„Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Lovísa Arnardóttir skrifar 3. janúar 2025 13:00 Kolbrún segir ekki geta skapast sátt um samninga ef aðilar vinnumarkaðarins og stéttarfélög eru ekki sammála um svigrúm og aðferðarfræðina sem er notuð. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, telur að aðilar vinnumarkaðar ættu að nýta næstu fjögur árin til að komast að samkomulagi um nýtt verklag við gerð nýrra kjarasamninga. Verklag sem gæti skapað sátt svo að allir gangi sáttir að og frá samningaborðinu. Kolbrún fjallar um málið í aðsendri grein á vef Vísis í dag . Hún segir nauðsynlegt að aðilar vinnumarkaðarins dragi einhvern lærdóm af yfirstandandi kjaralotu. Það séu flestir búnir að semja en kjaralotan hafi verið langvinn. Þá bendir hún á að henni sé ekki enn lokið en sem dæmi eru kennarar enn að deila og funda í dag. Sjá einnig: Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún segir í grein sinni að nauðsynlegt sé að það sé samstaða um svigrúm til launahækkana hjá opinberum og almennum markaði. „Þegar okkur virðast þetta vera bara einhverjar tilskipanir um það svigrúm sem er til staðar. Þá verður ekkert samtal. Þá er bara gengið á einhvern vegg þó að fólk haldi marga fundi og sé að reyna að tala saman. Ef það þokast ekkert áfram þá finnst fólki samtalið ekki vera til neins og það hafi kannski aldrei verið ætlunin að láta samtalið leiða til einhvers,“ segir Kolbrún í samtali við fréttastofu. Hún segir nauðsynlegt að við samningaborðið sé bæði traust og skilningur, en það verði ekki til nema fólki líði eins og þeirra sjónarmið geti haft einhver áhrif á niðurstöðuna. „Það sem ég er að benda á er raunverulega að það sé tekin einhliða ákvörðun um þetta svigrúm sem er til launahækkana á hverjum tíma þegar það er samið við félögin á almenna markaðnum. Þess vegna finnst félögum sem starfa fyrst og fremst á opinberum markaði að það sé gengið fram hjá sér.“ Lítið að semja um í raun Þegar þau hitti sínar samninganefndir sé í raun búið að ákveða svigrúmið og lítið að semja um. „Þetta séu því ekki eiginlega samningaviðræður, finnst fólki.“ Kolbrún telur að til að byrja með væri hægt að nýta betur úrræði eins og Þjóðhagsráð og Kjaratölfræðinefnd. Allir aðilar vinnumarkaðarins eigi aðild að þessu úrræðum. „Ég held það sé tækifæri núna, þegar það eru fjögur ár tæp í næstu samninga að nýta tímann vel og skoða með hvaða hætti við getum virkjað þjóðhagsráð og kjaratölfræðinefnd með miklu afgerandi hætti inn í það samtal sem þarf að eiga stað á hverjum tíma.“ Þannig séu allir í sama samtalinu og sammála um það svigrúm sem er til staðar á hverjum tíma. Hún segir nú ríkisstjórn komna til valda sem vilji samtal. Það sé búið að opna kanal á samráðsgátt um hagræðingu í ríkisrekstri til dæmis. Það sé gott og gilt en það sem skipti miklu meira máli sé að samtal við fulltrúa stéttarfélaga landsins verði haldið opnu og lifandi. Það verði grundvöllur ákvarðananna til. Sátt um verklag á Norðurlöndunum Hún bendir á að á Norðurlöndunum hafi náðst sátt um verklag. Þar eigi sér stað samtal allan ársins hring um þróun hagkerfis og svigrúm til launahækkana. „Það eru ekki sömu átökin á vinnumarkaði á Norðurlöndunum eins og virðast vera hér í hvert sinn sem samningar nálgast, eða eru teknir upp. Þetta samtal sem á sér stað á Norðurlöndunum fer fram með formlegum hættu við alla aðila vinnumarkaðarins og stendur yfir allan ársins hring. Þar er alltaf verið að skoða hver er þróunin í hagkerfinu og hvert svigrúmið verður til launahækkana. Það eru útflutningsgreinarnar sem hafa mikið með það að segja en þær eru ekki einar að móta niðurstöðuna. Niðurstaðan er mótuð í breiðu samtali.“ Kolbrún segir betra ef allir væru sammála um aðferðafræðina og samtalið væri yfir lengra tímabil. „Við förum alltaf í einhvern átakagír þegar það nálgast að samningar séu að renna út og erum ekki nægilega vel undirbúin og mætum vígreif til leiks og ætlum að slást um einhverja niðurstöðu. Það er ekki vænleg aðferð.“ Vongóð um framhaldið Hún segir formenn annarra stéttarfélaga eiga í stöðugu samtali um þessa aðferðarfræði. Þau ráði þó ekki ein för. Hún segir forseta ASÍ hafa til dæmis fjallað um þetta í síðustu ársskýrslu samtakanna. „Við viljum öll bæta vinnubrögðin og stöndum saman um það. Við erum bara ekki búin að fá samband við þá sem þurfa að koma með okkur að borðinu í þessari vinnu.“ Hún segist vongóð um að það geti gerst. „Ég held að við höfum með fjögurra ára samningi skapað svigrúm til þess að setjast niður og skoða hvað hefðum við viljað gera öðruvísi, öll sömul, í þessari samningalotu, sem nú stendur yfir. Ég er mjög vongóð um það að fólk ætli að nýta þennan tíma, þessi ár sem við höfum fram undan, til að fara ofan í saumana á aðferðafræðinni. Þegar samningarnir eru í gildi, það er ákveðin friðarskylda í gildi. Þá höfum við tækifæri til að ræða málefnalega hvernig við ætlum okkur að nálgast næstu samninga.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Kolbrún fjallar um málið í aðsendri grein á vef Vísis í dag . Hún segir nauðsynlegt að aðilar vinnumarkaðarins dragi einhvern lærdóm af yfirstandandi kjaralotu. Það séu flestir búnir að semja en kjaralotan hafi verið langvinn. Þá bendir hún á að henni sé ekki enn lokið en sem dæmi eru kennarar enn að deila og funda í dag. Sjá einnig: Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún segir í grein sinni að nauðsynlegt sé að það sé samstaða um svigrúm til launahækkana hjá opinberum og almennum markaði. „Þegar okkur virðast þetta vera bara einhverjar tilskipanir um það svigrúm sem er til staðar. Þá verður ekkert samtal. Þá er bara gengið á einhvern vegg þó að fólk haldi marga fundi og sé að reyna að tala saman. Ef það þokast ekkert áfram þá finnst fólki samtalið ekki vera til neins og það hafi kannski aldrei verið ætlunin að láta samtalið leiða til einhvers,“ segir Kolbrún í samtali við fréttastofu. Hún segir nauðsynlegt að við samningaborðið sé bæði traust og skilningur, en það verði ekki til nema fólki líði eins og þeirra sjónarmið geti haft einhver áhrif á niðurstöðuna. „Það sem ég er að benda á er raunverulega að það sé tekin einhliða ákvörðun um þetta svigrúm sem er til launahækkana á hverjum tíma þegar það er samið við félögin á almenna markaðnum. Þess vegna finnst félögum sem starfa fyrst og fremst á opinberum markaði að það sé gengið fram hjá sér.“ Lítið að semja um í raun Þegar þau hitti sínar samninganefndir sé í raun búið að ákveða svigrúmið og lítið að semja um. „Þetta séu því ekki eiginlega samningaviðræður, finnst fólki.“ Kolbrún telur að til að byrja með væri hægt að nýta betur úrræði eins og Þjóðhagsráð og Kjaratölfræðinefnd. Allir aðilar vinnumarkaðarins eigi aðild að þessu úrræðum. „Ég held það sé tækifæri núna, þegar það eru fjögur ár tæp í næstu samninga að nýta tímann vel og skoða með hvaða hætti við getum virkjað þjóðhagsráð og kjaratölfræðinefnd með miklu afgerandi hætti inn í það samtal sem þarf að eiga stað á hverjum tíma.“ Þannig séu allir í sama samtalinu og sammála um það svigrúm sem er til staðar á hverjum tíma. Hún segir nú ríkisstjórn komna til valda sem vilji samtal. Það sé búið að opna kanal á samráðsgátt um hagræðingu í ríkisrekstri til dæmis. Það sé gott og gilt en það sem skipti miklu meira máli sé að samtal við fulltrúa stéttarfélaga landsins verði haldið opnu og lifandi. Það verði grundvöllur ákvarðananna til. Sátt um verklag á Norðurlöndunum Hún bendir á að á Norðurlöndunum hafi náðst sátt um verklag. Þar eigi sér stað samtal allan ársins hring um þróun hagkerfis og svigrúm til launahækkana. „Það eru ekki sömu átökin á vinnumarkaði á Norðurlöndunum eins og virðast vera hér í hvert sinn sem samningar nálgast, eða eru teknir upp. Þetta samtal sem á sér stað á Norðurlöndunum fer fram með formlegum hættu við alla aðila vinnumarkaðarins og stendur yfir allan ársins hring. Þar er alltaf verið að skoða hver er þróunin í hagkerfinu og hvert svigrúmið verður til launahækkana. Það eru útflutningsgreinarnar sem hafa mikið með það að segja en þær eru ekki einar að móta niðurstöðuna. Niðurstaðan er mótuð í breiðu samtali.“ Kolbrún segir betra ef allir væru sammála um aðferðafræðina og samtalið væri yfir lengra tímabil. „Við förum alltaf í einhvern átakagír þegar það nálgast að samningar séu að renna út og erum ekki nægilega vel undirbúin og mætum vígreif til leiks og ætlum að slást um einhverja niðurstöðu. Það er ekki vænleg aðferð.“ Vongóð um framhaldið Hún segir formenn annarra stéttarfélaga eiga í stöðugu samtali um þessa aðferðarfræði. Þau ráði þó ekki ein för. Hún segir forseta ASÍ hafa til dæmis fjallað um þetta í síðustu ársskýrslu samtakanna. „Við viljum öll bæta vinnubrögðin og stöndum saman um það. Við erum bara ekki búin að fá samband við þá sem þurfa að koma með okkur að borðinu í þessari vinnu.“ Hún segist vongóð um að það geti gerst. „Ég held að við höfum með fjögurra ára samningi skapað svigrúm til þess að setjast niður og skoða hvað hefðum við viljað gera öðruvísi, öll sömul, í þessari samningalotu, sem nú stendur yfir. Ég er mjög vongóð um það að fólk ætli að nýta þennan tíma, þessi ár sem við höfum fram undan, til að fara ofan í saumana á aðferðafræðinni. Þegar samningarnir eru í gildi, það er ákveðin friðarskylda í gildi. Þá höfum við tækifæri til að ræða málefnalega hvernig við ætlum okkur að nálgast næstu samninga.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira