Vilja eiga aðkomu að ákvörðunum um aðgengi að viðkvæmum gögnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júní 2024 12:18 Alma Möller landlæknir skrifar undir umsögnina en í henni segir að það sé vandséð hvernig landlæknir og sóttvarnalæknir eigi að bera ábyrgð á gögnum ef þeir ráða engu um aðgengi að þeim. Vísir/Vilhelm Landlæknisembættið hefur lýst sig algjörlega andvígt því að afnema aðkomu ábyrgðaraðila að umfjöllun um umsóknir og sjálfstæði við ákvarðanatöku um aðgang að gögnum í þágu vísindarannsókna. Þetta kemur fram í umsögn embættisins til velferðarnefndar um frumvarp til breytinga á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Í umsögninni er fjallað um breytingartillögu þess efnis að svohljóðandi setningu verði bætt við 27. gr. gildandi laga: „Ábyrgðaraðili veitir aðgang að heilbrigðisgögnum þegar ábyrgðarmaður rannsóknar framvísar leyfi vísindasiðanefndar eða siðanefndar heilbrigðisrannsókna.“ Í umsögninni segir að embætti telji umrætt orðalag geta verið misskilið á þann hátt að það skyldi ábyrgðaraðila til gagna að afhenda þau á forsendu samþykkis vísindasiðanefndar eingöngu en óháð því hvort ábyrgðaraðili hefur heimilað afhendinguna. Rakið er að í minnisblaði heilbrigðisráðuneytisins til velferðarnefndar þar sem umsagnir vegna frumvarpsins eru reifaðar komi fram að ráðuneytið sé sammála þeirri afstöðu Íslenskrar erfðagreiningar að fella skuli niður það ákvæði laga þar sem tilgreint er að aðgangur að gögnum sé háður samþykki ábyrgðaraðila. Fjölmargir gagnagrunnar með viðkvæmum upplýsingum Landlæknisembætti lýsir sig „algjörlega andvígt“ þessu en með breytingunni væri meðal annars í raun verið að svipta ábyrgðaraðila gagna ábyrgð á gögnunum. Ábyrgðin væri þannig alfarið falin vísindasiðanefnd. Hjá embættinu sé haldið utan um fjölmarga gagnagrunna með viðkvæmum, persónugreinanlegum heilbrigðisupplýsingum. Þeir séu ýmist á ábyrgð landlæknis eða sóttvarnalæknis. Gagnagrunnarnir hafi verið notaðir af rannsakendum um árabil að gefnu samþykki landlæknisembættisins og umsóknarferlið hvorki íþyngjandi né svartími langur. „Næði tillaga ráðuneytisins fram að ganga myndi hún í reynd leggja aukna ábyrgð á herðar vísindasiðanefndar. Því þyrfti að gera kröfu um að fulltrúar eða starfsfólk vísindasiðanefndar búi yfir mjög yfirgripsmikiIli þekkingu og hafi innsýn inn í alla gagnagrunna, lífsýnasöfn, söfn heilbrigðisupplýsinga og gæðagrunna sem starfræktir eru hér á landi,“ segir í umsögninni. „Auk þess þyrftu umsóknir til vísindasiðanefndar að vera mun Ítarlegri og umfangsmeiri en þær umsóknir sem nú eru lagðar til grundvallar mati nefndarinnar. Er það mat embættis landlæknis að umrædd breyting myndi Í raun auka álag á vísindasiðanefnd og hvorki tryggja styttingu umsóknarferlis né styttri bið rannsakenda eftir gögnum.“ Heilbrigðismál Persónuvernd Vísindi Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn embættisins til velferðarnefndar um frumvarp til breytinga á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Í umsögninni er fjallað um breytingartillögu þess efnis að svohljóðandi setningu verði bætt við 27. gr. gildandi laga: „Ábyrgðaraðili veitir aðgang að heilbrigðisgögnum þegar ábyrgðarmaður rannsóknar framvísar leyfi vísindasiðanefndar eða siðanefndar heilbrigðisrannsókna.“ Í umsögninni segir að embætti telji umrætt orðalag geta verið misskilið á þann hátt að það skyldi ábyrgðaraðila til gagna að afhenda þau á forsendu samþykkis vísindasiðanefndar eingöngu en óháð því hvort ábyrgðaraðili hefur heimilað afhendinguna. Rakið er að í minnisblaði heilbrigðisráðuneytisins til velferðarnefndar þar sem umsagnir vegna frumvarpsins eru reifaðar komi fram að ráðuneytið sé sammála þeirri afstöðu Íslenskrar erfðagreiningar að fella skuli niður það ákvæði laga þar sem tilgreint er að aðgangur að gögnum sé háður samþykki ábyrgðaraðila. Fjölmargir gagnagrunnar með viðkvæmum upplýsingum Landlæknisembætti lýsir sig „algjörlega andvígt“ þessu en með breytingunni væri meðal annars í raun verið að svipta ábyrgðaraðila gagna ábyrgð á gögnunum. Ábyrgðin væri þannig alfarið falin vísindasiðanefnd. Hjá embættinu sé haldið utan um fjölmarga gagnagrunna með viðkvæmum, persónugreinanlegum heilbrigðisupplýsingum. Þeir séu ýmist á ábyrgð landlæknis eða sóttvarnalæknis. Gagnagrunnarnir hafi verið notaðir af rannsakendum um árabil að gefnu samþykki landlæknisembættisins og umsóknarferlið hvorki íþyngjandi né svartími langur. „Næði tillaga ráðuneytisins fram að ganga myndi hún í reynd leggja aukna ábyrgð á herðar vísindasiðanefndar. Því þyrfti að gera kröfu um að fulltrúar eða starfsfólk vísindasiðanefndar búi yfir mjög yfirgripsmikiIli þekkingu og hafi innsýn inn í alla gagnagrunna, lífsýnasöfn, söfn heilbrigðisupplýsinga og gæðagrunna sem starfræktir eru hér á landi,“ segir í umsögninni. „Auk þess þyrftu umsóknir til vísindasiðanefndar að vera mun Ítarlegri og umfangsmeiri en þær umsóknir sem nú eru lagðar til grundvallar mati nefndarinnar. Er það mat embættis landlæknis að umrædd breyting myndi Í raun auka álag á vísindasiðanefnd og hvorki tryggja styttingu umsóknarferlis né styttri bið rannsakenda eftir gögnum.“
Heilbrigðismál Persónuvernd Vísindi Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent