Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Lovísa Arnardóttir og Atli Ísleifsson skrifa 3. desember 2024 08:08 Kristrún ræðir við fréttamenn að loknum fundi sínum með forseta Íslands. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir forseti Íslands veitti Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, umboð til myndunar ríkisstjórnar á fundi þeirra á Bessastöðum í morgun. Forseti átti fundi með formönnum þeirra sex flokka sem náðu mönnum á þing í alþingiskosningunum síðastliðinn laugardag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sögðu að loknum sínum fundum með forseta að eðlilegast væri að Kristrún fengi umboðið fyrst. Kristrún Frostadóttir og Halla Tómasdóttir funduðu og ræddu svo við fréttamenn.Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins sagðist treysta Kristrúnu fyrir umboðinu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var sama sinnis og Bjarni og Þorgerður. Halla ræðir við fréttamenn.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, gekk síðastur af fundi með forseta og sagði að honum loknum ákallið skýrt frá kjósendum um ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Í tilkynningu frá forseta í morgun kom fram að Kristrún kæmi til fundar klukkan tíu. Að honum loknum lýsti Halla því yfir að Kristrúnu hefði verið veitt umboð til stjórnarmyndunar. Hún vonaðist til að viðræðurnar yrðu unnar hratt og vel. Kristrún sagði eftir fundinn að hún ætlaði að hafa samband við Þorgerði Katrínu og Ingu og hefja viðræður. Samfylkingin er nú stærsti flokkurinn á þingi eftir að hann tryggði sér fimmtán þingmenn. Sjálfstæðismenn náðu fjórtán mönnum inn á þing, Viðreisn ellefu, Flokkur fólksins tíu, Miðflokkur átta og Framsókn fimm.
Forseti átti fundi með formönnum þeirra sex flokka sem náðu mönnum á þing í alþingiskosningunum síðastliðinn laugardag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sögðu að loknum sínum fundum með forseta að eðlilegast væri að Kristrún fengi umboðið fyrst. Kristrún Frostadóttir og Halla Tómasdóttir funduðu og ræddu svo við fréttamenn.Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins sagðist treysta Kristrúnu fyrir umboðinu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var sama sinnis og Bjarni og Þorgerður. Halla ræðir við fréttamenn.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, gekk síðastur af fundi með forseta og sagði að honum loknum ákallið skýrt frá kjósendum um ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Í tilkynningu frá forseta í morgun kom fram að Kristrún kæmi til fundar klukkan tíu. Að honum loknum lýsti Halla því yfir að Kristrúnu hefði verið veitt umboð til stjórnarmyndunar. Hún vonaðist til að viðræðurnar yrðu unnar hratt og vel. Kristrún sagði eftir fundinn að hún ætlaði að hafa samband við Þorgerði Katrínu og Ingu og hefja viðræður. Samfylkingin er nú stærsti flokkurinn á þingi eftir að hann tryggði sér fimmtán þingmenn. Sjálfstæðismenn náðu fjórtán mönnum inn á þing, Viðreisn ellefu, Flokkur fólksins tíu, Miðflokkur átta og Framsókn fimm.
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Ætla má að Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sem fundaði í gær með formönnum allra þeirra flokka sem náðu inn á þing, muni tilkynna í dag hver þeirra fær stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2024 07:04 Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Fjórir stjórnarandstöðuflokkar bættu samtals við sig 24 þingsætum í alþingiskosningunum í gær á meðan ríkisstjórnarflokkar síðasta kjörtímabils guldu sameiginleg afhroð. Vinstri græn þurrkuðust út af þingi en Sjálfstæðisflokkur vann varnarsigur. 1. desember 2024 13:28 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Ætla má að Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sem fundaði í gær með formönnum allra þeirra flokka sem náðu inn á þing, muni tilkynna í dag hver þeirra fær stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2024 07:04
Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Fjórir stjórnarandstöðuflokkar bættu samtals við sig 24 þingsætum í alþingiskosningunum í gær á meðan ríkisstjórnarflokkar síðasta kjörtímabils guldu sameiginleg afhroð. Vinstri græn þurrkuðust út af þingi en Sjálfstæðisflokkur vann varnarsigur. 1. desember 2024 13:28
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent