Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar 6. janúar 2025 11:31 Þrettándinn er merkilegur tími. Jólin eru að baki og sú táknræna athöfn að taka niður jólatré og jólaskraut er til marks um það að hversdagurinn tekur nú við af hátíðinni. Það sem fyrir fáum vikum jók litadýrðina í kringum okkur og gerði hinu óhefðbundna hátt undir höfði, er nú eins og hver annar óþarfi. Fyrrum stofuskraut öðlast framhaldslíf sem jarðvegur. Þetta er líka tíminn þar sem fólk nær sér. Það nær sér eftir sykur og salt jólanna, eftir vökunætur og morgunsyfju, eftir kaupgleði og pakkafjöld og veisluhöld og allt það sem einkennir þessa mögnuðu tíma sem jólin eru. Það þyrfti sannarlega sterk bein og taugar til þess að þola líferni hátíðarinnar í lengri tíma. Nú hefst endurheimt hins hversdagslega og því fylgir alls kyns heilsuátak: einkaþjálfun, lágkolvetniskúrar og engiferdrykkir, svo eitthvað sé nefnt. Allir eru að ná sér. Ég veit ekki hvort orðalag þetta á sér hliðstæðu á öðrum tungum en fátt nýtur meiri skilnings og viðurkenningar í okkar samfélagi þessa dagana. Hvað merkir þetta nákvæmlega, að ná sér? Hvert er þetta ákjósanlega „ég“ sem við ætlum okkur að ná í skottið á? Skáldin hafa gefið þessu gaum. Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur telur að í þeirri viðleitni að ná sér sé fólgið hvorki meira né minna en sjálft hlutskipti mannsins frá vöggu til grafar. Allt lífið erum við í þeim eltingarleik: „Lífið gengur einmitt út á það að ná sér. Að ná sér eftir nætursvefn, það tekur hálfan daginn. Að ná sér eftir kríu er verkefni fram á kvöld. Að ná sér eftir fæðinguna, upphafsöskrið, í það fer heil mannsævi.” (Steinunn Sigurðardóttir, Hugástir, Mál og menning: Reykjavík, 1999) Náum við okkur nokkurn tímann? Hvert viðfangsefnið á fætur öðru raskar þessu jafnvægi sem við leitum að: að borða, byggja, vinna, elskast, leika og í kjölfarið þurfum við ... einmitt það að ná okkur. Þessu skyldur er frasinn, að finna sig. Hann er gjarnan hafður um fólk á tímamótum sem lokið hefur einum áfanga og stefnir á nýjan. „Hann er bara ekki búinn að finna sig,“ heyrist ef illa gengur að stíga næstu skref i kapphlaupinu um stöður og lífsgæði. Líklega þarf maður fyrst að finna sig áður en maður á möguleika á því að ná sér. Að baki býr einhver hugmynd um hið æskilega ástand, þessa stöðu sem við sjáum fyrir okkur að sé ákjósanleg og eðlileg. En hana finnum við ekki í kúrunum, ekki á hlaupabrettinu, hvorki í óhófi hátíðar né rútínu hversdagsins. Leit mannsins að tilgangi er trúarleg leit þótt víða sé borið við á öðrum sviðum tilverunnar. Í helgidómnum skynjum við tengslin við skapara okkar og þar finnum við þann tilgang sem við höfum í þessu lífi okkar. Já, fer vel á því í upphafi árs að hugleiða að við miðum tímatal okkar við fæðingu Jesú og lýsir það vel þeim miklu áhrifum sem hann hafði. Hann var ekki eingöngu sá er leiddi brautina fyrir okkur með sigri sínum á dauðanum. Jesús var ekki síður fordæmi fyrir okkur sem viljum lifa innihaldsríku lífi. Skáldið Steinunn Sigurðardóttir leikur sér með þennan ævilanga eltingaleik mannsins við að ná sjálfum sér. Á lýsing hennar ekki vel við núna þegar við göngum inn í nýtt tímabil og reynum að ná okkur eftir jólahátíðina? Við ættum að taka með okkur boðskapinn sem fluttur var í kirkjum landsins á helgum jólum. Í hinu látlausa og sanna er tilgangur okkar fólginn. Höfundur er prestur í Neskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli S. Ólafsson Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Sjá meira
Þrettándinn er merkilegur tími. Jólin eru að baki og sú táknræna athöfn að taka niður jólatré og jólaskraut er til marks um það að hversdagurinn tekur nú við af hátíðinni. Það sem fyrir fáum vikum jók litadýrðina í kringum okkur og gerði hinu óhefðbundna hátt undir höfði, er nú eins og hver annar óþarfi. Fyrrum stofuskraut öðlast framhaldslíf sem jarðvegur. Þetta er líka tíminn þar sem fólk nær sér. Það nær sér eftir sykur og salt jólanna, eftir vökunætur og morgunsyfju, eftir kaupgleði og pakkafjöld og veisluhöld og allt það sem einkennir þessa mögnuðu tíma sem jólin eru. Það þyrfti sannarlega sterk bein og taugar til þess að þola líferni hátíðarinnar í lengri tíma. Nú hefst endurheimt hins hversdagslega og því fylgir alls kyns heilsuátak: einkaþjálfun, lágkolvetniskúrar og engiferdrykkir, svo eitthvað sé nefnt. Allir eru að ná sér. Ég veit ekki hvort orðalag þetta á sér hliðstæðu á öðrum tungum en fátt nýtur meiri skilnings og viðurkenningar í okkar samfélagi þessa dagana. Hvað merkir þetta nákvæmlega, að ná sér? Hvert er þetta ákjósanlega „ég“ sem við ætlum okkur að ná í skottið á? Skáldin hafa gefið þessu gaum. Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur telur að í þeirri viðleitni að ná sér sé fólgið hvorki meira né minna en sjálft hlutskipti mannsins frá vöggu til grafar. Allt lífið erum við í þeim eltingarleik: „Lífið gengur einmitt út á það að ná sér. Að ná sér eftir nætursvefn, það tekur hálfan daginn. Að ná sér eftir kríu er verkefni fram á kvöld. Að ná sér eftir fæðinguna, upphafsöskrið, í það fer heil mannsævi.” (Steinunn Sigurðardóttir, Hugástir, Mál og menning: Reykjavík, 1999) Náum við okkur nokkurn tímann? Hvert viðfangsefnið á fætur öðru raskar þessu jafnvægi sem við leitum að: að borða, byggja, vinna, elskast, leika og í kjölfarið þurfum við ... einmitt það að ná okkur. Þessu skyldur er frasinn, að finna sig. Hann er gjarnan hafður um fólk á tímamótum sem lokið hefur einum áfanga og stefnir á nýjan. „Hann er bara ekki búinn að finna sig,“ heyrist ef illa gengur að stíga næstu skref i kapphlaupinu um stöður og lífsgæði. Líklega þarf maður fyrst að finna sig áður en maður á möguleika á því að ná sér. Að baki býr einhver hugmynd um hið æskilega ástand, þessa stöðu sem við sjáum fyrir okkur að sé ákjósanleg og eðlileg. En hana finnum við ekki í kúrunum, ekki á hlaupabrettinu, hvorki í óhófi hátíðar né rútínu hversdagsins. Leit mannsins að tilgangi er trúarleg leit þótt víða sé borið við á öðrum sviðum tilverunnar. Í helgidómnum skynjum við tengslin við skapara okkar og þar finnum við þann tilgang sem við höfum í þessu lífi okkar. Já, fer vel á því í upphafi árs að hugleiða að við miðum tímatal okkar við fæðingu Jesú og lýsir það vel þeim miklu áhrifum sem hann hafði. Hann var ekki eingöngu sá er leiddi brautina fyrir okkur með sigri sínum á dauðanum. Jesús var ekki síður fordæmi fyrir okkur sem viljum lifa innihaldsríku lífi. Skáldið Steinunn Sigurðardóttir leikur sér með þennan ævilanga eltingaleik mannsins við að ná sjálfum sér. Á lýsing hennar ekki vel við núna þegar við göngum inn í nýtt tímabil og reynum að ná okkur eftir jólahátíðina? Við ættum að taka með okkur boðskapinn sem fluttur var í kirkjum landsins á helgum jólum. Í hinu látlausa og sanna er tilgangur okkar fólginn. Höfundur er prestur í Neskirkju.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun