Skoðun

Kosninga­sigur fyrir dýra­vernd

Árni Stefán Árnason skrifar

Ég óska Samfylkingunni til hamingju með glæsilegan kosningasigur og sendi Flokki fólksins sömu árnaðaróskir.

Þórunn Sveinbjarnardóttir ritaði skömmu fyrir kosningar góða grein um stefnu Samfylkingarinnar í dýravernd og birt var á visir. Grein sem ég þakkaði með svargrein á sama stað.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins hefur verið ötulasti talsmaður dýraverndar á þingi s.l. kjörtímabil og barist af grimmd og svo eftir er tekið t.d. í blóðmeramálinu.

Ég bind því miklar vonir við að dýraverndin fái nú þann mikilvæga hljómgrunn sem hún þarf á að halda á næsta kjörtímabili og verði fest í sessi þar sem mikilvægur málaflokkur.

Höfundur er dýraverndarlögfræðingur.




Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×