Segja lögregluþjón hafa bankað á rangar dyr og skotið ungan mann Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2024 10:22 Lögregluþjónninn skaut Fortson sex sinnum. Skjáskot Þann 3. maí bankaði lögregluþjónn á dyr íbúðar Rogers Fortson í Flórída. Nokkrum sekúndum síðar skaut hann Fortson, sem var þeldökkur og hermaður í flugher Bandaríkjanna, til bana. Fortson hélt á skammbyssu þegar hann kom til dyra en fjölskylda hans heldur því fram að lögregluþjónninn hafi bankað á rangar dyr. Tilkynning hafði borist til lögreglunnar um hávært rifrildi í íbúð í húsinu. Fortson var einn í íbúðinni en hann var að tala við kærustu sína í myndsímtali þegar lögregluþjónninn bankaði. Ben Crump, lögmaður fjölskyldu Fortson, segir að hermaðurinn hafi verið að tala við kærustu sína á FaceTime en hafi gripið byssuna þegar hann heyrði í einhverjum fyrir utan íbúðina. Lögmaðurinn segist handviss um að lögreglan hafi bankað á dyrnar á rangri íbúð. Lögmaðurinn hafði einnig haldið því fram að lögregluþjónninn hafði ekki kynnt sig þegar hann bankaði á dyr Fortson. Eric Aden, fógetinn í Okaloosa-sýslu í Flórída, segir það ekki rétt. Hann birti í gær myndband úr vestismyndavél lögregluþjónsins sem skaut Fortson. Á því má sjá hvernig lögregluþjónninn bankar tvisvar sinnum og kallar í bæði skiptin að hann sé frá lögreglunni. Fortson kemur til dyra með byssu í hendinni og lögregluþjónninn segir honum að taka skref aftur á bak, rétt áður en hann skýtur hann nokkrum sinnum úr návígi. Eftir skothríðina segir lögregluþjónninn Fortson að sleppa byssunni. Ekki lítur út fyrir að Fortson hafi á nokkrum tíma lyft byssunni eða gefið til kynna að hann ætlaði að skjóta. Hér að neðan má sjá myndbandið úr vestismyndavél lögregluþjónsins. Á eftir því má svo sjá myndband sem kærasta Forston tók af spjaldtölvu sinni en hún var í samtali við Fortson þegar hann var skotinn. Þar má heyra lögregluþjóninn segja Fortson að hætta að hreyfa sig, þegar sá síðarnefndi segist eiga erfitt með andardrátt. Þar heyrist einnig hvernig einhver segir Fortson hafa verið skotinn sex sinnum. Vert er að vara viðkvæma við myndbandinu. Crump hefur ítrekað eftir að myndbandið var birt að hann telji enn að lögregluþjónninn hafi bankað á rangar dyr. Forston hafi verið í samtali við kærustu sína um nokkuð skeið og hann hafi verið einn í íbúðinni. Atvikið er enn til rannsóknar og liggur ekki fyrir niðurstaða um það hvort skothríð lögregluþjónsins sé metin réttmæt eða ekki. Forsvarsmenn lögreglunnar segja lögregluþjóninn hafa hleypt úr byssu sinni í sjálfsvörn. Sambærileg atvik hafa vakið mikla athygli Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur það nokkrum sinnum gerst á undanförnum árum að þeldökkt fólk hefur verið skotið heima hjá sér af lögregluþjónum. Árið 2018 var Amber Guyger, hvít lögreglukona, á leið heim til sín í Dallas. Hún fór íbúðavillt og gekk inn á heimili 26 ára manns sem hét Botham Jean. Henni brá við að sjá hann þar inni og skaut hann til bana. Hún var sakfelld fyrir morð. Árið 2019 var Atatiana Jefferson, 28 ára svört kona, skotin til bana á heimili sínu í Texas. Lögregluþjónar höfðu verið kallaðir til vegna þess að útidyr hússins voru opnar. Lögregluþjónar sögðust hafa talið að innbrotsþjófur væri á heimilinu og því bönkuðu þeir ekki á dyrnar og kynntu sig, heldur laumuðust aftan að húsinu. Myndband úr vestisvél lögregluþjónsins Aaron Dean, sýndu hann skjóta Jefferson inn um glugga, rétt eftir að hann skipaði henni að lyfta höndum. Hún hafði verið að spila tölvuleik með átta ára frænda sínum og hurðin var opin því þau höfðu brennt hamborgara. Dean var dæmdur í fangelsi árið 2022. Árið 2020 skutu lögregluþjónar hina 26 ára gömlu Breonnu Taylor til bana á heimili hennar í Louisville í Kentucky. Þá voru þeir að leita fíkniefna en fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður hefur játað að hafa falsa leitarheimild sem leiddi til áhlaupsins. Málið vakti gífurlega athygli á sínum tíma. Taylor og kærasti hennar voru sofandi í rúmi sínu þegar lögreglumennirnir réðust inn á heimilið og greip kærasti hennar til skammbyssu, sem hann geymdi í náttborðinu sínu, og skaut einn lögreglumannanna þegar þeir réðust inn í svefnherbergið. Lögreglumennirnir hófu þá skothríð sem hæfði Taylor ítrekað. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Tilkynning hafði borist til lögreglunnar um hávært rifrildi í íbúð í húsinu. Fortson var einn í íbúðinni en hann var að tala við kærustu sína í myndsímtali þegar lögregluþjónninn bankaði. Ben Crump, lögmaður fjölskyldu Fortson, segir að hermaðurinn hafi verið að tala við kærustu sína á FaceTime en hafi gripið byssuna þegar hann heyrði í einhverjum fyrir utan íbúðina. Lögmaðurinn segist handviss um að lögreglan hafi bankað á dyrnar á rangri íbúð. Lögmaðurinn hafði einnig haldið því fram að lögregluþjónninn hafði ekki kynnt sig þegar hann bankaði á dyr Fortson. Eric Aden, fógetinn í Okaloosa-sýslu í Flórída, segir það ekki rétt. Hann birti í gær myndband úr vestismyndavél lögregluþjónsins sem skaut Fortson. Á því má sjá hvernig lögregluþjónninn bankar tvisvar sinnum og kallar í bæði skiptin að hann sé frá lögreglunni. Fortson kemur til dyra með byssu í hendinni og lögregluþjónninn segir honum að taka skref aftur á bak, rétt áður en hann skýtur hann nokkrum sinnum úr návígi. Eftir skothríðina segir lögregluþjónninn Fortson að sleppa byssunni. Ekki lítur út fyrir að Fortson hafi á nokkrum tíma lyft byssunni eða gefið til kynna að hann ætlaði að skjóta. Hér að neðan má sjá myndbandið úr vestismyndavél lögregluþjónsins. Á eftir því má svo sjá myndband sem kærasta Forston tók af spjaldtölvu sinni en hún var í samtali við Fortson þegar hann var skotinn. Þar má heyra lögregluþjóninn segja Fortson að hætta að hreyfa sig, þegar sá síðarnefndi segist eiga erfitt með andardrátt. Þar heyrist einnig hvernig einhver segir Fortson hafa verið skotinn sex sinnum. Vert er að vara viðkvæma við myndbandinu. Crump hefur ítrekað eftir að myndbandið var birt að hann telji enn að lögregluþjónninn hafi bankað á rangar dyr. Forston hafi verið í samtali við kærustu sína um nokkuð skeið og hann hafi verið einn í íbúðinni. Atvikið er enn til rannsóknar og liggur ekki fyrir niðurstaða um það hvort skothríð lögregluþjónsins sé metin réttmæt eða ekki. Forsvarsmenn lögreglunnar segja lögregluþjóninn hafa hleypt úr byssu sinni í sjálfsvörn. Sambærileg atvik hafa vakið mikla athygli Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur það nokkrum sinnum gerst á undanförnum árum að þeldökkt fólk hefur verið skotið heima hjá sér af lögregluþjónum. Árið 2018 var Amber Guyger, hvít lögreglukona, á leið heim til sín í Dallas. Hún fór íbúðavillt og gekk inn á heimili 26 ára manns sem hét Botham Jean. Henni brá við að sjá hann þar inni og skaut hann til bana. Hún var sakfelld fyrir morð. Árið 2019 var Atatiana Jefferson, 28 ára svört kona, skotin til bana á heimili sínu í Texas. Lögregluþjónar höfðu verið kallaðir til vegna þess að útidyr hússins voru opnar. Lögregluþjónar sögðust hafa talið að innbrotsþjófur væri á heimilinu og því bönkuðu þeir ekki á dyrnar og kynntu sig, heldur laumuðust aftan að húsinu. Myndband úr vestisvél lögregluþjónsins Aaron Dean, sýndu hann skjóta Jefferson inn um glugga, rétt eftir að hann skipaði henni að lyfta höndum. Hún hafði verið að spila tölvuleik með átta ára frænda sínum og hurðin var opin því þau höfðu brennt hamborgara. Dean var dæmdur í fangelsi árið 2022. Árið 2020 skutu lögregluþjónar hina 26 ára gömlu Breonnu Taylor til bana á heimili hennar í Louisville í Kentucky. Þá voru þeir að leita fíkniefna en fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður hefur játað að hafa falsa leitarheimild sem leiddi til áhlaupsins. Málið vakti gífurlega athygli á sínum tíma. Taylor og kærasti hennar voru sofandi í rúmi sínu þegar lögreglumennirnir réðust inn á heimilið og greip kærasti hennar til skammbyssu, sem hann geymdi í náttborðinu sínu, og skaut einn lögreglumannanna þegar þeir réðust inn í svefnherbergið. Lögreglumennirnir hófu þá skothríð sem hæfði Taylor ítrekað.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira