Dan Plesch, prófessor við Soas University of London, og Manuel Galileo, sérfræðingur í málefnum Kína, segja Bandaríkin, ásamt bandamönnum, hafa getu til að koma í veg fyrir kjarnorkuárás af hálfu Kína eða Rússlands með notkun hefðbundinna vopna.
Samkvæmt Guardian birtu Plesch og Galileo grein í gær þar sem þeir áætla að fjarstýrð kjarnorkuvopn sé að finna á um það bil 150 stöðum í Rússlandi og 70 stöðum í Kína. Bandaríkjamenn gætu, fræðilega séð, gert árás á alla þessa staði með JASSM og Tomahawk flaugum á rétt yfir tveimur klukkstundum, ef átök væru í uppsiglingu.
Sérfræðingarnir segja fáar herstöðvar Kína og Rússa myndu standa slíka árás. Enn fremur væri vert að nefna að þróun hefði leitt til þess að nú væri hægt að skjóta JASSM-flaugum frá hefðbundnum herflutningaflugvélum.
Plesch og Galileo segja hernaðarmátt Bandaríkjanna hafa verið vanmetinn. Þá sé stór spurning hvort Kína og Rússland sjái í ljósi alls þessa hag sínum best borgið með nýju vopnakapphlaupi.
Styrkur Bandaríkjanna sé slíkur að Kínverjar og Rússland séu ávallt í viðbragðsstöðu og lítið megi útaf bregða. Bandaríkin yrðu alltaf fyrsta fórnarlamb mögulegra mistaka.