Mikið undir á fyrsta sáttafundi eftir verkfallsboðun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. október 2024 00:01 Magnús Þór er formaður Kennarasambandsins. Vísir/Bjarni Í fyrramálið er mikilvægur fundur hjá Ríkissáttasemjara en umfangsmikil verkföll eru á dagskrá í lok mánaðar. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að enn beri mikið í milli en hann vonast til þess að deiluaðilar nái saman svo afstýra megi verkföllum. Eftir síðasta fund hjá ríkissáttasemjara var samninganefndum falið að vinna verkefni. Þær eiga síðan að hittast í fyrramálið klukkan 09.00 með afrakstur þeirrar vinnu. Þetta er fyrsti sáttafundur eftir að samþykkt var að ráðast í verkföll í alls níu skólum. „Við erum alltaf á þeim stað að vilja koma í veg fyrir aðgerðir. Þegar maður setur fram aðgerðir þá er maður alltaf að gera sér vonir um að þar með sé maður búinn að gera ramma sem hraðar verkinu. Þetta er flókið úrlausnarefni og ennþá töluvert á milli en ég aftur á móti held að ef við náum að setjast yfir þetta og höldum áfram að reyna að fanga þetta verkefni – þetta er nýtt verkefni að öll kennarastéttin kalli eftir kennarastéttin kalli eftir fjárfestingu í sínum störfum - að þá hef ég alla trú á þessu fólki sem situr við borðið.“ Hverjar eru kröfurnar? „Við háskólamenntaðir sérfræðingar í fræðslugeiranum þurfum að hafa sambærileg laun og háskólamenntaðir sérfræðingar á almennum vinnumarkaði. Um það þarf samtalið að fara að snúast um.“ Ummæli borgarstjóra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna fyrir helgi hafa vakið hörð viðbrögð í kennarasamfélaginu. Borgarstjóri er staddur á ráðstefnu erlendis. Þess má þó geta að hann birti grein á Vísi í kvöld, en hana má finna hér. Fréttastofa hefur ekki náð tali af borgarstjóra - hann er staddur á ráðstefnu erlendis. Magnús segir ummælin þó ekki stóra málið. „Mér finnst borgarstjóri eiga að biðjast afsökunar á því að hafa talað með óvarlegum hætti, væntanlega af einhverju þekkingarleysi. Við erum alls ekki við kjarasamningsborðið að ræða ummæli borgarstjóra. Verkefnið okkar er búið að vera skýrt mjög lengi og hefur ekki tengingu við hans skoðun eða annarra.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Tónlistarnám Reykjavík Borgarstjórn Kennaraverkfall 2024 Tengdar fréttir Allir tónlistarkennararnir til í verkfall Félagsfólk í Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, sem starfar í Tónlistarskóla Ísafjarðar, samþykkti að boða til verkfalls 29. október næstkomandi, með öllum greiddum atkvæðum. Þar með hafa verkföll verið boðuð í níu skólum. 11. október 2024 17:08 „Grafalvarlegt mál“ ef af verkföllum verður Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir grafalvarlegt ef börn og ungmenni missi úr námi vegna verkfalla. Hann biðlar til samningsaðila að standa undir þeirri ábyrgð sem á þeim hvíli, vera lausnamiðaðir og gera það sem í þeirra valdi stendur til að afstýra megi verkfalli. 11. október 2024 13:01 Kraumar í kennurum vegna ummæla Einars Kennarastéttin er æf út í borgarstjóra eftir ummæli hans á ráðstefnu um helgina. Grunnskólakennari spyr sig hvort sveitarfélögin ráði við rekstur grunnskólanna ef aðrir yfirmenn deila skoðunum borgarstjóra. 13. október 2024 13:20 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Eftir síðasta fund hjá ríkissáttasemjara var samninganefndum falið að vinna verkefni. Þær eiga síðan að hittast í fyrramálið klukkan 09.00 með afrakstur þeirrar vinnu. Þetta er fyrsti sáttafundur eftir að samþykkt var að ráðast í verkföll í alls níu skólum. „Við erum alltaf á þeim stað að vilja koma í veg fyrir aðgerðir. Þegar maður setur fram aðgerðir þá er maður alltaf að gera sér vonir um að þar með sé maður búinn að gera ramma sem hraðar verkinu. Þetta er flókið úrlausnarefni og ennþá töluvert á milli en ég aftur á móti held að ef við náum að setjast yfir þetta og höldum áfram að reyna að fanga þetta verkefni – þetta er nýtt verkefni að öll kennarastéttin kalli eftir kennarastéttin kalli eftir fjárfestingu í sínum störfum - að þá hef ég alla trú á þessu fólki sem situr við borðið.“ Hverjar eru kröfurnar? „Við háskólamenntaðir sérfræðingar í fræðslugeiranum þurfum að hafa sambærileg laun og háskólamenntaðir sérfræðingar á almennum vinnumarkaði. Um það þarf samtalið að fara að snúast um.“ Ummæli borgarstjóra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna fyrir helgi hafa vakið hörð viðbrögð í kennarasamfélaginu. Borgarstjóri er staddur á ráðstefnu erlendis. Þess má þó geta að hann birti grein á Vísi í kvöld, en hana má finna hér. Fréttastofa hefur ekki náð tali af borgarstjóra - hann er staddur á ráðstefnu erlendis. Magnús segir ummælin þó ekki stóra málið. „Mér finnst borgarstjóri eiga að biðjast afsökunar á því að hafa talað með óvarlegum hætti, væntanlega af einhverju þekkingarleysi. Við erum alls ekki við kjarasamningsborðið að ræða ummæli borgarstjóra. Verkefnið okkar er búið að vera skýrt mjög lengi og hefur ekki tengingu við hans skoðun eða annarra.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Tónlistarnám Reykjavík Borgarstjórn Kennaraverkfall 2024 Tengdar fréttir Allir tónlistarkennararnir til í verkfall Félagsfólk í Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, sem starfar í Tónlistarskóla Ísafjarðar, samþykkti að boða til verkfalls 29. október næstkomandi, með öllum greiddum atkvæðum. Þar með hafa verkföll verið boðuð í níu skólum. 11. október 2024 17:08 „Grafalvarlegt mál“ ef af verkföllum verður Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir grafalvarlegt ef börn og ungmenni missi úr námi vegna verkfalla. Hann biðlar til samningsaðila að standa undir þeirri ábyrgð sem á þeim hvíli, vera lausnamiðaðir og gera það sem í þeirra valdi stendur til að afstýra megi verkfalli. 11. október 2024 13:01 Kraumar í kennurum vegna ummæla Einars Kennarastéttin er æf út í borgarstjóra eftir ummæli hans á ráðstefnu um helgina. Grunnskólakennari spyr sig hvort sveitarfélögin ráði við rekstur grunnskólanna ef aðrir yfirmenn deila skoðunum borgarstjóra. 13. október 2024 13:20 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Allir tónlistarkennararnir til í verkfall Félagsfólk í Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, sem starfar í Tónlistarskóla Ísafjarðar, samþykkti að boða til verkfalls 29. október næstkomandi, með öllum greiddum atkvæðum. Þar með hafa verkföll verið boðuð í níu skólum. 11. október 2024 17:08
„Grafalvarlegt mál“ ef af verkföllum verður Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir grafalvarlegt ef börn og ungmenni missi úr námi vegna verkfalla. Hann biðlar til samningsaðila að standa undir þeirri ábyrgð sem á þeim hvíli, vera lausnamiðaðir og gera það sem í þeirra valdi stendur til að afstýra megi verkfalli. 11. október 2024 13:01
Kraumar í kennurum vegna ummæla Einars Kennarastéttin er æf út í borgarstjóra eftir ummæli hans á ráðstefnu um helgina. Grunnskólakennari spyr sig hvort sveitarfélögin ráði við rekstur grunnskólanna ef aðrir yfirmenn deila skoðunum borgarstjóra. 13. október 2024 13:20
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent