Atvinnulaus leikskólakennari, það er víst til Tinna Berg Damayanthi Rúnarsdóttir skrifar 7. júní 2024 15:00 Ég er fjögurra barna móðir, búsett í Árborg, ég er leikskólakennari að mennt ásamt að öðlast BA gráðu í Félagsvísindum núna á næstu vikum. Ég á börn á leikskólaaldri sem hafa seint komist inn á leikskóla og aldrei komist inn til dagforeldra þrátt fyrir að hafa sótt um mjög snemma á meðgöngu. Næst yngsti sonur minn fæddur júlí ´21 komst inn síðasta haust þá rúmlega 2 ára. Yngsti sonur minn kemst ekki inn fyrr en haustið ´25 þá rúmlega 2,5 ára. Og eins og fyrr hefur komið fram enginn af þeim hefur komist til dagforeldra. Undanfarin ár hef ég stundað fullt nám við Háskólann Á Akureyri með börnin heima þar til þeir fá leikskólapláss undir gríðarlegu álagi, safnandi námslánum því sem námsmaður hef ég rétt á 6 mánuðum á fæðingarstyrk námsmanna ( 201.000 kr). Ekki get ég verið heima hjá mér launalaus í rúmlega tvö ár. Það er ekki einungis streituvaldandi að vita ekki hvernig maður á að lifa þegar maður kemst ekki til starfa, heldur maður þarf að leggja á sig og fjölskyldu sína mikið álag til að reyna að hafa einhverjar tekjur. En afhverju furða ég mig á vinnubrögðu sveitarfélagsins? Ég sendi þáverandi sveitarstjóra Fjólu mail í byrjun árs, við höfum átt í þónokkrum samskiptum bæði í gegnum tölvupóst og síma og hefur hún sýnt stöðu minni mikinn skilning og virkilega reynt að leggja sig fram til að hafa einhver svör eða lausnir fyrir mig en eins og flestir vita er hún nú farin frá, ég er henni virkilega þakklát fyrir hjálpina. Nú, eins og fyrr hefur komið fram er ég leikskólakennari að mennt. Auðsótt starf hafði ég haldið því eins og flestir vita er vöntun á leikskólakennurum á leikskóla landsins, en greinilega ekki í Árborg. Þegar ég menntaði mig grunaði mig aldrei að ég yrði einhverntíman atvinnulaus einungis vegna þess að barnið mitt kæmist ekki í daggæslu. Eins og mörgum er kunnugt um þá fer leikskólakennurum fækkandi, þeir snúa ekki til starfa eftir nám eða hefja störf á öðrum vettvangi, færri sækja um námið og svo framvegis, væri þá ekki eðlilegt að reyna að vinna í því að fá leikskólakennara til starfa á leikskólum landsins. Það þarf mikið að breyta bæði vinnuumhverfi starfsfólk leikskóla, aðstæðum og öðrum eins og við flest vitum en að leikskólakennari geti ekki snúið til starfa er eiginlega til háborinnar skammar. Hér í Árborg er enginn starfsmannaforgangur, ekki einu sinni fyrir leikskólakennara. Hér eru engar heimgreiðslur fyrir foreldra sem ekki komast á vinnumarkaðinn vegna vöntunar á daggæslu. Svo núna blasir við mér að ég verði hugsanlega fyrsti atvinnulausi leikskólakennarinn næsta haust, það hljómar nú frekar galið ekki satt? En ekki get ég sótt um atvinnuleysisbætur því ekki er ég með örugga daggæslu fyrir barnið. Það stefnir í að ég fari í Meistaranám í haust á námslánum, á sama tíma og ég er heima með yngsta son minn ( sem sagt ekki að njóta þess að vera með honum) sem er bæði gríðarlegt álag fyrir mig og fjölskyldu okkar, því það er mikið álag að stunda fullt nám, læra fyrir próf, skrifa ritgerðir og reyna að sinna eins árs gömlu barni. Ég er ansi smeyk um að með þessu áframhaldi verði það til þess að ég geti hreinlega ekki snúið aftur til starfa sem leikskólakennari, starfi sem ég lagði á mig menntun til að ná, starfi sem ég elska að sinna, mínu draumastarfi. Ég hef sent margann tölvupóstinn á Árborg eða símtölin, en hef ekki fengið svör, það ætla allir að skoða málið. „afhverju er ekki forgangur fyrir starfsfólk eða leikskólakennara“ Því jú, það ætti nú heldur betur að vera „win win“ fyrir alla. Og afhverju eru ekki heimgreiðslur? Um daginn var bæjarstjórnarfundur þar sem samþykkt var að veita foreldrum styrk sem nú eiga börn hjá dagforeldrum sem eru orðin 18 mánaða, sem er frábært framlag en á meðan eins og svo oft áður gleymist fólkið sem ekki getur snúið til starfa. Mín von er sú að með þessum pistli fái ég einhver svör, að einhverjar breytingar verði gerðar svo ég geti snúið til starfa í draumastarfinu mínu. Höfundur er leikskólakennari, fjögurra barna móðir og námsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla- og menntamál Árborg Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Ég er fjögurra barna móðir, búsett í Árborg, ég er leikskólakennari að mennt ásamt að öðlast BA gráðu í Félagsvísindum núna á næstu vikum. Ég á börn á leikskólaaldri sem hafa seint komist inn á leikskóla og aldrei komist inn til dagforeldra þrátt fyrir að hafa sótt um mjög snemma á meðgöngu. Næst yngsti sonur minn fæddur júlí ´21 komst inn síðasta haust þá rúmlega 2 ára. Yngsti sonur minn kemst ekki inn fyrr en haustið ´25 þá rúmlega 2,5 ára. Og eins og fyrr hefur komið fram enginn af þeim hefur komist til dagforeldra. Undanfarin ár hef ég stundað fullt nám við Háskólann Á Akureyri með börnin heima þar til þeir fá leikskólapláss undir gríðarlegu álagi, safnandi námslánum því sem námsmaður hef ég rétt á 6 mánuðum á fæðingarstyrk námsmanna ( 201.000 kr). Ekki get ég verið heima hjá mér launalaus í rúmlega tvö ár. Það er ekki einungis streituvaldandi að vita ekki hvernig maður á að lifa þegar maður kemst ekki til starfa, heldur maður þarf að leggja á sig og fjölskyldu sína mikið álag til að reyna að hafa einhverjar tekjur. En afhverju furða ég mig á vinnubrögðu sveitarfélagsins? Ég sendi þáverandi sveitarstjóra Fjólu mail í byrjun árs, við höfum átt í þónokkrum samskiptum bæði í gegnum tölvupóst og síma og hefur hún sýnt stöðu minni mikinn skilning og virkilega reynt að leggja sig fram til að hafa einhver svör eða lausnir fyrir mig en eins og flestir vita er hún nú farin frá, ég er henni virkilega þakklát fyrir hjálpina. Nú, eins og fyrr hefur komið fram er ég leikskólakennari að mennt. Auðsótt starf hafði ég haldið því eins og flestir vita er vöntun á leikskólakennurum á leikskóla landsins, en greinilega ekki í Árborg. Þegar ég menntaði mig grunaði mig aldrei að ég yrði einhverntíman atvinnulaus einungis vegna þess að barnið mitt kæmist ekki í daggæslu. Eins og mörgum er kunnugt um þá fer leikskólakennurum fækkandi, þeir snúa ekki til starfa eftir nám eða hefja störf á öðrum vettvangi, færri sækja um námið og svo framvegis, væri þá ekki eðlilegt að reyna að vinna í því að fá leikskólakennara til starfa á leikskólum landsins. Það þarf mikið að breyta bæði vinnuumhverfi starfsfólk leikskóla, aðstæðum og öðrum eins og við flest vitum en að leikskólakennari geti ekki snúið til starfa er eiginlega til háborinnar skammar. Hér í Árborg er enginn starfsmannaforgangur, ekki einu sinni fyrir leikskólakennara. Hér eru engar heimgreiðslur fyrir foreldra sem ekki komast á vinnumarkaðinn vegna vöntunar á daggæslu. Svo núna blasir við mér að ég verði hugsanlega fyrsti atvinnulausi leikskólakennarinn næsta haust, það hljómar nú frekar galið ekki satt? En ekki get ég sótt um atvinnuleysisbætur því ekki er ég með örugga daggæslu fyrir barnið. Það stefnir í að ég fari í Meistaranám í haust á námslánum, á sama tíma og ég er heima með yngsta son minn ( sem sagt ekki að njóta þess að vera með honum) sem er bæði gríðarlegt álag fyrir mig og fjölskyldu okkar, því það er mikið álag að stunda fullt nám, læra fyrir próf, skrifa ritgerðir og reyna að sinna eins árs gömlu barni. Ég er ansi smeyk um að með þessu áframhaldi verði það til þess að ég geti hreinlega ekki snúið aftur til starfa sem leikskólakennari, starfi sem ég lagði á mig menntun til að ná, starfi sem ég elska að sinna, mínu draumastarfi. Ég hef sent margann tölvupóstinn á Árborg eða símtölin, en hef ekki fengið svör, það ætla allir að skoða málið. „afhverju er ekki forgangur fyrir starfsfólk eða leikskólakennara“ Því jú, það ætti nú heldur betur að vera „win win“ fyrir alla. Og afhverju eru ekki heimgreiðslur? Um daginn var bæjarstjórnarfundur þar sem samþykkt var að veita foreldrum styrk sem nú eiga börn hjá dagforeldrum sem eru orðin 18 mánaða, sem er frábært framlag en á meðan eins og svo oft áður gleymist fólkið sem ekki getur snúið til starfa. Mín von er sú að með þessum pistli fái ég einhver svör, að einhverjar breytingar verði gerðar svo ég geti snúið til starfa í draumastarfinu mínu. Höfundur er leikskólakennari, fjögurra barna móðir og námsmaður.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar