Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar 17. janúar 2025 19:32 Nú eru tíu mánuðir liðnir síðan samningur ríkisins við Félags prófessora við ríkisháskóla (FPR) losnaði og samningaviðræður hafa engan árangur borið. Að óbreyttu fara prófessorar í verkfall á næstu vikum. Það er ekki óeðlilegt að fólk velti fyrir sér hvort það skipti einhverju máli? Eru prófessorar ómissandi starfstétt eins og hjúkrunarfræðingar og leikskólakennarar, svo dæmi séu tekin? Augljósu afleiðingarnar yrðu þær að prófessorar mættu ekki kenna, ekki sinna námsmati, ekki leiðbeina lokaverkefnum og ekki útskrifa nemendur. Brautskráning á að fara fram í febrúar, en ekkert yrði af henni ef prófessorar verða í verkfalli! Nýir læknar og grunnskólakennarar yrðu að bíða lengur eftir sínum prófgráðum. Doktorsvarnir geta heldur ekki farið fram, en þær eru oft skipulagðar fjóra mánuði fram í tímann og eru lokahnykkur margra ára rannsóknarvinnu nemenda. Mikið er því í húfi fyrir nemendur sem leggja hart að sér til þess að mennta sig og reiða sig á námslán. Það sem er minna augljóst þeim sem ekki starfa við háskóla er hvaða afleiðingar verkfall prófessora myndi hafa fyrir rannsóknarstörf og nýsköpun í landinu. Prófessorar sinna rannsóknum á öllum sviðum íslensks þjóðfélags; rannsóknir á blóði, taugaröskunum, meðferðum gegn þunglyndi, allskonar lífsýnum, ensímum, genum, sjúkdómum, jarðskjálftum, eldgosum, öldrun, þjóðaröryggismálum, efnahagsmálum, alþjóðasamskiptum, loftslagsmálum og svo mætti lengi telja. Þessi rannsóknarverkefni kosta sum milljarða og eru mörg fjármögnuð með opinberu fé. Þau myndu leggjast af með tilheyrandi vinnutapi fyrir þá nemendur, tæknifólk og aðra sem koma að rannsóknunum. Tap bæði á viðkvæmum gögnum (svo sem lífsýnum sem ekki bíða) og þekkingu fyrir þjóðina er erfitt að telja í krónum og aurum. Svo það sé sagt, þá væri það verkfallsbrot ef aðrir gengju í störf prófessora á þessum vettvangi. Sá þáttur starfa prófessora sem fæstir þekkja sennilega er stjórnun, en prófessorar sinna stórum hluta stjórnunar háskólanna. Loks erum við mörg sem komum fram í krafti sérþekkingar okkar og stöðu á opinberum vettvangi og munum ekki gera það séum við í verkfalli, þótt vitaskuld yrðu veittar undanþágur sem varða þjóðaröryggi og almannavarnir. Nýlega sendi stjórn félags prófessora frá sér niðurstöður könnunar sem gerð var meðal félagsfólks. Þar kom í ljós að rúmlega 70% prófessora styðja verkfallsaðgerðir í einhverju formi. Það er því raunveruleg hætta á því að opinberir háskólar, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands séu að missa prófessorana sína í verkfall. Starfsfólk háskólanna er langþreytt á endalausum niðurskurði undanfarinna ára og er að þrotum komið. Nýleg rannsókn sýnir að stór hluti akademísks starfsfólks á Íslandi er í hættu á kulnun. Þar er ekki við stjórnendur háskólanna að sakast, heldur stjórnvöld sem hafa ekki fjármagnað háskólastigið þrátt fyrir fögur fyrirheit. Það er aðkallandi verkefni að leysa þessa kjaradeilu og bæta kjör prófessora og ég skora á stjórnvöld að gera það hið snarasta. Höfundur er frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands og prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nú eru tíu mánuðir liðnir síðan samningur ríkisins við Félags prófessora við ríkisháskóla (FPR) losnaði og samningaviðræður hafa engan árangur borið. Að óbreyttu fara prófessorar í verkfall á næstu vikum. Það er ekki óeðlilegt að fólk velti fyrir sér hvort það skipti einhverju máli? Eru prófessorar ómissandi starfstétt eins og hjúkrunarfræðingar og leikskólakennarar, svo dæmi séu tekin? Augljósu afleiðingarnar yrðu þær að prófessorar mættu ekki kenna, ekki sinna námsmati, ekki leiðbeina lokaverkefnum og ekki útskrifa nemendur. Brautskráning á að fara fram í febrúar, en ekkert yrði af henni ef prófessorar verða í verkfalli! Nýir læknar og grunnskólakennarar yrðu að bíða lengur eftir sínum prófgráðum. Doktorsvarnir geta heldur ekki farið fram, en þær eru oft skipulagðar fjóra mánuði fram í tímann og eru lokahnykkur margra ára rannsóknarvinnu nemenda. Mikið er því í húfi fyrir nemendur sem leggja hart að sér til þess að mennta sig og reiða sig á námslán. Það sem er minna augljóst þeim sem ekki starfa við háskóla er hvaða afleiðingar verkfall prófessora myndi hafa fyrir rannsóknarstörf og nýsköpun í landinu. Prófessorar sinna rannsóknum á öllum sviðum íslensks þjóðfélags; rannsóknir á blóði, taugaröskunum, meðferðum gegn þunglyndi, allskonar lífsýnum, ensímum, genum, sjúkdómum, jarðskjálftum, eldgosum, öldrun, þjóðaröryggismálum, efnahagsmálum, alþjóðasamskiptum, loftslagsmálum og svo mætti lengi telja. Þessi rannsóknarverkefni kosta sum milljarða og eru mörg fjármögnuð með opinberu fé. Þau myndu leggjast af með tilheyrandi vinnutapi fyrir þá nemendur, tæknifólk og aðra sem koma að rannsóknunum. Tap bæði á viðkvæmum gögnum (svo sem lífsýnum sem ekki bíða) og þekkingu fyrir þjóðina er erfitt að telja í krónum og aurum. Svo það sé sagt, þá væri það verkfallsbrot ef aðrir gengju í störf prófessora á þessum vettvangi. Sá þáttur starfa prófessora sem fæstir þekkja sennilega er stjórnun, en prófessorar sinna stórum hluta stjórnunar háskólanna. Loks erum við mörg sem komum fram í krafti sérþekkingar okkar og stöðu á opinberum vettvangi og munum ekki gera það séum við í verkfalli, þótt vitaskuld yrðu veittar undanþágur sem varða þjóðaröryggi og almannavarnir. Nýlega sendi stjórn félags prófessora frá sér niðurstöður könnunar sem gerð var meðal félagsfólks. Þar kom í ljós að rúmlega 70% prófessora styðja verkfallsaðgerðir í einhverju formi. Það er því raunveruleg hætta á því að opinberir háskólar, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands séu að missa prófessorana sína í verkfall. Starfsfólk háskólanna er langþreytt á endalausum niðurskurði undanfarinna ára og er að þrotum komið. Nýleg rannsókn sýnir að stór hluti akademísks starfsfólks á Íslandi er í hættu á kulnun. Þar er ekki við stjórnendur háskólanna að sakast, heldur stjórnvöld sem hafa ekki fjármagnað háskólastigið þrátt fyrir fögur fyrirheit. Það er aðkallandi verkefni að leysa þessa kjaradeilu og bæta kjör prófessora og ég skora á stjórnvöld að gera það hið snarasta. Höfundur er frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands og prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun