Kraumar í kennurum vegna ummæla Einars Bjarki Sigurðsson skrifar 13. október 2024 13:20 Álfhildur Leifsdóttir, formaður Kennarasambands Norðurlands vestra, og Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Kennarastéttin er æf út í borgarstjóra eftir ummæli hans á ráðstefnu um helgina. Grunnskólakennari spyr sig hvort sveitarfélögin ráði við rekstur grunnskólanna ef aðrir yfirmenn deila skoðunum borgarstjóra. „Mér finnst einhvern veginn öll tölfræði, til dæmis bara um skólana okkar, benda til þess að við séum að gera eitthvað algerlega vitlaust. Að kennararnir séu að biðja um það að fá að vera minna með börnum, en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr. Kenna minna og með fleiri undirbúningstíma,“ sagði Einar Þorsteinsson borgarstjóri á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna fyrir helgi. Hann sagði kennara vera að semja sig frá kennsluskyldu og annarri viðveru. Undirbúningstímum þeirra fjölgi og það kosti borgina verulegar fjárhæðir, þar sem á móti þurfi að greiða fyrir afleysingar. Orð Einars hafa farið illa ofan í kennarastéttina og fjölmargir þaðan hjólað í borgarstjórann á samfélagsmiðlum. Álfhildur Leifsdóttir, grunnskólakennari og formaður Kennarasambands Norðurlands vestra, var á ráðstefnunni. „Það var svona að mér fannst mikið virðingarleysi þessa ráðafólks í garð þessarar stéttar sem sér um menntun og uppeldi barna í okkar samfélagi. Mér er svolítið spurn bara, ráða sveitarfélögin þá við þetta verkefni? Ef við erum svona mikill vandi á höndum sveitarfélaganna,“ segir Álfhildur. Starf kennara sé fjölbreytt og krefjandi. „Við erum að vinna gríðarlega flókna, gefandi, skemmtilega en líka oft erfiða vinnu inni í kennslustofunni. Ef við eigum að gera það vel, þá þurfum við stuðning. Við þurfum stuðning inn í stofuna og við þurfum stuðning okkar ráðamanna og yfirmanna við það flókna verkefni sem við erum að skila,“ segir Álfhildur. Kennarasamband Íslands deildi myndbandi af ræðu Einars og fjölmargir hafa skrifað ummæli þar undir. „Dapurlegt þegar æðsti yfirmaður Reykjavíkurborgar talar af svo miklum hroka, þekkingarleysi og lítilsvirðingu á störfum kennara og væntingum þeirra. Hann veit greinilega ekkert! Hafi hann skömm fyrir!“ skrifar ein. „Takk Einar Þorsteinsson fyrir hlýleg orð og skilning (kaldhæðni) Fer að sofa í kvöld með sorg í hjarta,“ bætir önnur við. Þá hafa fleiri deilt klippunni á samfélagsmiðlum, þar á meðal Jónína Einarsdóttir leikskólastjóri á Stakkaborg. Hún segir Einari að drífa í að semja við kennara sem gætu verið á leið í verkfall á næstunni. Orð hans séu ekkert nema olía á eldinn. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Tónlistarnám Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Börn og uppeldi Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
„Mér finnst einhvern veginn öll tölfræði, til dæmis bara um skólana okkar, benda til þess að við séum að gera eitthvað algerlega vitlaust. Að kennararnir séu að biðja um það að fá að vera minna með börnum, en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr. Kenna minna og með fleiri undirbúningstíma,“ sagði Einar Þorsteinsson borgarstjóri á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna fyrir helgi. Hann sagði kennara vera að semja sig frá kennsluskyldu og annarri viðveru. Undirbúningstímum þeirra fjölgi og það kosti borgina verulegar fjárhæðir, þar sem á móti þurfi að greiða fyrir afleysingar. Orð Einars hafa farið illa ofan í kennarastéttina og fjölmargir þaðan hjólað í borgarstjórann á samfélagsmiðlum. Álfhildur Leifsdóttir, grunnskólakennari og formaður Kennarasambands Norðurlands vestra, var á ráðstefnunni. „Það var svona að mér fannst mikið virðingarleysi þessa ráðafólks í garð þessarar stéttar sem sér um menntun og uppeldi barna í okkar samfélagi. Mér er svolítið spurn bara, ráða sveitarfélögin þá við þetta verkefni? Ef við erum svona mikill vandi á höndum sveitarfélaganna,“ segir Álfhildur. Starf kennara sé fjölbreytt og krefjandi. „Við erum að vinna gríðarlega flókna, gefandi, skemmtilega en líka oft erfiða vinnu inni í kennslustofunni. Ef við eigum að gera það vel, þá þurfum við stuðning. Við þurfum stuðning inn í stofuna og við þurfum stuðning okkar ráðamanna og yfirmanna við það flókna verkefni sem við erum að skila,“ segir Álfhildur. Kennarasamband Íslands deildi myndbandi af ræðu Einars og fjölmargir hafa skrifað ummæli þar undir. „Dapurlegt þegar æðsti yfirmaður Reykjavíkurborgar talar af svo miklum hroka, þekkingarleysi og lítilsvirðingu á störfum kennara og væntingum þeirra. Hann veit greinilega ekkert! Hafi hann skömm fyrir!“ skrifar ein. „Takk Einar Þorsteinsson fyrir hlýleg orð og skilning (kaldhæðni) Fer að sofa í kvöld með sorg í hjarta,“ bætir önnur við. Þá hafa fleiri deilt klippunni á samfélagsmiðlum, þar á meðal Jónína Einarsdóttir leikskólastjóri á Stakkaborg. Hún segir Einari að drífa í að semja við kennara sem gætu verið á leið í verkfall á næstunni. Orð hans séu ekkert nema olía á eldinn.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Tónlistarnám Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Börn og uppeldi Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira