Opið bréf til borgarstjóra Helga Þórormsdóttir skrifar 14. október 2024 16:02 Ég ætla að byrja á að viðurkenna mistök mín og gangast við þeim því það er það sem ég kenni nemendum mínum að gera og vonast til að kenna þér það með þessu bréfi. Fyrir tveimur árum sat ég námskeið hjá framsókn í Reykjavík þar sem þú ræddir um framkomu gagnvart fjölmiðlum og kosningabaráttuna sem framundan var fyrir sveitastjórnakosningar. Þar var þér teflt fram sem borgarstjóraefni framsóknar í Reykjavík. Ég hlustaði af athygli og aðdáun og var svo stolt af þér í borgarstjóra framboðið. Ég féll algerlega fyrir þér sem borgarstjóra og framsóknarmanni og taldi þig frábæran leiðtoga þannig þú getur ímyndað þér skellinn í gær þegar ég las og horfði á ummælin þín. Ég hef starfað sem kennari í yfir 10 ár, og stjórnandi í 3 ár. Ég ætla ekki að segja þér kæri borgarstjóri hversu mikið starfið mitt hefur breyst undanfarin ár, það sem einu sinni var kennsla, þar sem átti að hugsa um kennsluaðferð og kennslufræði barna, er orðið svo allt annað núna! Ég er með svo marga hatta að ég ber þá engan veginn, námið mitt í kennslufræðum gerði ekki ráð fyrir að ég þyrfti að verða sálfræðingur, geðlæknir, foreldri, ráðgjafi og almennur sérfræðingur í næstum því öllu. Hattarnir mínir á hverjum degi eru óteljandi og á það við um alla mína kollega í stéttinni minni! Við erum að drukkna en reynum að halda okkur á floti á hverjum degi. Við mætum með bros á vör í vinnuna, nýr dagur, ný tækifæri og sem betur fer er kennarastarfið aldrei leiðinlegt því að það kemur svo mikið upp á hverjum degi að þú myndir ekki trúa því. Ég hef tekið á móti mörgum kennaranemum og nýútskrifuðum kennurum og þeir eru alltaf jafn hissa þegar þeir byrja að kenna og átta sig á því hvað felst í raun í kennslu. Það er nefninlega málið, þorri manna veit ekki hvað felst í því að vera kennari og hversu ótrúlega fjölbreytt verkefnin eru. Við vitum að við völdum okkur þetta starf, enda valið af ástríðu en síðan kemur launaseðillinn hver mánaðarmót og flest okkar þurfum að vinna aðra vinnu ásamt kennslunni. Samt sem áður er starfið okkar frá 7:45 -16:30 og lítill tími fyrir aðra vinnu en mjög margir í kennarastéttinni láta sig hafa það. Því kennslan er það sem við viljum lifa fyrir. Ég verð samt líka að minnast á ummæli þín um veikindi kennara, það væri áhugavert að taka saman hversu margir kennarar eru í veikindaleyfi og hversu margir eru það vegna myglu í húsnæði. Það er enginn sem fer léttvægt í veikindaleyfi, því ég veit það sjálf að það eru þung spor en svo nauðsynleg stundum. Við kennarastéttin þurfum að hlúa að okkur og setja súrefnisgrímuna fyrst á okkur til að geta bjargað börnunum og það er nákvæmlega þess vegna sem ég ætla að taka þátt í verkfallsbaráttunni! Kæri Einar, mig langar svo að skora á þig að biðjast raunverulega afsökunar á þessum ummælum þínum, það er ekki nóg að setja einhvern fallegan texta út í kosmósið, það sem ég myndi vilja sjá þig gera er að hafa samband við skóla á höfuðborgarsvæðinu (ég veit þeir tækju glaðir á móti þér því það er mikill kennaraskortur) Ég vil sjá þig vinna í skóla þar í nokkra daga sem alvöru kennari, síðan máttu ræða við okkur opinberlega um skólamál eins og þig listir. Eins og ég kom að hér að ofan er ég orðinn stjórnandi í skóla núna, ég reyni að bera hag minna kennara alltaf fyrir brjósti og ég tala nú ekki um hag barnanna minna. Það er erfitt að gera eins vel og maður getur þegar kennara skorturinn er eins mikill og hann er orðinn. Þegar síminn hringir og manneskja sem er varla með stúdentspróf biður um vinnu, liggur við að maður hoppi af kæti því hún gæti komið að kenna, við erum komin þangað minn kæri. Ef við ætlum ekki að stefna þangað þurfum við virkilega að gera eitthvað í okkar málum, kennarar eru fagstétt og þurfa að fá laun og virðinguna sem þeir eiga skilið. Þar er alls ekki bara við þig að sakast en þú ert fyrirmynd og þegar leiðtogi eins og þú hefur þessar skoðanir og völdin til að koma þeim áfram erum við á slæmri vegferð. Í gær varð ég sorgmædd, leið og uppgefin en síðan hugsaði ég með mér að nú þurfa kennarar svo sannarlega að standa saman. Ég sá það síðan strax þegar ég opnaði samfélagsmiðla í morgun að baráttan okkar er hafin, við látum ekki koma svona fram við okkur. Samfélagið allt þarf að átta sig á þeim fjársjóði sem við kennarar höfum að geyma, við þurfum að fá tíma og rúm til að skipuleggja kennsluna en ekki standa í endalausum auka verkefnum frá vinstri, hægri, miðju eða að ofan. Við viljum einbeita okkur að börnunum og það er það sem við eigum að fá að gera. Þið þurfið að treysta okkur til þess því við höfum oft sýnt það og sannað að við erum traustsins verð! Það kostar að reka faglegt og gott skólakerfi þar sem gert er ráð fyrir fjölbreyttum nemendahópi og þannig skólakerfi viljum við standa fyrir. Við viljum það sem er börnunum fyrir bestu því þau eru fjársjóður framtíðarinnar. Ég ætla ljúka þessum orðum með því að segja við þig eins og ég segi við nemendurna mína: Við getum öll gert mistök, þau eru til þess að læra af. Þegar við gerum mistök er mikilvægt að viðurkenna þau og gangast við þeim. Með von um skjót viðbrögð Höfundur er deildarstjóri og fyrrverandi grunnskólakennari til margra ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Sjá meira
Ég ætla að byrja á að viðurkenna mistök mín og gangast við þeim því það er það sem ég kenni nemendum mínum að gera og vonast til að kenna þér það með þessu bréfi. Fyrir tveimur árum sat ég námskeið hjá framsókn í Reykjavík þar sem þú ræddir um framkomu gagnvart fjölmiðlum og kosningabaráttuna sem framundan var fyrir sveitastjórnakosningar. Þar var þér teflt fram sem borgarstjóraefni framsóknar í Reykjavík. Ég hlustaði af athygli og aðdáun og var svo stolt af þér í borgarstjóra framboðið. Ég féll algerlega fyrir þér sem borgarstjóra og framsóknarmanni og taldi þig frábæran leiðtoga þannig þú getur ímyndað þér skellinn í gær þegar ég las og horfði á ummælin þín. Ég hef starfað sem kennari í yfir 10 ár, og stjórnandi í 3 ár. Ég ætla ekki að segja þér kæri borgarstjóri hversu mikið starfið mitt hefur breyst undanfarin ár, það sem einu sinni var kennsla, þar sem átti að hugsa um kennsluaðferð og kennslufræði barna, er orðið svo allt annað núna! Ég er með svo marga hatta að ég ber þá engan veginn, námið mitt í kennslufræðum gerði ekki ráð fyrir að ég þyrfti að verða sálfræðingur, geðlæknir, foreldri, ráðgjafi og almennur sérfræðingur í næstum því öllu. Hattarnir mínir á hverjum degi eru óteljandi og á það við um alla mína kollega í stéttinni minni! Við erum að drukkna en reynum að halda okkur á floti á hverjum degi. Við mætum með bros á vör í vinnuna, nýr dagur, ný tækifæri og sem betur fer er kennarastarfið aldrei leiðinlegt því að það kemur svo mikið upp á hverjum degi að þú myndir ekki trúa því. Ég hef tekið á móti mörgum kennaranemum og nýútskrifuðum kennurum og þeir eru alltaf jafn hissa þegar þeir byrja að kenna og átta sig á því hvað felst í raun í kennslu. Það er nefninlega málið, þorri manna veit ekki hvað felst í því að vera kennari og hversu ótrúlega fjölbreytt verkefnin eru. Við vitum að við völdum okkur þetta starf, enda valið af ástríðu en síðan kemur launaseðillinn hver mánaðarmót og flest okkar þurfum að vinna aðra vinnu ásamt kennslunni. Samt sem áður er starfið okkar frá 7:45 -16:30 og lítill tími fyrir aðra vinnu en mjög margir í kennarastéttinni láta sig hafa það. Því kennslan er það sem við viljum lifa fyrir. Ég verð samt líka að minnast á ummæli þín um veikindi kennara, það væri áhugavert að taka saman hversu margir kennarar eru í veikindaleyfi og hversu margir eru það vegna myglu í húsnæði. Það er enginn sem fer léttvægt í veikindaleyfi, því ég veit það sjálf að það eru þung spor en svo nauðsynleg stundum. Við kennarastéttin þurfum að hlúa að okkur og setja súrefnisgrímuna fyrst á okkur til að geta bjargað börnunum og það er nákvæmlega þess vegna sem ég ætla að taka þátt í verkfallsbaráttunni! Kæri Einar, mig langar svo að skora á þig að biðjast raunverulega afsökunar á þessum ummælum þínum, það er ekki nóg að setja einhvern fallegan texta út í kosmósið, það sem ég myndi vilja sjá þig gera er að hafa samband við skóla á höfuðborgarsvæðinu (ég veit þeir tækju glaðir á móti þér því það er mikill kennaraskortur) Ég vil sjá þig vinna í skóla þar í nokkra daga sem alvöru kennari, síðan máttu ræða við okkur opinberlega um skólamál eins og þig listir. Eins og ég kom að hér að ofan er ég orðinn stjórnandi í skóla núna, ég reyni að bera hag minna kennara alltaf fyrir brjósti og ég tala nú ekki um hag barnanna minna. Það er erfitt að gera eins vel og maður getur þegar kennara skorturinn er eins mikill og hann er orðinn. Þegar síminn hringir og manneskja sem er varla með stúdentspróf biður um vinnu, liggur við að maður hoppi af kæti því hún gæti komið að kenna, við erum komin þangað minn kæri. Ef við ætlum ekki að stefna þangað þurfum við virkilega að gera eitthvað í okkar málum, kennarar eru fagstétt og þurfa að fá laun og virðinguna sem þeir eiga skilið. Þar er alls ekki bara við þig að sakast en þú ert fyrirmynd og þegar leiðtogi eins og þú hefur þessar skoðanir og völdin til að koma þeim áfram erum við á slæmri vegferð. Í gær varð ég sorgmædd, leið og uppgefin en síðan hugsaði ég með mér að nú þurfa kennarar svo sannarlega að standa saman. Ég sá það síðan strax þegar ég opnaði samfélagsmiðla í morgun að baráttan okkar er hafin, við látum ekki koma svona fram við okkur. Samfélagið allt þarf að átta sig á þeim fjársjóði sem við kennarar höfum að geyma, við þurfum að fá tíma og rúm til að skipuleggja kennsluna en ekki standa í endalausum auka verkefnum frá vinstri, hægri, miðju eða að ofan. Við viljum einbeita okkur að börnunum og það er það sem við eigum að fá að gera. Þið þurfið að treysta okkur til þess því við höfum oft sýnt það og sannað að við erum traustsins verð! Það kostar að reka faglegt og gott skólakerfi þar sem gert er ráð fyrir fjölbreyttum nemendahópi og þannig skólakerfi viljum við standa fyrir. Við viljum það sem er börnunum fyrir bestu því þau eru fjársjóður framtíðarinnar. Ég ætla ljúka þessum orðum með því að segja við þig eins og ég segi við nemendurna mína: Við getum öll gert mistök, þau eru til þess að læra af. Þegar við gerum mistök er mikilvægt að viðurkenna þau og gangast við þeim. Með von um skjót viðbrögð Höfundur er deildarstjóri og fyrrverandi grunnskólakennari til margra ára.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun