Tapsár Jordan lögsækir NASCAR Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2024 16:25 Michael Jordan játar sig seint sigraðan, á hvaða sviði sem er. Jacob Kupferman/Getty Images Michael Jordan hefur lögsótt bandarísku aksturskeppnina NASCAR eftir langvinnar deilur. Lögsóknin er sögð geta haft sögulegar afleiðingar, og breytingar í för með sér. Eigendur liða í NASCAR keppninni hafa átt í deilum við stjórnendur keppninnar mánuðum saman en NASCAR virtist bera sigur út býtum þegar samkomulag hafði náðst við 13 eigendur þeirra 15 liða sem taka þátt. Jim France, sem valdið hefur hjá NASCAR og er meðlimur fjölskyldunnar sem stofnaði keppnina, virtist hafa tekist ætlunarverk sitt þó margur hafi gagnrýnt aðferðir hans. Eigendur liðanna hafa kvartað og kveinað í meira en tvö ár og eru ósáttir við að France krefjist þess að semja við hvert lið fyrir sig en ekki öll saman. France stóð fastur á sínu og þegar hann gaf afarkosti gáfu flestir eigendanna undan. Jim France gæti þurft að gefa eitthvað eftir.Chris Graythen/Getty Images Útlit var fyrir að lið í eigu Jordan, Jordan's 23XI Racing, hefði tapað hvað mestu, enda eitt tveggja liða sem neitaði að semja við France. Stjórnendur hjá liðinu höfðu kvartað hvað mest opinberlega og stóðu uppi allslausir. Jordan er hins vegar ekki maður sem er þekktur fyrir að taka tapi vel. Það virðist sem hann hafi tekið þessu persónulega og ætlar í hart. Lögsókn sem telur 46 síður var lögð fram í gær. Lögmaðurinn sem lagði hana fram er Jeffrey Kessler, en hann hefur áður lagt sitt á vogarskálarnar í lögsóknum sem hafa gjörbreytt umhverfi bandarísks íþróttalífs, bæði á atvinnustigi og háskólastigi. Ólíklegt þykir að málið nái þó fyrir dómstóla. Fari svo þarf NASCAR að opna bækur sínar fyrir almenningi á fordæmalausan hátt og sýna fram á hvernig vinsælasta aksturkeppni Bandaríkjanna er fjármögnuð. Ljóst þykir að það vilja stjórnendur NASCAR alls ekki. Hvort sem málið nær inn í dómssal eða verður afgreitt með sáttum við kappaksturslið Jordans, virðist ljóst að sögulegar breytingar eru í vændum. NASCAR hefur ávallt verið stýrt af harðri hendi af hálfu France-fjölskyldunnar, sem gæti loks þurft að játa sig sigraða, vegna tapsæris og þrjósku raðsigurvegarans Michael Jordan. Körfubolti Akstursíþróttir Bandaríkin Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Sjá meira
Eigendur liða í NASCAR keppninni hafa átt í deilum við stjórnendur keppninnar mánuðum saman en NASCAR virtist bera sigur út býtum þegar samkomulag hafði náðst við 13 eigendur þeirra 15 liða sem taka þátt. Jim France, sem valdið hefur hjá NASCAR og er meðlimur fjölskyldunnar sem stofnaði keppnina, virtist hafa tekist ætlunarverk sitt þó margur hafi gagnrýnt aðferðir hans. Eigendur liðanna hafa kvartað og kveinað í meira en tvö ár og eru ósáttir við að France krefjist þess að semja við hvert lið fyrir sig en ekki öll saman. France stóð fastur á sínu og þegar hann gaf afarkosti gáfu flestir eigendanna undan. Jim France gæti þurft að gefa eitthvað eftir.Chris Graythen/Getty Images Útlit var fyrir að lið í eigu Jordan, Jordan's 23XI Racing, hefði tapað hvað mestu, enda eitt tveggja liða sem neitaði að semja við France. Stjórnendur hjá liðinu höfðu kvartað hvað mest opinberlega og stóðu uppi allslausir. Jordan er hins vegar ekki maður sem er þekktur fyrir að taka tapi vel. Það virðist sem hann hafi tekið þessu persónulega og ætlar í hart. Lögsókn sem telur 46 síður var lögð fram í gær. Lögmaðurinn sem lagði hana fram er Jeffrey Kessler, en hann hefur áður lagt sitt á vogarskálarnar í lögsóknum sem hafa gjörbreytt umhverfi bandarísks íþróttalífs, bæði á atvinnustigi og háskólastigi. Ólíklegt þykir að málið nái þó fyrir dómstóla. Fari svo þarf NASCAR að opna bækur sínar fyrir almenningi á fordæmalausan hátt og sýna fram á hvernig vinsælasta aksturkeppni Bandaríkjanna er fjármögnuð. Ljóst þykir að það vilja stjórnendur NASCAR alls ekki. Hvort sem málið nær inn í dómssal eða verður afgreitt með sáttum við kappaksturslið Jordans, virðist ljóst að sögulegar breytingar eru í vændum. NASCAR hefur ávallt verið stýrt af harðri hendi af hálfu France-fjölskyldunnar, sem gæti loks þurft að játa sig sigraða, vegna tapsæris og þrjósku raðsigurvegarans Michael Jordan.
Körfubolti Akstursíþróttir Bandaríkin Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti