Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar 20. janúar 2025 15:02 Kæru foreldrar og forráðamenn Mig langar að senda ykkur nokkrar línur um stöðu mála í kjaradeilu kennara. Við erum því miður ekki komin með neinn kjarasamning og það virðist vera litið að gerast í samningamálum KÍ og SÍS. Það styttist í 1. febrúar en þá hefst verkfall kennara. Okkar kennarar eru búnir að kjósa um að fara í verkfall sem átti jú að hefjast 10.desember en frestaðist þá. Ástæða þess að einungis sumir leikskólar fara í verkfall er vegna þess að það eru ekki allir leikskólar sem hafa fagfólk í deildarstjórastöðum og þeir leikskólar myndu ekki loka á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Verkfall í þeim skólum myndi ekki hafa nein áhrif á foreldrahópinn. Við stjórnendur Stakkaborgar munum ekki ganga í störf okkar deildarstjóra en allir okkar deildarstjórar eru í KÍ, það þýðir að allar deildir verða lokaðar ef til verkfalls kemur. Við skiljum vel að þetta eru ekki kjöraðstæður – hvorki fyrir börnin ykkar né fyrir ykkur. Og það er ekki gert af léttúð eða með gleði hjá kennurum að kjósa með verkfalli, þau finna til með ykkur og ykkar börnum. En því miður er staða launamála kennara grafalvarleg og það er til mikils að vinna ef að hlutur kennara verður réttur og kennarar sjái sér hag í því að vinna í leikskólum. Við erum sífellt að horfa á meira brottfall kennara yfir í önnur betur launuð störf þótt að það hafi nú ekki verið endilega staðan hjá okkur hér í Stakkaborginni nema að litlum hluta. Við erum samt alltaf eins og allir aðrir að reyna að vanda valið við ráðningar en staðan í mörgum leikskólum er mjög slæm og erfitt að fá hæft fólk til starfa. Það er mín upplifum að þið foreldrar eruð stolt af starfi Stakkaborgar og séu ánægð hér hjá okkur – það er að stórum hluta því að þakka að hér erum við með mikið af fagfólki sem dregur vagninn í skólastarfinu – það eru ekki allir eins heppnir og þið að hafa fagfólk á öllum deildum. Það eru margir leikskólar sem eru í fáliðunarferli í hverri viku og í sumum er ástandi mjög slæmt. Með fjölgun kennara erum við að horfa til meiri stöðugleika þar sem kennarar eru búnir að mennta sig og ætla sér að starfa við kennslu. Ég vona svo sannarlega að þið standið við bakið á okkar flotta fagfólki sem ætlar að taka að sér að fara í verkfall til að hafa áhrif á að efla allt menntakerfi landsins – en ef einhvern tímann hefur verið þörf á því þá er það núna. Það eru aðeins 24% starfsmanna sveitafélags rekinna leikskóla landsins með kennsluréttindi og einungis 18 % starfsmann í sjálfstætt starfandi skólum, en það er stórt hlutfall að hafa 76-82% starfsmanna sem ekki hafa menntun til að vinna í leikskóla. Í okkar leikskóla eru það tæp 50% starfsmanna sem eru í KÍ en með réttu ættu allir leikskólar að vera með 2/3 með kennsluréttindi – við eigum því langt í land þrátt fyrir að okkar staða sé ágæt. Ég biðla til ykkar að hafa þetta í huga næstu daga og sýna okkar flotta fagfólki stuðning, það hefur allan minn stuðning og ég er stolt af því að tilheyra þessum flotta hópi kennara Stakkaborgar sem þorir, getur og vill berjast fyrir alla kennarastéttina. Áfram kennarar. Kveðja Jónína Einarsdóttir Höfundur er leikskólastjóri Stakkaborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Leikskólar Reykjavík Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru foreldrar og forráðamenn Mig langar að senda ykkur nokkrar línur um stöðu mála í kjaradeilu kennara. Við erum því miður ekki komin með neinn kjarasamning og það virðist vera litið að gerast í samningamálum KÍ og SÍS. Það styttist í 1. febrúar en þá hefst verkfall kennara. Okkar kennarar eru búnir að kjósa um að fara í verkfall sem átti jú að hefjast 10.desember en frestaðist þá. Ástæða þess að einungis sumir leikskólar fara í verkfall er vegna þess að það eru ekki allir leikskólar sem hafa fagfólk í deildarstjórastöðum og þeir leikskólar myndu ekki loka á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Verkfall í þeim skólum myndi ekki hafa nein áhrif á foreldrahópinn. Við stjórnendur Stakkaborgar munum ekki ganga í störf okkar deildarstjóra en allir okkar deildarstjórar eru í KÍ, það þýðir að allar deildir verða lokaðar ef til verkfalls kemur. Við skiljum vel að þetta eru ekki kjöraðstæður – hvorki fyrir börnin ykkar né fyrir ykkur. Og það er ekki gert af léttúð eða með gleði hjá kennurum að kjósa með verkfalli, þau finna til með ykkur og ykkar börnum. En því miður er staða launamála kennara grafalvarleg og það er til mikils að vinna ef að hlutur kennara verður réttur og kennarar sjái sér hag í því að vinna í leikskólum. Við erum sífellt að horfa á meira brottfall kennara yfir í önnur betur launuð störf þótt að það hafi nú ekki verið endilega staðan hjá okkur hér í Stakkaborginni nema að litlum hluta. Við erum samt alltaf eins og allir aðrir að reyna að vanda valið við ráðningar en staðan í mörgum leikskólum er mjög slæm og erfitt að fá hæft fólk til starfa. Það er mín upplifum að þið foreldrar eruð stolt af starfi Stakkaborgar og séu ánægð hér hjá okkur – það er að stórum hluta því að þakka að hér erum við með mikið af fagfólki sem dregur vagninn í skólastarfinu – það eru ekki allir eins heppnir og þið að hafa fagfólk á öllum deildum. Það eru margir leikskólar sem eru í fáliðunarferli í hverri viku og í sumum er ástandi mjög slæmt. Með fjölgun kennara erum við að horfa til meiri stöðugleika þar sem kennarar eru búnir að mennta sig og ætla sér að starfa við kennslu. Ég vona svo sannarlega að þið standið við bakið á okkar flotta fagfólki sem ætlar að taka að sér að fara í verkfall til að hafa áhrif á að efla allt menntakerfi landsins – en ef einhvern tímann hefur verið þörf á því þá er það núna. Það eru aðeins 24% starfsmanna sveitafélags rekinna leikskóla landsins með kennsluréttindi og einungis 18 % starfsmann í sjálfstætt starfandi skólum, en það er stórt hlutfall að hafa 76-82% starfsmanna sem ekki hafa menntun til að vinna í leikskóla. Í okkar leikskóla eru það tæp 50% starfsmanna sem eru í KÍ en með réttu ættu allir leikskólar að vera með 2/3 með kennsluréttindi – við eigum því langt í land þrátt fyrir að okkar staða sé ágæt. Ég biðla til ykkar að hafa þetta í huga næstu daga og sýna okkar flotta fagfólki stuðning, það hefur allan minn stuðning og ég er stolt af því að tilheyra þessum flotta hópi kennara Stakkaborgar sem þorir, getur og vill berjast fyrir alla kennarastéttina. Áfram kennarar. Kveðja Jónína Einarsdóttir Höfundur er leikskólastjóri Stakkaborgar.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun