Eftirlifendur kjarnorkusprengjanna hlutu friðarverðlaun Nóbels Kjartan Kjartansson skrifar 11. október 2024 09:05 Eftirlifendur kjarnorkusprengnanna halda uppi borða með hvatningu um afkjarnavopnun við sendiráð Bandaríkjanna í Tókýó þegar Barack Obama var þar í heimsókn árið 2009. Vísir/EPA Japönsku samtökin Nihon Hidankyo sem voru stofnuð af eftirlifendum kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár. Verðlaunin fá þau fyrir baráttu sína fyrir kjarnorkuvopnalausum heimi og fyrir að sýna með eigin vitnisburði hvers vegna aldrei megi beita kjarnavopnum aftur. Í rökstuðningi norsku Nóbelsnefndarinnar sem veitir friðarverðlaunin segir að hún hafi viljað heiðra alla eftirlifendur kjarnorkuárása Bandaríkjamanna á Japan árið 1945 sem þrátt fyrir þjáningar sínar og sárar minningar hafi valið að nýta reynslu sína til þess að veita heimsbyggðinni von og stuðla að friði. Störf eftirlifendanna, sem eru þekktir sem Hibakusha í heimalandi sínu, hafi átt þátt í að skapa almenna andstöðu gegn kjarnavopnum í heiminum, meðal annars með persónulegum sögum þeirra, fræðsluherferðum sem byggja á reynslu þeirra og yfirlýsingum gegn frekari dreifingu og notkun kjarnavopna. Með störfum sínum hafi japönsku samtökin átt þátt í að viðhalda bannhelgi yfir notkun kjarnavopna allar götu síðan. Áttatíu ár séu nú liðin frá því að kjarnavopn voru síðast notuð í stríði. Bronsstytta af leifum þríhjóls þriggja ára drengs sem lést þegar Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á Hiroshima 6. ágúst árið 1945. Drengurinn, Shinichi Tetsutani fannst illa brenndur og særður nærri þríhjólinu og lést síðar sama dag. Ljósmyndirnar sýna drenginn og leifar þríhjólsins sem er enn varðveitt á Friðarsafninu í Hiroshima.Vísir/EPA Á sama tíma sagði nefndin það áhyggjuefni að byrjað sé að kvarnast úr þessari bannhelgi. Kjarnorkuveldin séu að uppfæra vopnabúr sín, ný lönd virðist reyna að komast yfir kjarnavopn og hótanir fljúga um notkun þeirra í stríðum sem geisa í heiminum í dag. Talsmaður Nóbelsnefndarinnar svaraði ekki beint spurningum um hvers vegna nefindin hefði ákveðið að veita verðlaunin fyrir baráttu gegn kjarnavopnum að þessu sinni. Rússar hafa þó meðal annars ítrekað gefið í skyn að þeir gætu notað kjarnavopn í Úkraínu. Þeir hafa notað þær hótanir til þess að fæla vestræna bandamenn Úkraínumanna frá því að aðstoða þá frekar. Fréttin hefur verið uppfærð. Nóbelsverðlaun Svíþjóð Japan Bandaríkin Kjarnorka Hernaður Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Í rökstuðningi norsku Nóbelsnefndarinnar sem veitir friðarverðlaunin segir að hún hafi viljað heiðra alla eftirlifendur kjarnorkuárása Bandaríkjamanna á Japan árið 1945 sem þrátt fyrir þjáningar sínar og sárar minningar hafi valið að nýta reynslu sína til þess að veita heimsbyggðinni von og stuðla að friði. Störf eftirlifendanna, sem eru þekktir sem Hibakusha í heimalandi sínu, hafi átt þátt í að skapa almenna andstöðu gegn kjarnavopnum í heiminum, meðal annars með persónulegum sögum þeirra, fræðsluherferðum sem byggja á reynslu þeirra og yfirlýsingum gegn frekari dreifingu og notkun kjarnavopna. Með störfum sínum hafi japönsku samtökin átt þátt í að viðhalda bannhelgi yfir notkun kjarnavopna allar götu síðan. Áttatíu ár séu nú liðin frá því að kjarnavopn voru síðast notuð í stríði. Bronsstytta af leifum þríhjóls þriggja ára drengs sem lést þegar Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á Hiroshima 6. ágúst árið 1945. Drengurinn, Shinichi Tetsutani fannst illa brenndur og særður nærri þríhjólinu og lést síðar sama dag. Ljósmyndirnar sýna drenginn og leifar þríhjólsins sem er enn varðveitt á Friðarsafninu í Hiroshima.Vísir/EPA Á sama tíma sagði nefndin það áhyggjuefni að byrjað sé að kvarnast úr þessari bannhelgi. Kjarnorkuveldin séu að uppfæra vopnabúr sín, ný lönd virðist reyna að komast yfir kjarnavopn og hótanir fljúga um notkun þeirra í stríðum sem geisa í heiminum í dag. Talsmaður Nóbelsnefndarinnar svaraði ekki beint spurningum um hvers vegna nefindin hefði ákveðið að veita verðlaunin fyrir baráttu gegn kjarnavopnum að þessu sinni. Rússar hafa þó meðal annars ítrekað gefið í skyn að þeir gætu notað kjarnavopn í Úkraínu. Þeir hafa notað þær hótanir til þess að fæla vestræna bandamenn Úkraínumanna frá því að aðstoða þá frekar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Nóbelsverðlaun Svíþjóð Japan Bandaríkin Kjarnorka Hernaður Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira