Goðsögn í fluginu lent eftir yfir hálfrar aldar flugrekstur Kristján Már Unnarsson skrifar 25. júní 2024 21:10 Hörður Guðmundsson við svipaða flugvél og hann byrjaði með á Ísafirði fyrir 54 árum. Þetta er einshreyfils stélhjólsvél af gerðinni Cessna 185. Egill Aðalsteinsson Brautryðjandi í íslenskum flugsamgöngum, Hörður Guðmundsson, er hættur flugrekstri, 54 árum eftir að hann stofnaði Flugfélagið Erni á Ísafirði. Hörður segir covid-heimsfaraldurinn hafa orðið til þess að hann missti eignarhaldið á félaginu en telur árin fyrir vestan standa upp úr. „Þetta er nú vélin, strákar mínir,” segir Hörður þegar hann sýnir okkur Cessnu 185 í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli. Það var einmitt á svipaðri einshreyfils stélhjólsvél sem hann hóf flugrekstur sinn á Ísafirði vorið 1970. Flugfélagið er nefnt eftir tveimur samnefndum vestfirskum fjöllum, fjallinu Erni, sem er ofan Arnardals við Skutulsfjörð, þaðan sem Hörður er ættaður, og fjallinu Erni ofan Bolungarvíkur, þaðan sem eiginkona hans, Jónína Guðmundsdóttir, er ættuð. „Við flugum vítt og breitt með póst um alla Vestfirði. Og mikið sjúkraflug. Það voru algjörar vegleysur stóran hluta ársins fyrir vestan. Djúpvegurinn var ekki kominn, - ófært yfir heiðar sex mánuði að minnsta kosti.“ Twin Otter Ernis, TF-ÖRN, á Patreksfjarðarflugvelli árið 1993 í áætlunarflugi milli byggða Vestfjarða.skjáskot/Stöð 2 Flugvélarnar stækkuðu, í frétt Stöðvar 2 sjáum við nítján sæta Twin Otter lenda á Patreksfirði árið 1993. Póstflugið varð grunnurinn að áætlunarflugi til allra byggða á vestanverðum Vestfjörðum. „Milli allra fjarða frá Ísafirði til Patreksfjarðar fimm daga vikunnar allan ársins hring,“ segir Hörður en flug Ernis skóp atvinnu fyrir fjóra flugmenn á Ísafirði þegar mest var auk flugvirkja og afgreiðslufólks. Árið 1994 var hann sæmdur fálkaorðunni fyrir sjúkraflug. En svo breyttust forsendur á Vestfjörðum, vegirnir bötnuðu, hann missti sjúkraflugið, pósturinn fór landleiðina og fólkinu fækkaði þegar togararnir hurfu úr þorpunum. Eftir það gerði Hörður út flugvélar sínar erlendis um sjö ára skeið. Hörður við Dornier-skrúfuþotuna.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Hann endurvakti svo Erni í Reykjavík, var með fjórar Jetstream-skrúfuþotur í áætlunarflugi á sex staði en flaggskipið var 32 sæta Dornier 328. Hún hefur núna verið seld úr landi, sem Hörður er ekki alveg sáttur við. „Ég veit til þess að það hefðu verið næg verkefni fyrir hana í sumar, bæði hér heima og í Grænlandi og jafnvel erlendis. En nýir fjárfestar tóku þá ákvörðun að selja vélina.“ Hörður segir rekstur Ernis lengst af hafa gengið vel. „Við komumst í gegnum flestar krísur og nánast því allar krísur hjálparlaust. Nema núna þegar covid kom.“ Jetstream-skrúfuþota Ernis á flugvellinum á Hornafirði.Arnar Halldórsson Hann var þá með milli 50 og 60 manns í vinnu, sem hann segir að ekki hafi verið hægt að segja upp nema taka fólkið af hlutabótaleið og greiða því full laun. Þetta hafi reynst félaginu ofviða. „Það varð til þess að við urðum að fá til okkar fjárfesta inn í félagið sem reka þetta núna.“ Þótt Hörður og fjölskylda eigi ennþá fjórðung í félaginu segist hann núna hættur almennum flugrekstri. „Já, ég held það. Ég held að mínum tíma sé lokið, sko. Ég get ekki sagt að minn tími muni koma. Hann er liðinn,“ segir Hörður og hlær. „Það eru góðar minningar. En ég varð ekki efnaður, sko. Ég get alveg sagt þér það. En allt í lagi. Ég tóri.“ Hjónin Hörður Guðmundsson og Jónína Guðmundsdóttir, stofnendur Flugfélagsins Ernis.Egill Aðalsteinsson En hvað stendur upp úr? „Ætli það hafi ekki bara verið tíminn fyrir vestan,“ svarar Hörður en tekur fram að þau ár hafi jafnframt verið erfið. „Við misstum flugvélar líka. Það urðu hjá okkur óhöpp og áföll sem var ekkert létt að taka á.“ Hörður segist þó ekki hættur að fljúga. „Það rann út hjá mér læknisskoðunin, sem ég er reyndar að fara að endurnýja aftur. Og það er flugskóli hérna, Geirfugl. Þeir ætla að slípa mig til aftur núna. Þannig að ég gæti farið að fljúga þessu apparati hérna innan skamms,” segir hann og bendir á litlu Cessnuna fyrir aftan sig. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Mýflug kaupir þriðjung í Erni og Hörður selur meirihlutann Eftir meira en hálfrar aldar rekstur hefur Hörður Guðmundsson selt meirihluta sinn í Flugfélaginu Erni og er Mýflug í Mývatnssveit orðinn þriðjungseigandi. Hörður segir að með þessu sé ætlunin að styrkja rekstur tveggja lítilla flugfélaga. 3. janúar 2023 19:30 Fyrstu flugfreyjur í sögu Ernis í fyrsta áætlunarflugi Dornier Þáttaskil urðu í sögu Flugfélagsins Ernis þegar stærsta og hraðfleygasta vél félagsins fór í sitt fyrsta áætlunarflug. Flugfreyjur voru um borð í vél félagsins í fyrsta sinn. 5. desember 2018 20:45 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira
„Þetta er nú vélin, strákar mínir,” segir Hörður þegar hann sýnir okkur Cessnu 185 í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli. Það var einmitt á svipaðri einshreyfils stélhjólsvél sem hann hóf flugrekstur sinn á Ísafirði vorið 1970. Flugfélagið er nefnt eftir tveimur samnefndum vestfirskum fjöllum, fjallinu Erni, sem er ofan Arnardals við Skutulsfjörð, þaðan sem Hörður er ættaður, og fjallinu Erni ofan Bolungarvíkur, þaðan sem eiginkona hans, Jónína Guðmundsdóttir, er ættuð. „Við flugum vítt og breitt með póst um alla Vestfirði. Og mikið sjúkraflug. Það voru algjörar vegleysur stóran hluta ársins fyrir vestan. Djúpvegurinn var ekki kominn, - ófært yfir heiðar sex mánuði að minnsta kosti.“ Twin Otter Ernis, TF-ÖRN, á Patreksfjarðarflugvelli árið 1993 í áætlunarflugi milli byggða Vestfjarða.skjáskot/Stöð 2 Flugvélarnar stækkuðu, í frétt Stöðvar 2 sjáum við nítján sæta Twin Otter lenda á Patreksfirði árið 1993. Póstflugið varð grunnurinn að áætlunarflugi til allra byggða á vestanverðum Vestfjörðum. „Milli allra fjarða frá Ísafirði til Patreksfjarðar fimm daga vikunnar allan ársins hring,“ segir Hörður en flug Ernis skóp atvinnu fyrir fjóra flugmenn á Ísafirði þegar mest var auk flugvirkja og afgreiðslufólks. Árið 1994 var hann sæmdur fálkaorðunni fyrir sjúkraflug. En svo breyttust forsendur á Vestfjörðum, vegirnir bötnuðu, hann missti sjúkraflugið, pósturinn fór landleiðina og fólkinu fækkaði þegar togararnir hurfu úr þorpunum. Eftir það gerði Hörður út flugvélar sínar erlendis um sjö ára skeið. Hörður við Dornier-skrúfuþotuna.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Hann endurvakti svo Erni í Reykjavík, var með fjórar Jetstream-skrúfuþotur í áætlunarflugi á sex staði en flaggskipið var 32 sæta Dornier 328. Hún hefur núna verið seld úr landi, sem Hörður er ekki alveg sáttur við. „Ég veit til þess að það hefðu verið næg verkefni fyrir hana í sumar, bæði hér heima og í Grænlandi og jafnvel erlendis. En nýir fjárfestar tóku þá ákvörðun að selja vélina.“ Hörður segir rekstur Ernis lengst af hafa gengið vel. „Við komumst í gegnum flestar krísur og nánast því allar krísur hjálparlaust. Nema núna þegar covid kom.“ Jetstream-skrúfuþota Ernis á flugvellinum á Hornafirði.Arnar Halldórsson Hann var þá með milli 50 og 60 manns í vinnu, sem hann segir að ekki hafi verið hægt að segja upp nema taka fólkið af hlutabótaleið og greiða því full laun. Þetta hafi reynst félaginu ofviða. „Það varð til þess að við urðum að fá til okkar fjárfesta inn í félagið sem reka þetta núna.“ Þótt Hörður og fjölskylda eigi ennþá fjórðung í félaginu segist hann núna hættur almennum flugrekstri. „Já, ég held það. Ég held að mínum tíma sé lokið, sko. Ég get ekki sagt að minn tími muni koma. Hann er liðinn,“ segir Hörður og hlær. „Það eru góðar minningar. En ég varð ekki efnaður, sko. Ég get alveg sagt þér það. En allt í lagi. Ég tóri.“ Hjónin Hörður Guðmundsson og Jónína Guðmundsdóttir, stofnendur Flugfélagsins Ernis.Egill Aðalsteinsson En hvað stendur upp úr? „Ætli það hafi ekki bara verið tíminn fyrir vestan,“ svarar Hörður en tekur fram að þau ár hafi jafnframt verið erfið. „Við misstum flugvélar líka. Það urðu hjá okkur óhöpp og áföll sem var ekkert létt að taka á.“ Hörður segist þó ekki hættur að fljúga. „Það rann út hjá mér læknisskoðunin, sem ég er reyndar að fara að endurnýja aftur. Og það er flugskóli hérna, Geirfugl. Þeir ætla að slípa mig til aftur núna. Þannig að ég gæti farið að fljúga þessu apparati hérna innan skamms,” segir hann og bendir á litlu Cessnuna fyrir aftan sig. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Mýflug kaupir þriðjung í Erni og Hörður selur meirihlutann Eftir meira en hálfrar aldar rekstur hefur Hörður Guðmundsson selt meirihluta sinn í Flugfélaginu Erni og er Mýflug í Mývatnssveit orðinn þriðjungseigandi. Hörður segir að með þessu sé ætlunin að styrkja rekstur tveggja lítilla flugfélaga. 3. janúar 2023 19:30 Fyrstu flugfreyjur í sögu Ernis í fyrsta áætlunarflugi Dornier Þáttaskil urðu í sögu Flugfélagsins Ernis þegar stærsta og hraðfleygasta vél félagsins fór í sitt fyrsta áætlunarflug. Flugfreyjur voru um borð í vél félagsins í fyrsta sinn. 5. desember 2018 20:45 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira
Mýflug kaupir þriðjung í Erni og Hörður selur meirihlutann Eftir meira en hálfrar aldar rekstur hefur Hörður Guðmundsson selt meirihluta sinn í Flugfélaginu Erni og er Mýflug í Mývatnssveit orðinn þriðjungseigandi. Hörður segir að með þessu sé ætlunin að styrkja rekstur tveggja lítilla flugfélaga. 3. janúar 2023 19:30
Fyrstu flugfreyjur í sögu Ernis í fyrsta áætlunarflugi Dornier Þáttaskil urðu í sögu Flugfélagsins Ernis þegar stærsta og hraðfleygasta vél félagsins fór í sitt fyrsta áætlunarflug. Flugfreyjur voru um borð í vél félagsins í fyrsta sinn. 5. desember 2018 20:45
Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15