Að halda niðri launum og lifa á loftinu Þóranna Rósa Ólafsdóttir skrifar 18. október 2024 18:02 Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ritaði grein á Vísi þann 17. október 2024 þar sem hún furðar sig á hvar kröfugerð KÍ er. Samtök atvinnulífsins og aðrir hagaðilar hafa lengi öfundast af lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Þegar rætt hefur verið um jöfnun launa þá hafa rökin verið sögð að það væri ekki hægt fyrr en búið væri að samræma lífeyriskerfið. Það varð úr að árið 2016 sömdu ríki, sveitarfélög og heildarsamtök launafólks um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna. Markmið samkomulagsins var að tryggja sjálfbærni lífeyriskerfisins og kjör launafólks á opinberum og almennum vinnumarkaði yrðu jöfnuð eins og kostur er. Jafnframt var samið um að jafna skyldi laun einstakra starfshópa milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins til að tryggja að ekki sé kerfislægur launamunur milli markaða. Jöfnunin átti að eiga sér stað á 6-10 árum sem þýðir að henni á að vera lokið árið 2026 í síðasta lagi. Staðan er sú að jöfnun launa okkar í fræðslustarfsemi hefur ekki komið til kastanna. Það er búið að skerða lífeyrisréttindi mín sem fædd er 1971 um 8,7%. Ég hef helgað mig fræðslustarfsemi frá því ég útskrifaðist með B.Ed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands árið 1995. Á þeim tíma hef ég, eins og fjölmargir bætt við mig meistaragráðu og tekið mörg námskeið, sótt ráðstefnur og fundi til að halda mér við í starfi. Raunstaðan er sú að við sem störfum í fræðslugeiranum, erum á botninum þegar það kemur að launaröðun. Þessum hópi hefur verið haldið niðri af aðilum eins og Samtökum atvinnulífsins með þeirri réttlætingu að við séum með betri veikindarétt og meira sumarfrí! Veikindaréttur og sumarfrí greiða ekki reikningana okkar og sumarfríin getum við bara tekið á dýrasta tíma sem hentar ekki endilega veskinu okkar. Nú er sú staða komin upp að við sem störfum sem stjórnendur í grunnskólum fáum orðið ekki umsóknir um laus störf. Þetta er sama staða og leikskólastjórar hafa staðið frammi fyrir í mörg ár. Launin sem við erum að borga eru þannig að við erum ekki samkeppnishæf! Á meðan það er þá munum við ekki efla skólakerfið okkar eða ná þeim árangri sem við væntum. Samtök atvinnulífsins og Samband íslenskra sveitarfélaga verða að gera sér grein fyrir að láglaunastefna þeirra í fræðslugeiranum gengur ekki upp. Krafan er sú að staðið verður við gerða samninga og jöfnun launa verði veruleikinn en ekki að skerða eingöngu lífeyrisréttindin okkar. Við eigum betra skilið en svona framkomu. Þóranna Rósa Ólafsdóttir Varaformaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Sjá meira
Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ritaði grein á Vísi þann 17. október 2024 þar sem hún furðar sig á hvar kröfugerð KÍ er. Samtök atvinnulífsins og aðrir hagaðilar hafa lengi öfundast af lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Þegar rætt hefur verið um jöfnun launa þá hafa rökin verið sögð að það væri ekki hægt fyrr en búið væri að samræma lífeyriskerfið. Það varð úr að árið 2016 sömdu ríki, sveitarfélög og heildarsamtök launafólks um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna. Markmið samkomulagsins var að tryggja sjálfbærni lífeyriskerfisins og kjör launafólks á opinberum og almennum vinnumarkaði yrðu jöfnuð eins og kostur er. Jafnframt var samið um að jafna skyldi laun einstakra starfshópa milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins til að tryggja að ekki sé kerfislægur launamunur milli markaða. Jöfnunin átti að eiga sér stað á 6-10 árum sem þýðir að henni á að vera lokið árið 2026 í síðasta lagi. Staðan er sú að jöfnun launa okkar í fræðslustarfsemi hefur ekki komið til kastanna. Það er búið að skerða lífeyrisréttindi mín sem fædd er 1971 um 8,7%. Ég hef helgað mig fræðslustarfsemi frá því ég útskrifaðist með B.Ed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands árið 1995. Á þeim tíma hef ég, eins og fjölmargir bætt við mig meistaragráðu og tekið mörg námskeið, sótt ráðstefnur og fundi til að halda mér við í starfi. Raunstaðan er sú að við sem störfum í fræðslugeiranum, erum á botninum þegar það kemur að launaröðun. Þessum hópi hefur verið haldið niðri af aðilum eins og Samtökum atvinnulífsins með þeirri réttlætingu að við séum með betri veikindarétt og meira sumarfrí! Veikindaréttur og sumarfrí greiða ekki reikningana okkar og sumarfríin getum við bara tekið á dýrasta tíma sem hentar ekki endilega veskinu okkar. Nú er sú staða komin upp að við sem störfum sem stjórnendur í grunnskólum fáum orðið ekki umsóknir um laus störf. Þetta er sama staða og leikskólastjórar hafa staðið frammi fyrir í mörg ár. Launin sem við erum að borga eru þannig að við erum ekki samkeppnishæf! Á meðan það er þá munum við ekki efla skólakerfið okkar eða ná þeim árangri sem við væntum. Samtök atvinnulífsins og Samband íslenskra sveitarfélaga verða að gera sér grein fyrir að láglaunastefna þeirra í fræðslugeiranum gengur ekki upp. Krafan er sú að staðið verður við gerða samninga og jöfnun launa verði veruleikinn en ekki að skerða eingöngu lífeyrisréttindin okkar. Við eigum betra skilið en svona framkomu. Þóranna Rósa Ólafsdóttir Varaformaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun