Að skreyta sig með stolnum fjöðrum Sema Erla Serdaroglu skrifar 31. maí 2024 14:45 Undanfarna daga hefur þeirri áhugaverðu söguskýringu verið haldið á lofti að það sé ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur eitthvað sérstaklega að þakka að fjöldinn allur af Palestínufólki hafi komist undan þjóðarmorði á Gaza og hingað til Íslands, þar sem fólkið er með dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Dvalarleyfi sem þau eiga einfaldlega rétt á samkvæmt lögum og er engum að "þakka." Íslensk stjórnvöld voru einfaldlega ekki að vinna markvisst að því að koma palestínskum dvalarleyfishöfum út af Gaza fyrr en íslenskar konur, sem gáfust upp á ömurlegu aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar vegna þjóðarmorðsins á Gaza, fóru einfaldlega út á eigin vegum í byrjun febrúar 2024 og sóttu Palestínufólk til Gaza og komu því heim til Íslands. Í kjölfarið hófst risastór sjálfboðaliðaaðgerð sem fól í sér að sækja alla palestínska dvalarleyfishafa til Gaza og koma þeim heim til Íslands. Í mars, mánuði eftir að fyrsti sjálfboðaliðahópurinn fór út, og fimm mánuðum eftir að yfirstandandi þjóðernishreinsanir hófust á Gaza, sótti ríkisstjórn Íslands hóp Palestínufólks og kom þeim til landsins, eftir að hafa verið algjörlega niðurlægð af almenningi sem gat komið fólki út af Gaza án mikilla vandkvæða. Stjórnvöld skyldu þó um 50 palestínska einstaklinga, sem allir eru með dvalarleyfi á Íslandi, eftir á Gaza og gáfu það út að þau yrðu ekki sótt. Áður en stjórnvöld sóttu afmarkaða hóp Palestínufólks og komu þeim til landsins voru sjálfboðaliðar þó þegar búnir að greiða leið þeirra allra út af Gaza og von var á þeim út á næstu dögum. Sjálfboðaliðar á vegum Solaris sóttu síðan alla þá einstaklinga sem íslensk stjórnvöld skyldu eftir á Gaza, og gátu komið út, og aðstoðuðu þau við að komast heim til Íslands. Í apríl kom svo upp hin ótrúlega staða að nokkrir tugir palestínufólks sem dvalarleyfi á Íslandi sat fastur í Kaíró dögum saman og þurftu að treysta á stuðning ókunnugra sjálfboðaliða með þak yfir höfuðið, mat, læknisþjónustu og lyf. Konur og börn, sum í tvær vikur. Það var vegna þess að utanríkisráðuneytið, fyrir hönd ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, hætti þann 1. mars 2024 að gefa út mikilvæg diplómatísk gögn sem eru skilyrði fyrir því að Palestínufólkið sem kom út af Gaza og er með dvalarleyfi á Íslandi gat komist frá Egyptalandi án vandkvæða og ferðast til Íslands með aðstoð alþjóða fólksflutningastofnunarinnar. Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, og núverandi forsætisráðherra, kom þannig viljandi í veg fyrir að íslenskir dvalaleyfishafar kæmust til landsins sem þau eiga rétt á dvöl í. Þau bera ábyrgð á því að fjöldi palestínskra barna og kvenna sem voru að koma út af átakasvæði sat óvænt fastur í ókunnugu landi, með allri þeirri óvissu og óöryggi sen því fylgdi, dögum saman. Ég gekk persónulega í þetta mál og sá til þess að utanríkisráðuneytið uppfyllti lagalegar skyldur sínar gagnvart fólkinu og við gátum komið þeim heim í faðm fjölskyldu sinnar. Á sama tíma vann ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að því að þrengja skilyrðin fyrir því að fólk geti fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Í fjóra mánuði hefur mikill fjöldi sjálfboðaliða unnið að því að koma hátt í 200 einstaklingum undan þjóðarmorði á Gaza og til Íslands. Sum okkar hafa unnið að því verkefni, dag og nótt, alla daga, síðan í byrjun febrúar, og einfaldlega gefið allt sem við eigum til þess að gera þetta að raunveruleika. Þessi mannúðaraðgerð hefur kostað margt, meðal annars rúmar 90 milljónir, sem er sú upphæð sem safnaðist á meðal almennings til þess að koma fólkinu okkar heim af Gaza upphæð sem safnaðist með fjölda framlaga og alls konar framtaki. Það er öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum í þeirri aðgerð að þakka að fólkið komst undan þjóðarmorði á Gaza og til fjölskyldu sinnar á Íslandi. Ekki ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Þið fáið ekki að breyta sögunni ykkur í hag - eftir á. Höfundur er formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur þeirri áhugaverðu söguskýringu verið haldið á lofti að það sé ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur eitthvað sérstaklega að þakka að fjöldinn allur af Palestínufólki hafi komist undan þjóðarmorði á Gaza og hingað til Íslands, þar sem fólkið er með dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Dvalarleyfi sem þau eiga einfaldlega rétt á samkvæmt lögum og er engum að "þakka." Íslensk stjórnvöld voru einfaldlega ekki að vinna markvisst að því að koma palestínskum dvalarleyfishöfum út af Gaza fyrr en íslenskar konur, sem gáfust upp á ömurlegu aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar vegna þjóðarmorðsins á Gaza, fóru einfaldlega út á eigin vegum í byrjun febrúar 2024 og sóttu Palestínufólk til Gaza og komu því heim til Íslands. Í kjölfarið hófst risastór sjálfboðaliðaaðgerð sem fól í sér að sækja alla palestínska dvalarleyfishafa til Gaza og koma þeim heim til Íslands. Í mars, mánuði eftir að fyrsti sjálfboðaliðahópurinn fór út, og fimm mánuðum eftir að yfirstandandi þjóðernishreinsanir hófust á Gaza, sótti ríkisstjórn Íslands hóp Palestínufólks og kom þeim til landsins, eftir að hafa verið algjörlega niðurlægð af almenningi sem gat komið fólki út af Gaza án mikilla vandkvæða. Stjórnvöld skyldu þó um 50 palestínska einstaklinga, sem allir eru með dvalarleyfi á Íslandi, eftir á Gaza og gáfu það út að þau yrðu ekki sótt. Áður en stjórnvöld sóttu afmarkaða hóp Palestínufólks og komu þeim til landsins voru sjálfboðaliðar þó þegar búnir að greiða leið þeirra allra út af Gaza og von var á þeim út á næstu dögum. Sjálfboðaliðar á vegum Solaris sóttu síðan alla þá einstaklinga sem íslensk stjórnvöld skyldu eftir á Gaza, og gátu komið út, og aðstoðuðu þau við að komast heim til Íslands. Í apríl kom svo upp hin ótrúlega staða að nokkrir tugir palestínufólks sem dvalarleyfi á Íslandi sat fastur í Kaíró dögum saman og þurftu að treysta á stuðning ókunnugra sjálfboðaliða með þak yfir höfuðið, mat, læknisþjónustu og lyf. Konur og börn, sum í tvær vikur. Það var vegna þess að utanríkisráðuneytið, fyrir hönd ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, hætti þann 1. mars 2024 að gefa út mikilvæg diplómatísk gögn sem eru skilyrði fyrir því að Palestínufólkið sem kom út af Gaza og er með dvalarleyfi á Íslandi gat komist frá Egyptalandi án vandkvæða og ferðast til Íslands með aðstoð alþjóða fólksflutningastofnunarinnar. Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, og núverandi forsætisráðherra, kom þannig viljandi í veg fyrir að íslenskir dvalaleyfishafar kæmust til landsins sem þau eiga rétt á dvöl í. Þau bera ábyrgð á því að fjöldi palestínskra barna og kvenna sem voru að koma út af átakasvæði sat óvænt fastur í ókunnugu landi, með allri þeirri óvissu og óöryggi sen því fylgdi, dögum saman. Ég gekk persónulega í þetta mál og sá til þess að utanríkisráðuneytið uppfyllti lagalegar skyldur sínar gagnvart fólkinu og við gátum komið þeim heim í faðm fjölskyldu sinnar. Á sama tíma vann ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að því að þrengja skilyrðin fyrir því að fólk geti fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Í fjóra mánuði hefur mikill fjöldi sjálfboðaliða unnið að því að koma hátt í 200 einstaklingum undan þjóðarmorði á Gaza og til Íslands. Sum okkar hafa unnið að því verkefni, dag og nótt, alla daga, síðan í byrjun febrúar, og einfaldlega gefið allt sem við eigum til þess að gera þetta að raunveruleika. Þessi mannúðaraðgerð hefur kostað margt, meðal annars rúmar 90 milljónir, sem er sú upphæð sem safnaðist á meðal almennings til þess að koma fólkinu okkar heim af Gaza upphæð sem safnaðist með fjölda framlaga og alls konar framtaki. Það er öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum í þeirri aðgerð að þakka að fólkið komst undan þjóðarmorði á Gaza og til fjölskyldu sinnar á Íslandi. Ekki ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Þið fáið ekki að breyta sögunni ykkur í hag - eftir á. Höfundur er formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun