Takk fyrir vettlingana! Hópur foreldra leikskólabarna í Reykjavík skrifar 27. apríl 2024 12:01 Við, undirritaðir foreldrar, eigum það sameiginlegt að telja leikskóla- og daggæslumálum borgarinnar illa fyrir komið. Við erum foreldrar ungra barna sem höfum reynslu af úrræðaleysi í kjölfar fæðingarorlofs og þeim áhyggjum sem fylgja biðlistavanda leikskólanna. Sum okkar hafa séð þann kost vænstan að flytja til annarra sveitarfélaga þar sem þjónusta við barnafólk er betri. Mörg okkar hafa íhugað slíka flutninga. Sú óvissa sem borgaryfirvöld bjóða barnafólki í kjölfar fæðingarorlofs er bæði íþyngjandi og kvíðavaldandi. Við fögnum svokölluðum vettlingagjörningi sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks stóðu fyrir í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrr í vikunni. Var gjörningurinn táknrænn og sýndi með myndrænum hætti þann fjölda fjölskyldna sem búa við óvissu í kjölfar fæðingarorlofs. Tekin var afgerandi staða með fjölskyldufólki og fyrir það erum við þakklát. Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum er meðalaldur barna við inngöngu á leikskóla Reykjavíkur 22 mánuðir, sem er töluvert hærri meðalaldur en í nágrannasveitarfélögum. Fjöldi barna er jafnvel kominn vel á þriðja aldursár þegar leikskólagangan hefst loks í Reykjavík. Þá hefur dagforeldrum í Reykjavík farið ört fækkandi og borgin hafnað öllum hugmyndum um heimgreiðslur til þeirra sem enga þjónustu fá. Þessi skortur á þjónustu við barnafólk leiðir til gríðarlegs tekjutaps fyrir fjölskyldufólk í kjölfar fæðingarorlofs. Almennt neyðist annað foreldrið til að vera heimavinnandi meðan á biðinni stendur með tilheyrandi kostnaði fyrir heimilishaldið. Sé tekið mið af meðalaldri barna við inngöngu á leikskóla, bíður hvert heimili í 10 mánuði eftir þjónustu í kjölfar fæðingarorlofs. Tekjutapið við slíka bið hleypur á fleiri milljónum fyrir flest heimili. Þá þarf vart að nefna hve staðan er krefjandi fyrir einstæða foreldra. Það er löngu tímabært að gera leikskóla- og daggæslumál að forgangsmáli í Reykjavík. Áralöng vanræksla málaflokksins hefur leitt af sér þunga stöðu fyrir ungar fjölskyldur og brottflutning fjölmargra til annarra sveitarfélaga. Við erum þakklát þeim borgarfulltrúum sem sýna stöðu okkar skilning og taka upp hanskann fyrir fjölskyldufólk í Reykjavík. Höfundar eru foreldrar leikskólabarna í Reykjavík. Undir bréfið skrifa: Andrea Sigurðardóttir Anna Bergmann Atli Bjarnason Áslaug Björnsdóttir Berglind Bergmann Ellert Finnbogi Eiríksson Erla María Jónsdóttir Tölgyes Erna Niluka Njálsdóttir Eva María Jónsdóttir Guðrún Gígja Georgsdóttir Hólmfríður Erna Kjartansdóttir Jakob Helgi Bjarnason Lísbet Sigurðardóttir Magnús Júlíusson Nanna Kristín Tryggvadóttir Stefán Þórarinsson Sverrir Hjaltested Thelma Björk Wilson Valgerður Sigurðardóttir Þóra Helgadóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Leikskólar Skóla- og menntamál Grunnskólar Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir Segir borgarstjóra óttalegan vettling Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir vettlingagjörninginn hafa átt að vekja athygli á erfiðri stöðu foreldra ungabarna í Reykjavík. Gjörningurinn hafi ekki átt að vera innlegg í kjarabaráttu leikskólakennara og flokkurinn hafi aldrei boðað töfralausnir í málaflokknum. 24. apríl 2024 23:58 Leikskólakennarar ósáttir við vettlingagjörning Stjórn Félags leikskólakennara tekur ekki undir yfirlýsingar stjórnmálafólks þar sem boðaðar eru „skyndilausnir sem engu skila“. Í nýrri ályktun stjórnar félagsins segir að engin formleg vinna í tengslum við kjarasamninga sé í gangi varðandi skipulagningu skólastarfs í leikskólum og því síður vinna í gangi að skoða að taka fimm ára börn í grunnskóla. 24. apríl 2024 09:13 „Við næðum eflaust meiri árangri ef borgarstjóri myndi væla minna“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, gefur lítið fyrir ummæli Einars Þorsteinssonar borgarstjóra. Í dag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins 1600 vettlinga á gólf Ráðhússins sem þau sögðu svipað marga og börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. 23. apríl 2024 17:56 Sjálfstæðisflokkurinn kvelji barnafólk með vettlingagjörningi Einar Þorsteinsson borgarstjóri gefur ekki mikið fyrir mótmæli borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í ráðhúsinu í dag. Þar lögðu borgarfulltrúar flokksins 1.600 vettlinga sem þau sögðu svipað marga og þau börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. 23. apríl 2024 15:55 Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20 Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Við, undirritaðir foreldrar, eigum það sameiginlegt að telja leikskóla- og daggæslumálum borgarinnar illa fyrir komið. Við erum foreldrar ungra barna sem höfum reynslu af úrræðaleysi í kjölfar fæðingarorlofs og þeim áhyggjum sem fylgja biðlistavanda leikskólanna. Sum okkar hafa séð þann kost vænstan að flytja til annarra sveitarfélaga þar sem þjónusta við barnafólk er betri. Mörg okkar hafa íhugað slíka flutninga. Sú óvissa sem borgaryfirvöld bjóða barnafólki í kjölfar fæðingarorlofs er bæði íþyngjandi og kvíðavaldandi. Við fögnum svokölluðum vettlingagjörningi sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks stóðu fyrir í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrr í vikunni. Var gjörningurinn táknrænn og sýndi með myndrænum hætti þann fjölda fjölskyldna sem búa við óvissu í kjölfar fæðingarorlofs. Tekin var afgerandi staða með fjölskyldufólki og fyrir það erum við þakklát. Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum er meðalaldur barna við inngöngu á leikskóla Reykjavíkur 22 mánuðir, sem er töluvert hærri meðalaldur en í nágrannasveitarfélögum. Fjöldi barna er jafnvel kominn vel á þriðja aldursár þegar leikskólagangan hefst loks í Reykjavík. Þá hefur dagforeldrum í Reykjavík farið ört fækkandi og borgin hafnað öllum hugmyndum um heimgreiðslur til þeirra sem enga þjónustu fá. Þessi skortur á þjónustu við barnafólk leiðir til gríðarlegs tekjutaps fyrir fjölskyldufólk í kjölfar fæðingarorlofs. Almennt neyðist annað foreldrið til að vera heimavinnandi meðan á biðinni stendur með tilheyrandi kostnaði fyrir heimilishaldið. Sé tekið mið af meðalaldri barna við inngöngu á leikskóla, bíður hvert heimili í 10 mánuði eftir þjónustu í kjölfar fæðingarorlofs. Tekjutapið við slíka bið hleypur á fleiri milljónum fyrir flest heimili. Þá þarf vart að nefna hve staðan er krefjandi fyrir einstæða foreldra. Það er löngu tímabært að gera leikskóla- og daggæslumál að forgangsmáli í Reykjavík. Áralöng vanræksla málaflokksins hefur leitt af sér þunga stöðu fyrir ungar fjölskyldur og brottflutning fjölmargra til annarra sveitarfélaga. Við erum þakklát þeim borgarfulltrúum sem sýna stöðu okkar skilning og taka upp hanskann fyrir fjölskyldufólk í Reykjavík. Höfundar eru foreldrar leikskólabarna í Reykjavík. Undir bréfið skrifa: Andrea Sigurðardóttir Anna Bergmann Atli Bjarnason Áslaug Björnsdóttir Berglind Bergmann Ellert Finnbogi Eiríksson Erla María Jónsdóttir Tölgyes Erna Niluka Njálsdóttir Eva María Jónsdóttir Guðrún Gígja Georgsdóttir Hólmfríður Erna Kjartansdóttir Jakob Helgi Bjarnason Lísbet Sigurðardóttir Magnús Júlíusson Nanna Kristín Tryggvadóttir Stefán Þórarinsson Sverrir Hjaltested Thelma Björk Wilson Valgerður Sigurðardóttir Þóra Helgadóttir
Segir borgarstjóra óttalegan vettling Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir vettlingagjörninginn hafa átt að vekja athygli á erfiðri stöðu foreldra ungabarna í Reykjavík. Gjörningurinn hafi ekki átt að vera innlegg í kjarabaráttu leikskólakennara og flokkurinn hafi aldrei boðað töfralausnir í málaflokknum. 24. apríl 2024 23:58
Leikskólakennarar ósáttir við vettlingagjörning Stjórn Félags leikskólakennara tekur ekki undir yfirlýsingar stjórnmálafólks þar sem boðaðar eru „skyndilausnir sem engu skila“. Í nýrri ályktun stjórnar félagsins segir að engin formleg vinna í tengslum við kjarasamninga sé í gangi varðandi skipulagningu skólastarfs í leikskólum og því síður vinna í gangi að skoða að taka fimm ára börn í grunnskóla. 24. apríl 2024 09:13
„Við næðum eflaust meiri árangri ef borgarstjóri myndi væla minna“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, gefur lítið fyrir ummæli Einars Þorsteinssonar borgarstjóra. Í dag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins 1600 vettlinga á gólf Ráðhússins sem þau sögðu svipað marga og börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. 23. apríl 2024 17:56
Sjálfstæðisflokkurinn kvelji barnafólk með vettlingagjörningi Einar Þorsteinsson borgarstjóri gefur ekki mikið fyrir mótmæli borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í ráðhúsinu í dag. Þar lögðu borgarfulltrúar flokksins 1.600 vettlinga sem þau sögðu svipað marga og þau börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. 23. apríl 2024 15:55
Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar