Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 10. desember 2024 07:31 Jólamánuðurinn desember er annasamur tími og undirbúningur hefst snemma með ýmsum skemmtunum, tilboðum og jólaboðum. Umferð er erilsöm á þessum árstíma og oft örtröð á bílastæðum borgar og bæja. Um 20% allra umferðaróhappa verða á bílastæðum og er hlutfallið hér á landi svipað og annars staðar. Þessir árekstrar með tilheyrandi tjónum færast í aukana yfir hátíðarnar. Því er full ástæða til að hafa varann á og huga auk þess að góðum dekkjabúnaði en því miður er allt of mikið um að bílar séu vanbúnir fyrir aðstæður á þessum árstíma. Förum varlega Árlega á sér stað fjöldi árekstra á bílastæðum landsins þar sem ýmist er ekið á kyrrstæða bíla í bílastæði, bakkað á kyrrstæðar bifreiðar í bílastæði eða sem verra er, ekið á gangandi vegfarendur. Sem betur fer verða sjaldan slys á fólki í þessum tilfellum en það kemur þó fyrir og hvert slíkt líkamstjón er einu of mikið. Tjón án meiðsla hafa líka í för með sér leiðindi sem flest myndu eflaust vilja vera laus við. Ökumenn og gangandi vegfarendur finna oft fyrir fölsku öryggi á bílastæðum og eru mögulega ekki eins varkár og úti í umferðinni. Til dæmis eru ökumenn stundum að hringja eða fikta í símanum þegar ekið er um bílastæði en það er ekki síður ólöglegt og hættulegt en úti í umferðinni. Hugurinn þarf að vera við aksturinn alla leið. Bökkum í stæði Bakktjón eru ein algengustu ökutækjatjónin hjá Sjóvá og án efa er sömu sögu að segja hjá öðrum tryggingafélögum. Algengt er að bakktjón verði á fjölförnum bílastæðum. Með því að bakka í stæði má minnka líkur á því að lenda í slíku tjóni til muna. Ökumaður hefur þá mun betri yfirsýn þegar ekið er úr stæðinu og er síður líklegur til að lenda í óhappi. Að bakka í stæði er einfalt en áhrifaríkt forvarnaráð og því gott að venja sig á það. Höfum dekkin í lagi Til að gæta fyllsta öryggis er nauðsynlegt að hafa bíldekkin í lagi og í takt við árstíðirnar. Á Íslandi getur verið allra veðra von, ekki hvað síst í desembermánuði, líkt og við höfum upplifað undanfarna daga. Því miður hafa allt of mörg umferðarslys átt sér stað á þessu ári og nauðsynlegt er að hafa varann á sér í umferðinni og gera allt sem hægt er til að tryggja öryggi sitt og annarra. Nýlega var fjallað um að mikið hafi mætt á starfsfólki árekstur.is en margir harðir árekstrar urðu í hálkunni innanbæjar sem utan síðastliðna viku. Bílastæðin hafa upp á síðkastið verið einn klaki og þegar rignir ofan í hann verður flughált þannig að fólk og ökutæki skauta oft stjórnlaust um svellið. Því miður hefur borið á því að margir bílar séu vanbúnir og allt of margir aka enn um á sumardekkjum sem er stórhættulegt í færð sem þessari. Einnig þarf að huga að lofti í dekkjum og sjá til þess að þau séu í góðu standi. Að lokum er vert að brýna fyrir fólki að taka mið af aðstæðum og halda hraðanum í skefjum. Hálkan er lúmsk og oft áttar fólk sig ekki á aðstæðum fyrr en um seinan. Í viðjum vanans Fyrir flest okkar er umferðin hversdagslegt atferli. Öll þurfum við að komast ferða okkar á degi hverjum og akstur og annar ferðamáti kemst upp í vana. Við megum þó ekki gleyma því að umferðin er oft og tíðum flókið samstarfsverkefni þar sem nauðsynlegt er að halda vakandi athygli, ekki hvað síst undir stýri. Mikilvægt er að vera í jafnvægi og halda ró sinni og einn góður meðvitaður andardráttur getur gert mikið jafnt á vegum landsins sem og annars staðar á lífsleiðinni. Einnig þarf að gera viðeigandi ráðstafanir til að stuðla að öryggi sínu og annarra. Verum því skynsöm, sinnum okkar ábyrgðarhluta og sýnum tillitssemi í umferðinni. Þá eru allar líkur á að allt gangi vel. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Bílastæði Jól Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Jólamánuðurinn desember er annasamur tími og undirbúningur hefst snemma með ýmsum skemmtunum, tilboðum og jólaboðum. Umferð er erilsöm á þessum árstíma og oft örtröð á bílastæðum borgar og bæja. Um 20% allra umferðaróhappa verða á bílastæðum og er hlutfallið hér á landi svipað og annars staðar. Þessir árekstrar með tilheyrandi tjónum færast í aukana yfir hátíðarnar. Því er full ástæða til að hafa varann á og huga auk þess að góðum dekkjabúnaði en því miður er allt of mikið um að bílar séu vanbúnir fyrir aðstæður á þessum árstíma. Förum varlega Árlega á sér stað fjöldi árekstra á bílastæðum landsins þar sem ýmist er ekið á kyrrstæða bíla í bílastæði, bakkað á kyrrstæðar bifreiðar í bílastæði eða sem verra er, ekið á gangandi vegfarendur. Sem betur fer verða sjaldan slys á fólki í þessum tilfellum en það kemur þó fyrir og hvert slíkt líkamstjón er einu of mikið. Tjón án meiðsla hafa líka í för með sér leiðindi sem flest myndu eflaust vilja vera laus við. Ökumenn og gangandi vegfarendur finna oft fyrir fölsku öryggi á bílastæðum og eru mögulega ekki eins varkár og úti í umferðinni. Til dæmis eru ökumenn stundum að hringja eða fikta í símanum þegar ekið er um bílastæði en það er ekki síður ólöglegt og hættulegt en úti í umferðinni. Hugurinn þarf að vera við aksturinn alla leið. Bökkum í stæði Bakktjón eru ein algengustu ökutækjatjónin hjá Sjóvá og án efa er sömu sögu að segja hjá öðrum tryggingafélögum. Algengt er að bakktjón verði á fjölförnum bílastæðum. Með því að bakka í stæði má minnka líkur á því að lenda í slíku tjóni til muna. Ökumaður hefur þá mun betri yfirsýn þegar ekið er úr stæðinu og er síður líklegur til að lenda í óhappi. Að bakka í stæði er einfalt en áhrifaríkt forvarnaráð og því gott að venja sig á það. Höfum dekkin í lagi Til að gæta fyllsta öryggis er nauðsynlegt að hafa bíldekkin í lagi og í takt við árstíðirnar. Á Íslandi getur verið allra veðra von, ekki hvað síst í desembermánuði, líkt og við höfum upplifað undanfarna daga. Því miður hafa allt of mörg umferðarslys átt sér stað á þessu ári og nauðsynlegt er að hafa varann á sér í umferðinni og gera allt sem hægt er til að tryggja öryggi sitt og annarra. Nýlega var fjallað um að mikið hafi mætt á starfsfólki árekstur.is en margir harðir árekstrar urðu í hálkunni innanbæjar sem utan síðastliðna viku. Bílastæðin hafa upp á síðkastið verið einn klaki og þegar rignir ofan í hann verður flughált þannig að fólk og ökutæki skauta oft stjórnlaust um svellið. Því miður hefur borið á því að margir bílar séu vanbúnir og allt of margir aka enn um á sumardekkjum sem er stórhættulegt í færð sem þessari. Einnig þarf að huga að lofti í dekkjum og sjá til þess að þau séu í góðu standi. Að lokum er vert að brýna fyrir fólki að taka mið af aðstæðum og halda hraðanum í skefjum. Hálkan er lúmsk og oft áttar fólk sig ekki á aðstæðum fyrr en um seinan. Í viðjum vanans Fyrir flest okkar er umferðin hversdagslegt atferli. Öll þurfum við að komast ferða okkar á degi hverjum og akstur og annar ferðamáti kemst upp í vana. Við megum þó ekki gleyma því að umferðin er oft og tíðum flókið samstarfsverkefni þar sem nauðsynlegt er að halda vakandi athygli, ekki hvað síst undir stýri. Mikilvægt er að vera í jafnvægi og halda ró sinni og einn góður meðvitaður andardráttur getur gert mikið jafnt á vegum landsins sem og annars staðar á lífsleiðinni. Einnig þarf að gera viðeigandi ráðstafanir til að stuðla að öryggi sínu og annarra. Verum því skynsöm, sinnum okkar ábyrgðarhluta og sýnum tillitssemi í umferðinni. Þá eru allar líkur á að allt gangi vel. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun