Að skreyta sig með stolnum fjöðrum Sema Erla Serdaroglu skrifar 31. maí 2024 14:45 Undanfarna daga hefur þeirri áhugaverðu söguskýringu verið haldið á lofti að það sé ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur eitthvað sérstaklega að þakka að fjöldinn allur af Palestínufólki hafi komist undan þjóðarmorði á Gaza og hingað til Íslands, þar sem fólkið er með dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Dvalarleyfi sem þau eiga einfaldlega rétt á samkvæmt lögum og er engum að "þakka." Íslensk stjórnvöld voru einfaldlega ekki að vinna markvisst að því að koma palestínskum dvalarleyfishöfum út af Gaza fyrr en íslenskar konur, sem gáfust upp á ömurlegu aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar vegna þjóðarmorðsins á Gaza, fóru einfaldlega út á eigin vegum í byrjun febrúar 2024 og sóttu Palestínufólk til Gaza og komu því heim til Íslands. Í kjölfarið hófst risastór sjálfboðaliðaaðgerð sem fól í sér að sækja alla palestínska dvalarleyfishafa til Gaza og koma þeim heim til Íslands. Í mars, mánuði eftir að fyrsti sjálfboðaliðahópurinn fór út, og fimm mánuðum eftir að yfirstandandi þjóðernishreinsanir hófust á Gaza, sótti ríkisstjórn Íslands hóp Palestínufólks og kom þeim til landsins, eftir að hafa verið algjörlega niðurlægð af almenningi sem gat komið fólki út af Gaza án mikilla vandkvæða. Stjórnvöld skyldu þó um 50 palestínska einstaklinga, sem allir eru með dvalarleyfi á Íslandi, eftir á Gaza og gáfu það út að þau yrðu ekki sótt. Áður en stjórnvöld sóttu afmarkaða hóp Palestínufólks og komu þeim til landsins voru sjálfboðaliðar þó þegar búnir að greiða leið þeirra allra út af Gaza og von var á þeim út á næstu dögum. Sjálfboðaliðar á vegum Solaris sóttu síðan alla þá einstaklinga sem íslensk stjórnvöld skyldu eftir á Gaza, og gátu komið út, og aðstoðuðu þau við að komast heim til Íslands. Í apríl kom svo upp hin ótrúlega staða að nokkrir tugir palestínufólks sem dvalarleyfi á Íslandi sat fastur í Kaíró dögum saman og þurftu að treysta á stuðning ókunnugra sjálfboðaliða með þak yfir höfuðið, mat, læknisþjónustu og lyf. Konur og börn, sum í tvær vikur. Það var vegna þess að utanríkisráðuneytið, fyrir hönd ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, hætti þann 1. mars 2024 að gefa út mikilvæg diplómatísk gögn sem eru skilyrði fyrir því að Palestínufólkið sem kom út af Gaza og er með dvalarleyfi á Íslandi gat komist frá Egyptalandi án vandkvæða og ferðast til Íslands með aðstoð alþjóða fólksflutningastofnunarinnar. Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, og núverandi forsætisráðherra, kom þannig viljandi í veg fyrir að íslenskir dvalaleyfishafar kæmust til landsins sem þau eiga rétt á dvöl í. Þau bera ábyrgð á því að fjöldi palestínskra barna og kvenna sem voru að koma út af átakasvæði sat óvænt fastur í ókunnugu landi, með allri þeirri óvissu og óöryggi sen því fylgdi, dögum saman. Ég gekk persónulega í þetta mál og sá til þess að utanríkisráðuneytið uppfyllti lagalegar skyldur sínar gagnvart fólkinu og við gátum komið þeim heim í faðm fjölskyldu sinnar. Á sama tíma vann ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að því að þrengja skilyrðin fyrir því að fólk geti fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Í fjóra mánuði hefur mikill fjöldi sjálfboðaliða unnið að því að koma hátt í 200 einstaklingum undan þjóðarmorði á Gaza og til Íslands. Sum okkar hafa unnið að því verkefni, dag og nótt, alla daga, síðan í byrjun febrúar, og einfaldlega gefið allt sem við eigum til þess að gera þetta að raunveruleika. Þessi mannúðaraðgerð hefur kostað margt, meðal annars rúmar 90 milljónir, sem er sú upphæð sem safnaðist á meðal almennings til þess að koma fólkinu okkar heim af Gaza upphæð sem safnaðist með fjölda framlaga og alls konar framtaki. Það er öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum í þeirri aðgerð að þakka að fólkið komst undan þjóðarmorði á Gaza og til fjölskyldu sinnar á Íslandi. Ekki ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Þið fáið ekki að breyta sögunni ykkur í hag - eftir á. Höfundur er formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur þeirri áhugaverðu söguskýringu verið haldið á lofti að það sé ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur eitthvað sérstaklega að þakka að fjöldinn allur af Palestínufólki hafi komist undan þjóðarmorði á Gaza og hingað til Íslands, þar sem fólkið er með dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Dvalarleyfi sem þau eiga einfaldlega rétt á samkvæmt lögum og er engum að "þakka." Íslensk stjórnvöld voru einfaldlega ekki að vinna markvisst að því að koma palestínskum dvalarleyfishöfum út af Gaza fyrr en íslenskar konur, sem gáfust upp á ömurlegu aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar vegna þjóðarmorðsins á Gaza, fóru einfaldlega út á eigin vegum í byrjun febrúar 2024 og sóttu Palestínufólk til Gaza og komu því heim til Íslands. Í kjölfarið hófst risastór sjálfboðaliðaaðgerð sem fól í sér að sækja alla palestínska dvalarleyfishafa til Gaza og koma þeim heim til Íslands. Í mars, mánuði eftir að fyrsti sjálfboðaliðahópurinn fór út, og fimm mánuðum eftir að yfirstandandi þjóðernishreinsanir hófust á Gaza, sótti ríkisstjórn Íslands hóp Palestínufólks og kom þeim til landsins, eftir að hafa verið algjörlega niðurlægð af almenningi sem gat komið fólki út af Gaza án mikilla vandkvæða. Stjórnvöld skyldu þó um 50 palestínska einstaklinga, sem allir eru með dvalarleyfi á Íslandi, eftir á Gaza og gáfu það út að þau yrðu ekki sótt. Áður en stjórnvöld sóttu afmarkaða hóp Palestínufólks og komu þeim til landsins voru sjálfboðaliðar þó þegar búnir að greiða leið þeirra allra út af Gaza og von var á þeim út á næstu dögum. Sjálfboðaliðar á vegum Solaris sóttu síðan alla þá einstaklinga sem íslensk stjórnvöld skyldu eftir á Gaza, og gátu komið út, og aðstoðuðu þau við að komast heim til Íslands. Í apríl kom svo upp hin ótrúlega staða að nokkrir tugir palestínufólks sem dvalarleyfi á Íslandi sat fastur í Kaíró dögum saman og þurftu að treysta á stuðning ókunnugra sjálfboðaliða með þak yfir höfuðið, mat, læknisþjónustu og lyf. Konur og börn, sum í tvær vikur. Það var vegna þess að utanríkisráðuneytið, fyrir hönd ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, hætti þann 1. mars 2024 að gefa út mikilvæg diplómatísk gögn sem eru skilyrði fyrir því að Palestínufólkið sem kom út af Gaza og er með dvalarleyfi á Íslandi gat komist frá Egyptalandi án vandkvæða og ferðast til Íslands með aðstoð alþjóða fólksflutningastofnunarinnar. Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, og núverandi forsætisráðherra, kom þannig viljandi í veg fyrir að íslenskir dvalaleyfishafar kæmust til landsins sem þau eiga rétt á dvöl í. Þau bera ábyrgð á því að fjöldi palestínskra barna og kvenna sem voru að koma út af átakasvæði sat óvænt fastur í ókunnugu landi, með allri þeirri óvissu og óöryggi sen því fylgdi, dögum saman. Ég gekk persónulega í þetta mál og sá til þess að utanríkisráðuneytið uppfyllti lagalegar skyldur sínar gagnvart fólkinu og við gátum komið þeim heim í faðm fjölskyldu sinnar. Á sama tíma vann ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að því að þrengja skilyrðin fyrir því að fólk geti fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Í fjóra mánuði hefur mikill fjöldi sjálfboðaliða unnið að því að koma hátt í 200 einstaklingum undan þjóðarmorði á Gaza og til Íslands. Sum okkar hafa unnið að því verkefni, dag og nótt, alla daga, síðan í byrjun febrúar, og einfaldlega gefið allt sem við eigum til þess að gera þetta að raunveruleika. Þessi mannúðaraðgerð hefur kostað margt, meðal annars rúmar 90 milljónir, sem er sú upphæð sem safnaðist á meðal almennings til þess að koma fólkinu okkar heim af Gaza upphæð sem safnaðist með fjölda framlaga og alls konar framtaki. Það er öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum í þeirri aðgerð að þakka að fólkið komst undan þjóðarmorði á Gaza og til fjölskyldu sinnar á Íslandi. Ekki ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Þið fáið ekki að breyta sögunni ykkur í hag - eftir á. Höfundur er formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar