„Flókin staða“ í kjaradeilum kennara Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 23. október 2024 00:02 Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Einar Samband íslenskra sveitarfélaga telur rétt að gefa kennurum færi á að bæta kjör sín með því að auka kennsluskyldu. Fundi í kjaradeildu Kennarasambandsins og sveitarfélaga var aflýst í morgun þar sem beðið er niðurstöðu félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunar í fyrramálið. Kennaraverkföll í ellefu skólum hefjast að óbreyttu í næstu viku. Í grein sem var birt í morgun vekur Samband íslenskra sveitarfélaga athygli á því að kaupmáttarleiðrétt laun grunnskólakennara hér á landi séu yfir meðaltali OECD ríkjanna. Launadreifing innan stéttarinnar sé hins vegar afar lítil og launahæstu grunnskólakennararnir einungis með um átta prósenta hærri laun en sem nemur byrjunarlaunum. Á sama tíma sé kennslukylda óvíða minni og því sé færi til breytinga. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segist vilja auka sveigjanleika í tengslum við kennsluskyldu þannig að kennarar geti unnið sig upp. „Við ákváðum bara að birta þetta því þetta er ein af þeim greiningum sem við erum að vinna að núna. Síðan sjáum við bara hvernig er. Okkar fólk situr við samningaborðið og þar eru málin rædd fram og til baka. Og við viljum endilega leysa þetta sem allra fyrst,“ segir Heiða í samtali við fréttastofu. Hvernig meturðu stöðuna í deilunni? „Staðan er svolítið flókin. Ég held að fólk sé ekki alveg að skilja hvert annað. Þess vegna held ég að svona greiningar geti hjálpað okkur að sjá okkur í samhengi við það sem er að gerast annars staðar.“ Heiða segir sveitarfélögin hafa sett mörg verkefni á kennara sem teljist ekki til kennslu. Jafnvel sé verið að verðmeta þau störf meira en kennslu og það þurfi að skoða. „Við höfum byggt upp svolítið flókið kerfi þannig að ég held að það sé mikilvægt að við skoðum okkar hlið, hvernig við getum þá mögulega komið til móts við kröfur kennara.“ Hún segir Kennarasambandið ekki hafa fallist á þá leið að fá Jafnlaunastofu til að greina virði starfanna í þeim tilgangi að jafna laun milli markaða. „Það er svolítið flókið að finna lausnina þar,“ segir Heiða. „En ég vona auðvitað innilega, og ég hef enga trú á öðru en að allir mæti til leiks og sitji. Við höfum tíu daga og munum nýta þá eins vel og við mögulega getum til að ná saman. Þetta er auðvitað gríðarlega mikilvæg stétt og undir miklu álagi. Við þurfum einhvern veginn að bæta þeirra starfsaðstæður og fjölga tækifærum til að vinna sig upp og nýta sína hæfileika.“ Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kennaraverkföll í ellefu skólum hefjast að óbreyttu í næstu viku. Í grein sem var birt í morgun vekur Samband íslenskra sveitarfélaga athygli á því að kaupmáttarleiðrétt laun grunnskólakennara hér á landi séu yfir meðaltali OECD ríkjanna. Launadreifing innan stéttarinnar sé hins vegar afar lítil og launahæstu grunnskólakennararnir einungis með um átta prósenta hærri laun en sem nemur byrjunarlaunum. Á sama tíma sé kennslukylda óvíða minni og því sé færi til breytinga. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segist vilja auka sveigjanleika í tengslum við kennsluskyldu þannig að kennarar geti unnið sig upp. „Við ákváðum bara að birta þetta því þetta er ein af þeim greiningum sem við erum að vinna að núna. Síðan sjáum við bara hvernig er. Okkar fólk situr við samningaborðið og þar eru málin rædd fram og til baka. Og við viljum endilega leysa þetta sem allra fyrst,“ segir Heiða í samtali við fréttastofu. Hvernig meturðu stöðuna í deilunni? „Staðan er svolítið flókin. Ég held að fólk sé ekki alveg að skilja hvert annað. Þess vegna held ég að svona greiningar geti hjálpað okkur að sjá okkur í samhengi við það sem er að gerast annars staðar.“ Heiða segir sveitarfélögin hafa sett mörg verkefni á kennara sem teljist ekki til kennslu. Jafnvel sé verið að verðmeta þau störf meira en kennslu og það þurfi að skoða. „Við höfum byggt upp svolítið flókið kerfi þannig að ég held að það sé mikilvægt að við skoðum okkar hlið, hvernig við getum þá mögulega komið til móts við kröfur kennara.“ Hún segir Kennarasambandið ekki hafa fallist á þá leið að fá Jafnlaunastofu til að greina virði starfanna í þeim tilgangi að jafna laun milli markaða. „Það er svolítið flókið að finna lausnina þar,“ segir Heiða. „En ég vona auðvitað innilega, og ég hef enga trú á öðru en að allir mæti til leiks og sitji. Við höfum tíu daga og munum nýta þá eins vel og við mögulega getum til að ná saman. Þetta er auðvitað gríðarlega mikilvæg stétt og undir miklu álagi. Við þurfum einhvern veginn að bæta þeirra starfsaðstæður og fjölga tækifærum til að vinna sig upp og nýta sína hæfileika.“
Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda