 milljarða dala aðstoð við Úkraínu eftir margra mánaða töf þingmanna Repúblikana á bandi Donalds Trump. Frumvarpið var samþykkt með miklum meirihluta. 20. apríl 2024 19:10
Fengu aðstoð Demókrata við að koma hernaðaraðstoð úr nefnd Allt stefndi í að frumvörp um hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu, Ísrael og bandamanna Bandaríkjanna í Austur-Asíu myndu festast í nefnd í gær, þar til Demókratar komu Mike Johnson, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til aðstoðar. 19. apríl 2024 14:04