Klára frekar barneignir í Noregi en að flytja aftur heim Lovísa Arnardóttir skrifar 20. júní 2024 21:45 Öll fjölskyldan að njóta saman í Noregi. Aðsend Dóra Sóldís Ásmundardóttir og maðurinn hennar Sindri Ingólfsson búa í Osló Noregi og eiga tvö börn, Flóka og Öglu Guðrúnu, undir þriggja ára aldri. Þau hafa komið sér vel fyrir í Noregi og eiga ekki endilega von á því að koma heim strax. Eftir að sonur þeirra fæddist fyrir um þremur árum reyndu þau það en gátu ekki látið reikningsdæmið ganga upp, því þau sáu ekki fram á að fá leikskólapláss. Dóra Sóldís fagnar umræðu um aðstæður barnafjölskyldna á Íslandi og skorar á íslensk stjórnvöld að gera Ísland að aðlaðandi kosti fyrir ungar barnafjölskyldur. Dóra Sóldís fer yfir aðstæður fjölskyldunnar í aðsendri grein á Vísi í dag. „Áður en ég eignaðist barn sjálf fékk ég oft að heyra að lífssýn manns breytist við það að eignast barn. Það gerðist svo sannarlega hjá mér þegar strákurinn okkar kom í heiminn í Noregi, haustið 2021. Skyndilega kom löngunin til þess að flytja aftur til Íslands og vera nær ömmum, öfum og vinum. Það væri voðaloga notalegt að geta skroppið í mat til mömmu og pappa á sunnudegi og fengið pössun eftir vinnu á þriðjudegi,“ segir Dóra Sóldís í grein sinni. Eftir það hafi hún og maðurinn hennar alvarlega byrjað að skoða þann möguleika að flytja heim. Þau hafi fundið spennandi atvinnutækifæri, hafi talið sig geta reddað húsnæðismálum þó það yrði sársaukafullt en svo þegar kom að leikskólamálum hafi reikningsdæmið ekki lengur gengið upp. „Án dagvistunar getum við ekki bæði unnið. Við höfðum ekki efni á taka langt launalaust orlof. Við höfðum í rauninni ekki efni á að flytja heim til Íslands. Matur hjá mömmu og pabba á sunnudögum og ömmudekur eftir leikskóla á þriðjudögum bíður því betri tíma,“ segir Dóra Sóldís í grein sinni. Enn í Noregi og ekki á heimleið Þremur árum eftir þessa pælingu eru þau enn í Noregi, komin með annað barn og ekki á heimleið á næstunni. „Þetta var kerfisvandamál þegar við ætluðum að koma heim en við höfum bæði fengið svo góð tækifæri hérna núna að við erum auðvitað ekkert á leið heim,“ segir Dóra Sóldís í samtali við fréttastofu. Í dag er hún í fæðingarorlofi með yngra barnið og í miðju fjögurra ára doktorsnámi í umhverfissálfræði. Maðurinn hennar með vinnur sem hugbúnaðarverkfræðingur hjá Cisco systems. „Fjölskyldunni finnst þetta auðvitað leiðinlegt. En þau styðja okkur í því sem við gerum. Þau vona auðvitað að á endanum flytjum við aftur heim. Það er von allra en maður veit alveg að eftir því sem maður býr lengur í útlöndum er líklegra að maður ílengist,“ segir Dóra Sóldís. Dóra og Flóki.Aðsend Fjölskyldan sé búin að kynnast Íslendingasamfélaginu vel í Noregi og líki það vel. Þau gangi að leikskólaplássi vísu og góðu fæðingarorlofi. Þau sjái á öðrum að flestir ætla sér aðeins að stoppa stutt en svo fæðist börn, fólk kynnist samfélaginu og „lífið gerist“. „Þegar við könnuðum starfsmöguleika heima fyrir þremur árum fengum við bæði spennandi tilboð en komumst fljótlega að því að við gátum ekki komið heim út af leikskólaplássi. Þá var alveg eins gott að finna sér eitthvað hér.“ Líður vel í Noregi Þau eru núna búin að kaupa sér íbúð í Noregi með talsvert betri kjörum en bjóðast á Íslandi. „Okkur líður mjög vel hérna og það er alveg skrítið að pæla í því að við vorum bara nánast búin að tilkynna fjölskyldunni að við værum að flytja heim fyrir þremur árum.“ Þannig það er kannski alls ekki spennandi að koma núna? „Klárlega ekki. Sérstaklega ekki þegar við erum komin með annað barn. Það er ekki sjéns að flytja heim. Okkur dettur það ekki í hug. Við þurfum eiginlega bara að klára barneignarpakkann og leikskólapakkann í Noregi áður en við förum að pæla í því að koma aftur heim.“ Allskonar staðreyndir Með grein sinni setur Dóra Sóldís nokkrar staðreyndir um muninn á aðstöðu barnafjölskyldna á Íslandi og Noregi. Sem dæmi að fæðingarorlofið hefjist á 37. viku í Noregi og því þurfi konur ekki að ganga á veikindaleyfi sitt. Það er þekkt á Íslandi að konur skrái sig í veikindaleyfi nokkrum fyrir vikur fæðingu til að þurfa ekki að ganga á fæðingarorlofið. Þá segir að í Noregi sé ákveðið tekjuþak en það orðið algengt að vinnuveitandi greiði mismuninn. Það er alger undantekning að það sé gert á Íslandi Fæðingarorlofsgreiðslur eru um 80 prósent af launum en samt aldrei hærri en 600 þúsund hafi fólk verið í fullu starfi. Flóki uppi á fjalli.Aðsend Þá segir Dóra Sóldís að í Noregi fái foreldrar greiðslu mánaðarlega sé barnið þeirra ekki komið inn á leikskóla tólf mánaða til tveggja ára aldurs barnsins. Greiðslan nemur um hundrað þúsund krónum íslenskum. Þá á öllum börnum í Noregi að vera tryggt leikskólapláss við 12 mánaða aldur eða nokkrum mánuðum seinna. Erfiðast er að fá pláss fyrir börn sem eru fædd í desember en þau fá ekki pláss fyrr en þau eru 18 mánaða. Noregur Réttindi barna Börn og uppeldi Heilbrigðismál Fæðingarorlof Skóla- og menntamál Leikskólar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Börn verði tekin framyfir gæluverkefni Sylvía Briem Friðjóns þriggja barna móðir sem komin er með nóg af dagvistunarvandræðum foreldra segir að hjarta sitt brotni vegna allra þeirra frásagna sem hún hefur fengið frá foreldrum í vandræðum. Hún segir dæmi um að fólk hafi valið að fara í þungunarrof vegna dagvistunarvandans og hvetur stjórnmálamenn til að láta af gæluverkefnum og leysa vanda foreldra í eitt skiptið fyrir öll. 20. júní 2024 14:00 „Ég er komin með gjörsamlega nóg af þessu“ „Ég er komin með gjörsamlega nóg af þessu,“ segir Sylvía Briem Friðjónsdóttir sem vakið hefur athygli á bágri stöðu nýbakaðra foreldra. Hún kveðst hafa fengið ábendingar um gjaldþrot foreldra sem hafi tekið sér fæðingarorlof og spyr hvort það sé orðinn lúxus að fjölga sér. 18. júní 2024 10:54 Stjórnmálamenn sem reiða sig á gleymsku kjósenda Athafnakonan Sylvía Briem Friðjónsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir samfélagsmiðlafærslu um erfiða stöðu nýbakaðra foreldra. Sylvía á ung börn og gerði bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar að umtalsefni. Hún spurði hreinlega hvort það væri orðinn „lúxus að fjölga sér“. Varaþingmaður Viðreisnar, María Rut Kristinsdóttir, benti á málflutninginn undir liðnum störf þingsins - fjölskyldufólk væri að bugast undan álaginu sem fylgir þessu bili. 18. júní 2024 07:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Eftir að sonur þeirra fæddist fyrir um þremur árum reyndu þau það en gátu ekki látið reikningsdæmið ganga upp, því þau sáu ekki fram á að fá leikskólapláss. Dóra Sóldís fagnar umræðu um aðstæður barnafjölskyldna á Íslandi og skorar á íslensk stjórnvöld að gera Ísland að aðlaðandi kosti fyrir ungar barnafjölskyldur. Dóra Sóldís fer yfir aðstæður fjölskyldunnar í aðsendri grein á Vísi í dag. „Áður en ég eignaðist barn sjálf fékk ég oft að heyra að lífssýn manns breytist við það að eignast barn. Það gerðist svo sannarlega hjá mér þegar strákurinn okkar kom í heiminn í Noregi, haustið 2021. Skyndilega kom löngunin til þess að flytja aftur til Íslands og vera nær ömmum, öfum og vinum. Það væri voðaloga notalegt að geta skroppið í mat til mömmu og pappa á sunnudegi og fengið pössun eftir vinnu á þriðjudegi,“ segir Dóra Sóldís í grein sinni. Eftir það hafi hún og maðurinn hennar alvarlega byrjað að skoða þann möguleika að flytja heim. Þau hafi fundið spennandi atvinnutækifæri, hafi talið sig geta reddað húsnæðismálum þó það yrði sársaukafullt en svo þegar kom að leikskólamálum hafi reikningsdæmið ekki lengur gengið upp. „Án dagvistunar getum við ekki bæði unnið. Við höfðum ekki efni á taka langt launalaust orlof. Við höfðum í rauninni ekki efni á að flytja heim til Íslands. Matur hjá mömmu og pabba á sunnudögum og ömmudekur eftir leikskóla á þriðjudögum bíður því betri tíma,“ segir Dóra Sóldís í grein sinni. Enn í Noregi og ekki á heimleið Þremur árum eftir þessa pælingu eru þau enn í Noregi, komin með annað barn og ekki á heimleið á næstunni. „Þetta var kerfisvandamál þegar við ætluðum að koma heim en við höfum bæði fengið svo góð tækifæri hérna núna að við erum auðvitað ekkert á leið heim,“ segir Dóra Sóldís í samtali við fréttastofu. Í dag er hún í fæðingarorlofi með yngra barnið og í miðju fjögurra ára doktorsnámi í umhverfissálfræði. Maðurinn hennar með vinnur sem hugbúnaðarverkfræðingur hjá Cisco systems. „Fjölskyldunni finnst þetta auðvitað leiðinlegt. En þau styðja okkur í því sem við gerum. Þau vona auðvitað að á endanum flytjum við aftur heim. Það er von allra en maður veit alveg að eftir því sem maður býr lengur í útlöndum er líklegra að maður ílengist,“ segir Dóra Sóldís. Dóra og Flóki.Aðsend Fjölskyldan sé búin að kynnast Íslendingasamfélaginu vel í Noregi og líki það vel. Þau gangi að leikskólaplássi vísu og góðu fæðingarorlofi. Þau sjái á öðrum að flestir ætla sér aðeins að stoppa stutt en svo fæðist börn, fólk kynnist samfélaginu og „lífið gerist“. „Þegar við könnuðum starfsmöguleika heima fyrir þremur árum fengum við bæði spennandi tilboð en komumst fljótlega að því að við gátum ekki komið heim út af leikskólaplássi. Þá var alveg eins gott að finna sér eitthvað hér.“ Líður vel í Noregi Þau eru núna búin að kaupa sér íbúð í Noregi með talsvert betri kjörum en bjóðast á Íslandi. „Okkur líður mjög vel hérna og það er alveg skrítið að pæla í því að við vorum bara nánast búin að tilkynna fjölskyldunni að við værum að flytja heim fyrir þremur árum.“ Þannig það er kannski alls ekki spennandi að koma núna? „Klárlega ekki. Sérstaklega ekki þegar við erum komin með annað barn. Það er ekki sjéns að flytja heim. Okkur dettur það ekki í hug. Við þurfum eiginlega bara að klára barneignarpakkann og leikskólapakkann í Noregi áður en við förum að pæla í því að koma aftur heim.“ Allskonar staðreyndir Með grein sinni setur Dóra Sóldís nokkrar staðreyndir um muninn á aðstöðu barnafjölskyldna á Íslandi og Noregi. Sem dæmi að fæðingarorlofið hefjist á 37. viku í Noregi og því þurfi konur ekki að ganga á veikindaleyfi sitt. Það er þekkt á Íslandi að konur skrái sig í veikindaleyfi nokkrum fyrir vikur fæðingu til að þurfa ekki að ganga á fæðingarorlofið. Þá segir að í Noregi sé ákveðið tekjuþak en það orðið algengt að vinnuveitandi greiði mismuninn. Það er alger undantekning að það sé gert á Íslandi Fæðingarorlofsgreiðslur eru um 80 prósent af launum en samt aldrei hærri en 600 þúsund hafi fólk verið í fullu starfi. Flóki uppi á fjalli.Aðsend Þá segir Dóra Sóldís að í Noregi fái foreldrar greiðslu mánaðarlega sé barnið þeirra ekki komið inn á leikskóla tólf mánaða til tveggja ára aldurs barnsins. Greiðslan nemur um hundrað þúsund krónum íslenskum. Þá á öllum börnum í Noregi að vera tryggt leikskólapláss við 12 mánaða aldur eða nokkrum mánuðum seinna. Erfiðast er að fá pláss fyrir börn sem eru fædd í desember en þau fá ekki pláss fyrr en þau eru 18 mánaða.
Noregur Réttindi barna Börn og uppeldi Heilbrigðismál Fæðingarorlof Skóla- og menntamál Leikskólar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Börn verði tekin framyfir gæluverkefni Sylvía Briem Friðjóns þriggja barna móðir sem komin er með nóg af dagvistunarvandræðum foreldra segir að hjarta sitt brotni vegna allra þeirra frásagna sem hún hefur fengið frá foreldrum í vandræðum. Hún segir dæmi um að fólk hafi valið að fara í þungunarrof vegna dagvistunarvandans og hvetur stjórnmálamenn til að láta af gæluverkefnum og leysa vanda foreldra í eitt skiptið fyrir öll. 20. júní 2024 14:00 „Ég er komin með gjörsamlega nóg af þessu“ „Ég er komin með gjörsamlega nóg af þessu,“ segir Sylvía Briem Friðjónsdóttir sem vakið hefur athygli á bágri stöðu nýbakaðra foreldra. Hún kveðst hafa fengið ábendingar um gjaldþrot foreldra sem hafi tekið sér fæðingarorlof og spyr hvort það sé orðinn lúxus að fjölga sér. 18. júní 2024 10:54 Stjórnmálamenn sem reiða sig á gleymsku kjósenda Athafnakonan Sylvía Briem Friðjónsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir samfélagsmiðlafærslu um erfiða stöðu nýbakaðra foreldra. Sylvía á ung börn og gerði bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar að umtalsefni. Hún spurði hreinlega hvort það væri orðinn „lúxus að fjölga sér“. Varaþingmaður Viðreisnar, María Rut Kristinsdóttir, benti á málflutninginn undir liðnum störf þingsins - fjölskyldufólk væri að bugast undan álaginu sem fylgir þessu bili. 18. júní 2024 07:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Börn verði tekin framyfir gæluverkefni Sylvía Briem Friðjóns þriggja barna móðir sem komin er með nóg af dagvistunarvandræðum foreldra segir að hjarta sitt brotni vegna allra þeirra frásagna sem hún hefur fengið frá foreldrum í vandræðum. Hún segir dæmi um að fólk hafi valið að fara í þungunarrof vegna dagvistunarvandans og hvetur stjórnmálamenn til að láta af gæluverkefnum og leysa vanda foreldra í eitt skiptið fyrir öll. 20. júní 2024 14:00
„Ég er komin með gjörsamlega nóg af þessu“ „Ég er komin með gjörsamlega nóg af þessu,“ segir Sylvía Briem Friðjónsdóttir sem vakið hefur athygli á bágri stöðu nýbakaðra foreldra. Hún kveðst hafa fengið ábendingar um gjaldþrot foreldra sem hafi tekið sér fæðingarorlof og spyr hvort það sé orðinn lúxus að fjölga sér. 18. júní 2024 10:54
Stjórnmálamenn sem reiða sig á gleymsku kjósenda Athafnakonan Sylvía Briem Friðjónsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir samfélagsmiðlafærslu um erfiða stöðu nýbakaðra foreldra. Sylvía á ung börn og gerði bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar að umtalsefni. Hún spurði hreinlega hvort það væri orðinn „lúxus að fjölga sér“. Varaþingmaður Viðreisnar, María Rut Kristinsdóttir, benti á málflutninginn undir liðnum störf þingsins - fjölskyldufólk væri að bugast undan álaginu sem fylgir þessu bili. 18. júní 2024 07:30