Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar 1. nóvember 2024 08:47 Á mánudaginn síðastliðinn varð alvarlegt bílslys á Reykjanesbrautinni og umferð stöðvuð á meðan verið var að hlúa að fólki og koma slösuðum á sjúkrahús. Þennan veruleika þekkjum við sem eigum þarna leið um nær daglega. Sem betur fer eigum við til fólk sem getur brugðist við þegar aðstæður sem þessar koma upp. Ég þekki það líka á eigin skinni að þurfa að reiða mig á viðbragð heilbrigðiskerfisins þegar veikindi koma upp hjá þeim sem manni standa næst. Fyrir það megum við vera þakklát og erum það svo sannarlega. Hins vegar eru til þær aðstæður þar sem ekki er verið að gera nóg og þörf á að velta því upp hvað veldur. Að biðja um hjálp Ég er lánsamur maður. Þegar ég sem ungur maður, veikur af sjúkdómnum alkóhólisma, bað um hjálp, þá fékk ég þá hjálp sem ég þurfti. Sá vegvísir dugði til þess að ég hef getað tekist betur á við lífið. Það eru hins vegar ekki allir svo heppnir og það eru ekki allir sem fá viðeigandi aðstoð þegar þeir þurfa á henni að halda. Okkar stóra viðfangsefni í dag er að bregðast við og greiða úr þeim flækjum sem óhjákvæmilega fylgja síbreytilegu og flóknu samfélagi. Samfélagsbreytingin Það er greinilegt að þær samfélagsbreytingar sem hafa átt sér stað undanfarin ár hafa aukið álag á grunnkerfin. Þótt ekki sé alveg ljóst hverju er um að kenna nefna margir afleiðingar af heimsfaraldri, mikla notkun samfélagsmiðla eða aukna notkun fíkniefna. Hver sem ástæðan er þá hefur andlegri líðan barna og ungmenna hrakað og þrátt fyrir þessa staðreynd hefur lítið gerst til þess að takast á við þá stöðu. Hvenær á að bregðast við? Staðan í samfélaginu okkar er því miður þannig að þegar barn biður um hjálp er það sett á biðlista og sá biðlisti getur verið ansi langur. Í millitíðinni getur ýmislegt gerst. Við sjáum sjálfsmorðstíðni vaxa og fjöldi dauðsfalla vegna of stórra skammta af vímuefnum er alltof mikill og fer því miður vaxandi. En hvenær á að bregðast við? Að mínu mati á að bregðast við strax, rétt eins og með bílslysið. Við setjum ekki bílslys á biðlista og við ættum ekki heldur að gera það þegar börn eiga í hlut. Vandi barna er bráðavandi. Börn eiga ekki að vera á biðlista. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Á mánudaginn síðastliðinn varð alvarlegt bílslys á Reykjanesbrautinni og umferð stöðvuð á meðan verið var að hlúa að fólki og koma slösuðum á sjúkrahús. Þennan veruleika þekkjum við sem eigum þarna leið um nær daglega. Sem betur fer eigum við til fólk sem getur brugðist við þegar aðstæður sem þessar koma upp. Ég þekki það líka á eigin skinni að þurfa að reiða mig á viðbragð heilbrigðiskerfisins þegar veikindi koma upp hjá þeim sem manni standa næst. Fyrir það megum við vera þakklát og erum það svo sannarlega. Hins vegar eru til þær aðstæður þar sem ekki er verið að gera nóg og þörf á að velta því upp hvað veldur. Að biðja um hjálp Ég er lánsamur maður. Þegar ég sem ungur maður, veikur af sjúkdómnum alkóhólisma, bað um hjálp, þá fékk ég þá hjálp sem ég þurfti. Sá vegvísir dugði til þess að ég hef getað tekist betur á við lífið. Það eru hins vegar ekki allir svo heppnir og það eru ekki allir sem fá viðeigandi aðstoð þegar þeir þurfa á henni að halda. Okkar stóra viðfangsefni í dag er að bregðast við og greiða úr þeim flækjum sem óhjákvæmilega fylgja síbreytilegu og flóknu samfélagi. Samfélagsbreytingin Það er greinilegt að þær samfélagsbreytingar sem hafa átt sér stað undanfarin ár hafa aukið álag á grunnkerfin. Þótt ekki sé alveg ljóst hverju er um að kenna nefna margir afleiðingar af heimsfaraldri, mikla notkun samfélagsmiðla eða aukna notkun fíkniefna. Hver sem ástæðan er þá hefur andlegri líðan barna og ungmenna hrakað og þrátt fyrir þessa staðreynd hefur lítið gerst til þess að takast á við þá stöðu. Hvenær á að bregðast við? Staðan í samfélaginu okkar er því miður þannig að þegar barn biður um hjálp er það sett á biðlista og sá biðlisti getur verið ansi langur. Í millitíðinni getur ýmislegt gerst. Við sjáum sjálfsmorðstíðni vaxa og fjöldi dauðsfalla vegna of stórra skammta af vímuefnum er alltof mikill og fer því miður vaxandi. En hvenær á að bregðast við? Að mínu mati á að bregðast við strax, rétt eins og með bílslysið. Við setjum ekki bílslys á biðlista og við ættum ekki heldur að gera það þegar börn eiga í hlut. Vandi barna er bráðavandi. Börn eiga ekki að vera á biðlista. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun