Börn með skólatöskur Mjöll Matthíasdóttir skrifar 28. ágúst 2024 20:02 Ég er kennari og það er alltaf sérstök tilfinning þegar haustar að. Skáldið og kennarinn Vilborg Dagbjartsdóttir orðaði það svo: „Einhverja nóttina koma skógarþrestirnirað tína reyniber af trjánumáður en þeir leggja í langferðina yfir hafið,en það eru ekki þeir sem koma með haustiðþað gera lítil börn með skólatöskur.“ Á hverju hausti streyma börnin af stað í skólann – lítil börn með skólatöskur. Ég er viss um að margir foreldrar kannast við þá ljúfsáru tilfinningu að horfa á eftir barninu sínu hefja þá göngu. Ég minnist þess að hafa horft á eftir glöðu og eftirvæntingarfullu barni valhoppa af stað fyrsta skóladaginn. Innra með mér bærðust blendnar tilfinningar; gleði yfir eftirvæntingu barnsins blandin óvissu um framhaldið. Nú í haust hófu rúmlega 4.000 börn grunnskólagöngu í fyrsta sinn. Næstu tíu ár verður grunnskólinn vinnustaður þeirra. Hvernig þau fóta sig á þeirri göngu skiptir öllu máli og því þarf að vanda til eins og kostur er. Okkur sem samfélagi ber að hlúa vel að börnum og veita þeim bestu mögulega menntun. Þar skipta fagmennska og stöðugleiki miklu máli. Takist okkur að móta þannig umgjörð um skólagöngu barns er vel. Það er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka fyrir einstaklinginn og samfélagið allt. Við sem eldri erum og höfum lokið grunnskólagöngu lítum kannski stundum til baka. Hvernig sú upplifun situr í minningunni er örugglega misjafnt og ætti að gera okkur ljóst hve mikilvægt er að vel takist til. Ég man þegar við smíðuðum líkan af skólanum og fórum í hjólaferð með bekknum. Ég man kennarann sem lagði sig allan fram við enskuna sem hann var að kenna í fyrsta skipti. Ég man forskriftarbókina, gular lýsispillur og ótal margt fleira. Allt um kring voru kennararnir sem sumir fylgdu bekknum ár eftir ár. Voru fastur punktur í tilverunni og stuðluðu að stöðugleika og árangri. Hvaða minningar mun nemandinn sem hefur grunnskólagöngu þetta haustið eignast? Hvaða vegferð bíður hans þessi ár sem fram undan eru? Það er mikilvægt að skólaganga nemenda einkennist af stöðugleika og fagmennsku. Að nemandinn hitti jafnvel sama kennarann aftur og aftur að hausti. Veruleikinn er því miður allt of oft sá að svo er ekki og stundum er ekki bara nýr kennari að hausti heldur oftar yfir veturinn, eins og dæmin og tölurnar sýna því miður. Blákaldar tölulegar staðreyndir sýna að rúmlega fjórðungur leiðbeinenda sem sinnti kennslu í grunnskólum árið 2021 var ekki við störf árið eftir og einn af hverjum fimm sem sinnti kennslu árið 2023 hafði ekki lokið kennaramenntun. Kennarar eru þrefalt líklegri en ófaglærðir til að starfa áfram við kennslu. Menntun er fjárfesting fyrir öll sem sækja sér hana og ekki síður fyrir samfélagið. Börnin okkar eiga rétt á að við búum vel að skólagöngu þeirra, þar sé fagmennska í fyrirrúmi og stöðugleiki ríki. Við væntum þess að af lokinni grunnskólagöngu sæki þau sér frekari menntun. Því er mikilvægt að vel sé búið að skólum og sá undirbúningur sem börnin fá fyrir líf og starf þarf að standa á faglegum grunni. Kennarar hafa sérþekkingu á námi og kennslu. Í samstarfi við heimilin er það verkefni þeirra að leiða börn til aukins þroska. Fjárfestum í kennurum, fyrir börnin og fyrir framtíðina. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mjöll Matthíasdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Ég er kennari og það er alltaf sérstök tilfinning þegar haustar að. Skáldið og kennarinn Vilborg Dagbjartsdóttir orðaði það svo: „Einhverja nóttina koma skógarþrestirnirað tína reyniber af trjánumáður en þeir leggja í langferðina yfir hafið,en það eru ekki þeir sem koma með haustiðþað gera lítil börn með skólatöskur.“ Á hverju hausti streyma börnin af stað í skólann – lítil börn með skólatöskur. Ég er viss um að margir foreldrar kannast við þá ljúfsáru tilfinningu að horfa á eftir barninu sínu hefja þá göngu. Ég minnist þess að hafa horft á eftir glöðu og eftirvæntingarfullu barni valhoppa af stað fyrsta skóladaginn. Innra með mér bærðust blendnar tilfinningar; gleði yfir eftirvæntingu barnsins blandin óvissu um framhaldið. Nú í haust hófu rúmlega 4.000 börn grunnskólagöngu í fyrsta sinn. Næstu tíu ár verður grunnskólinn vinnustaður þeirra. Hvernig þau fóta sig á þeirri göngu skiptir öllu máli og því þarf að vanda til eins og kostur er. Okkur sem samfélagi ber að hlúa vel að börnum og veita þeim bestu mögulega menntun. Þar skipta fagmennska og stöðugleiki miklu máli. Takist okkur að móta þannig umgjörð um skólagöngu barns er vel. Það er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka fyrir einstaklinginn og samfélagið allt. Við sem eldri erum og höfum lokið grunnskólagöngu lítum kannski stundum til baka. Hvernig sú upplifun situr í minningunni er örugglega misjafnt og ætti að gera okkur ljóst hve mikilvægt er að vel takist til. Ég man þegar við smíðuðum líkan af skólanum og fórum í hjólaferð með bekknum. Ég man kennarann sem lagði sig allan fram við enskuna sem hann var að kenna í fyrsta skipti. Ég man forskriftarbókina, gular lýsispillur og ótal margt fleira. Allt um kring voru kennararnir sem sumir fylgdu bekknum ár eftir ár. Voru fastur punktur í tilverunni og stuðluðu að stöðugleika og árangri. Hvaða minningar mun nemandinn sem hefur grunnskólagöngu þetta haustið eignast? Hvaða vegferð bíður hans þessi ár sem fram undan eru? Það er mikilvægt að skólaganga nemenda einkennist af stöðugleika og fagmennsku. Að nemandinn hitti jafnvel sama kennarann aftur og aftur að hausti. Veruleikinn er því miður allt of oft sá að svo er ekki og stundum er ekki bara nýr kennari að hausti heldur oftar yfir veturinn, eins og dæmin og tölurnar sýna því miður. Blákaldar tölulegar staðreyndir sýna að rúmlega fjórðungur leiðbeinenda sem sinnti kennslu í grunnskólum árið 2021 var ekki við störf árið eftir og einn af hverjum fimm sem sinnti kennslu árið 2023 hafði ekki lokið kennaramenntun. Kennarar eru þrefalt líklegri en ófaglærðir til að starfa áfram við kennslu. Menntun er fjárfesting fyrir öll sem sækja sér hana og ekki síður fyrir samfélagið. Börnin okkar eiga rétt á að við búum vel að skólagöngu þeirra, þar sé fagmennska í fyrirrúmi og stöðugleiki ríki. Við væntum þess að af lokinni grunnskólagöngu sæki þau sér frekari menntun. Því er mikilvægt að vel sé búið að skólum og sá undirbúningur sem börnin fá fyrir líf og starf þarf að standa á faglegum grunni. Kennarar hafa sérþekkingu á námi og kennslu. Í samstarfi við heimilin er það verkefni þeirra að leiða börn til aukins þroska. Fjárfestum í kennurum, fyrir börnin og fyrir framtíðina. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun