Misspennt fyrir verkfalli: „Þetta er fínt, meira frí“ Bjarki Sigurðsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. október 2024 17:19 Ungmenni í Fjölbrautaskóla Suðurlands og Laugalækjaskóla eru misspennt fyrir verkfalli. Vísir/Bjarni/Magnús Hlynur Krakkar í Laugalækjaskóla í Reykjavík og Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi eru misspenntir fyrir yfirvofandi verkfalli kennara við skólana. Sumir óttast að missa of mikið úr á meðan aðrir eru spenntir fyrir smá auka fríi. Félagsfólk Kennarasambands Íslands í átta skólum samþykkti í dag verkfallsaðgerðir sem hefjast í lok mánaðar. Um er að ræða fjóra leikskóla, leikskóli Seltjarnarness, leikskólinn Holt í Reykjanesbæ, leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík og leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki, þrjá grunnskóla, Áslandsskóla í Hafnarfirði, Laugalækjarskóla í Reykjavík og Lundarskóla á Akureyri og svo Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu). „Fyrstu viðbrögðin eru „Jess, þrjár vikur í frí. Partý.“ En þá tefjumst við um þrjár vikur. Það hefur áhrif á hvaða menntaskóla við komumst í og námið sem við fáum. Það er alveg erfitt að vinna upp þriggja vikna nám,“ segir Sóley Anna Myer, nemandi í Laugalækjaskóla. Hún hefur áhyggjur af því að missa úr námi en finnur þó til með kennurunum. „Mér finnst þetta nauðsynlegt fyrir þau. Mér finnst þetta gott fyrir þau því þetta þarf að breytast. En þetta bitnar á börnunum. Semjið við kennarana,“ segir Sóley. Sóley Anna Myer er nemandi í Laugalækjaskóla.Vísir/Bjarni Samnemandi hennar Sturlaugur Hrafn Ólafsson var ögn slakari. Hann horfir á þetta sem þriggja vikna frí sem hann myndi nýta í að gera góða hluti. „Bara rífa sig í gang þegar verkfallið er búið ef það kemur. Annars bara áfram gakk,“ segir Sturlaugur. Sturlaugur Hrafn Ólafsson er nemandi í Laugalækjaskóla.Vísir/Bjarni Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður Stöðvar 2 á Selfossi ræddi við nokkra drengi um verkfallið í dag. „Ég er í námi þar sem ég má ekki missa af önn en það fer eftir því hvernig þetta endar,“ segir Guðmundur Gauti Ívarsson. Spurðir um lengd verkfallsins, sem á að vera tæpir tveir mánuðir, segja Guðmundur Gauti og vinir hans, Gunnar Hrafn Birgisson og Sigmar Freyr Símonarson, hana bara vera fína. Frá vinstri: Gunnar Hrafn Birgisson, Sigmar Freyr Símonarson og Guðmundur Gauti Ívarsson.Vísir/Magnús Hlynur Benjamín Óli Ólafsson segir kennara eiga skilið að fá hærri laun. Hann er á báðum áttum með hvað honum finnst um verkfallið. „Ef ég fæ allar einingarnar sem ég á að fá fyrir þessa önn þá er ég sáttur, annars ekki,“ segir Benjamín. „Þetta er fínt, meira frí,“ segir Mikael Darri Hjartarson, félagi hans. Frá vinstri: Hákon Birgisson, Benjamín Óli Ólason, Gestur Helgi Snorrason og Mikael Darri HjartarsonVísir/Magnús Hlynur Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Árborg Reykjavík Kennaraverkfall 2024 Tengdar fréttir Foreldrar í Laugalækjarskóla uggandi yfir mögulegu verkfalli Foreldrar barna í Laugalækjarskóla eru ósáttir við það að börn þeirra muni mögulega missa úr skóla verði verkfall í skólanum. Formaður foreldrafélagsins segist hafa heyrt háværan orðróm um að skólinn sé einn þeirra níu þar sem greidd eru atkvæði um verkfall. 9. október 2024 23:10 Starfsmenn þessara skóla fara í verkfall Félagsfólk Kennarasambands Íslands í átta skólum hefur samþykkt verkfallsaðgerðir, sem hefjast 29. október næstkomandi. Verkfallsboðunin er vegna stöðunnar í kjaradeilu við sveitarfélögin, sem hefur verið á borði ríkissáttasemjara síðan 24. september. 10. október 2024 12:53 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Félagsfólk Kennarasambands Íslands í átta skólum samþykkti í dag verkfallsaðgerðir sem hefjast í lok mánaðar. Um er að ræða fjóra leikskóla, leikskóli Seltjarnarness, leikskólinn Holt í Reykjanesbæ, leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík og leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki, þrjá grunnskóla, Áslandsskóla í Hafnarfirði, Laugalækjarskóla í Reykjavík og Lundarskóla á Akureyri og svo Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu). „Fyrstu viðbrögðin eru „Jess, þrjár vikur í frí. Partý.“ En þá tefjumst við um þrjár vikur. Það hefur áhrif á hvaða menntaskóla við komumst í og námið sem við fáum. Það er alveg erfitt að vinna upp þriggja vikna nám,“ segir Sóley Anna Myer, nemandi í Laugalækjaskóla. Hún hefur áhyggjur af því að missa úr námi en finnur þó til með kennurunum. „Mér finnst þetta nauðsynlegt fyrir þau. Mér finnst þetta gott fyrir þau því þetta þarf að breytast. En þetta bitnar á börnunum. Semjið við kennarana,“ segir Sóley. Sóley Anna Myer er nemandi í Laugalækjaskóla.Vísir/Bjarni Samnemandi hennar Sturlaugur Hrafn Ólafsson var ögn slakari. Hann horfir á þetta sem þriggja vikna frí sem hann myndi nýta í að gera góða hluti. „Bara rífa sig í gang þegar verkfallið er búið ef það kemur. Annars bara áfram gakk,“ segir Sturlaugur. Sturlaugur Hrafn Ólafsson er nemandi í Laugalækjaskóla.Vísir/Bjarni Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður Stöðvar 2 á Selfossi ræddi við nokkra drengi um verkfallið í dag. „Ég er í námi þar sem ég má ekki missa af önn en það fer eftir því hvernig þetta endar,“ segir Guðmundur Gauti Ívarsson. Spurðir um lengd verkfallsins, sem á að vera tæpir tveir mánuðir, segja Guðmundur Gauti og vinir hans, Gunnar Hrafn Birgisson og Sigmar Freyr Símonarson, hana bara vera fína. Frá vinstri: Gunnar Hrafn Birgisson, Sigmar Freyr Símonarson og Guðmundur Gauti Ívarsson.Vísir/Magnús Hlynur Benjamín Óli Ólafsson segir kennara eiga skilið að fá hærri laun. Hann er á báðum áttum með hvað honum finnst um verkfallið. „Ef ég fæ allar einingarnar sem ég á að fá fyrir þessa önn þá er ég sáttur, annars ekki,“ segir Benjamín. „Þetta er fínt, meira frí,“ segir Mikael Darri Hjartarson, félagi hans. Frá vinstri: Hákon Birgisson, Benjamín Óli Ólason, Gestur Helgi Snorrason og Mikael Darri HjartarsonVísir/Magnús Hlynur
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Árborg Reykjavík Kennaraverkfall 2024 Tengdar fréttir Foreldrar í Laugalækjarskóla uggandi yfir mögulegu verkfalli Foreldrar barna í Laugalækjarskóla eru ósáttir við það að börn þeirra muni mögulega missa úr skóla verði verkfall í skólanum. Formaður foreldrafélagsins segist hafa heyrt háværan orðróm um að skólinn sé einn þeirra níu þar sem greidd eru atkvæði um verkfall. 9. október 2024 23:10 Starfsmenn þessara skóla fara í verkfall Félagsfólk Kennarasambands Íslands í átta skólum hefur samþykkt verkfallsaðgerðir, sem hefjast 29. október næstkomandi. Verkfallsboðunin er vegna stöðunnar í kjaradeilu við sveitarfélögin, sem hefur verið á borði ríkissáttasemjara síðan 24. september. 10. október 2024 12:53 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Foreldrar í Laugalækjarskóla uggandi yfir mögulegu verkfalli Foreldrar barna í Laugalækjarskóla eru ósáttir við það að börn þeirra muni mögulega missa úr skóla verði verkfall í skólanum. Formaður foreldrafélagsins segist hafa heyrt háværan orðróm um að skólinn sé einn þeirra níu þar sem greidd eru atkvæði um verkfall. 9. október 2024 23:10
Starfsmenn þessara skóla fara í verkfall Félagsfólk Kennarasambands Íslands í átta skólum hefur samþykkt verkfallsaðgerðir, sem hefjast 29. október næstkomandi. Verkfallsboðunin er vegna stöðunnar í kjaradeilu við sveitarfélögin, sem hefur verið á borði ríkissáttasemjara síðan 24. september. 10. október 2024 12:53