Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar 31. janúar 2025 07:30 Fjarlægðin gerir fjöllin blá og samningamál ósanngjarnari. Það er einfaldlega niðurstaðan af heildarsamningamálum SA við verkalýðshreyfinguna og tekur SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, heilshugar undir með Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, stjórnarmanni SA, um að óskynsamlegt sé að stilla fyrirtækjum upp við vegg í erfiðum aðstæðum. Heiðrún Lind, sem er ekki aðeins í stjórn SA heldur einnig fyrrverandi meðlimur framkvæmdastjórarnar samtakanna, benti á í hlaðvarpsþættinum Þjóðmál nýverið að svonefndur stöðugleikasamningur aðila vinnumarkaðarins á alla heildina, hafi leitt til þess að krónutöluhækkanir á taxtalaun valdi launahækkunum langt umfram svigrúm margra fyrirtækja. Það þekkja fyrirtæki á veitingamarkaði afar vel, enda samdi SA „fyrir hönd okkar“ í áðurnefndum kjarasamningi, sem valdið hefur verulegum erfiðleikum í grein sem má ekki við slíku, eins og opinberar greiningar hafa sýnt fram á. Fjarlægðin frá samninganefnd SA til veitingamarkaðarins gerði það að verkum að raunveruleikinn komst aldrei inn á borð SA, heldur var samið um heildarmeðaltal sem í reynd þýðir talsvert meiri krónutöluhækkun og aukið hlutfallslegt álag til viðbótar hjá fjölmörgum atvinnugreinum. Hvað veitingamarkaðinn varðar má segja að hækkunin hafi verið 7 – 10% í reynd og það þola fá fyrirtæki. Er þorandi að spyrja tveggja spurninga upphátt? Hvernig er hægt að réttlæta að SA, sem hefur aðeins örfáa veitingamenn í sínum röðum, ákveði kjörin fyrir alla veitingastaði? Hvernig stendur á því að SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, sem hefur yfirgnæfandi meirihluta veitingamanna innan sinna raða og umboð af þeirra hálfu til að semja, hafi enga aðkomu að samningum fyrir greinina? Hér er kannski rétt að benda á fyrirkomulagið innan SA, þar sem velta aðildarfyrirtækja ræðu mestu um atkvæðamagn. Sem dæmi má nefna að Marel eitt hefur fleiri atkvæði innan SA en öll veitingahús samanlagt. Má í þessu ljósi ekki ganga enn lengra og spyrja frekari spurninga? Hvað réttlætir að fyrirtæki eins og Marel, Össur, Samherji og Arion banki greiði atkvæði um laun á íslenskum veitingahúsum? Í krafti allsherjarstöðugleikasamninga er það nefnilega reyndin. Veitingamenn hafa ekkert um það að segja, en lúta þess í stað ákvörðunum t.d. stórra útflutningsfyrirtækja. Eitthvað myndi líklega heyrast ef staðan innan SA væri 1 atkvæði á 1 fyrirtæki og veitingamenn færu að greiða atkvæði um laun millistjórnenda hjá Össuri eða bílstjóra hjá Samherja. Sérstaða veitingageirans, þar sem fastráðnir starfsmenn á dagvinnutöxtum þéna oft minna en ungt fólk sem skýst í nokkrar kvöld- og helgarvaktir áður en það heldur sína leið, er skýr og hefur ekkert erindi inn í þennan heim meðaltalsstöðugleikaleiðar þeirra sem öllu ráða. Getur verið að einn samningur fyrir alla gangi í raun út á að stóru aðilarnir fái sitt fram og það á kostnað þess að fórna þeim minni, eins og veitingastöðum? SVEIT tekur undir með stjórnarmanni SA um að meðaltalsstöðugleikaleiðin hafi beðið skipbrot. Sú leið á ekkert erindi lengur á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingamarkaði (SVEIT). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalgeir Ásvaldsson Kjaramál Veitingastaðir Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar Skoðun Skoðun Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Sjá meira
Fjarlægðin gerir fjöllin blá og samningamál ósanngjarnari. Það er einfaldlega niðurstaðan af heildarsamningamálum SA við verkalýðshreyfinguna og tekur SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, heilshugar undir með Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, stjórnarmanni SA, um að óskynsamlegt sé að stilla fyrirtækjum upp við vegg í erfiðum aðstæðum. Heiðrún Lind, sem er ekki aðeins í stjórn SA heldur einnig fyrrverandi meðlimur framkvæmdastjórarnar samtakanna, benti á í hlaðvarpsþættinum Þjóðmál nýverið að svonefndur stöðugleikasamningur aðila vinnumarkaðarins á alla heildina, hafi leitt til þess að krónutöluhækkanir á taxtalaun valdi launahækkunum langt umfram svigrúm margra fyrirtækja. Það þekkja fyrirtæki á veitingamarkaði afar vel, enda samdi SA „fyrir hönd okkar“ í áðurnefndum kjarasamningi, sem valdið hefur verulegum erfiðleikum í grein sem má ekki við slíku, eins og opinberar greiningar hafa sýnt fram á. Fjarlægðin frá samninganefnd SA til veitingamarkaðarins gerði það að verkum að raunveruleikinn komst aldrei inn á borð SA, heldur var samið um heildarmeðaltal sem í reynd þýðir talsvert meiri krónutöluhækkun og aukið hlutfallslegt álag til viðbótar hjá fjölmörgum atvinnugreinum. Hvað veitingamarkaðinn varðar má segja að hækkunin hafi verið 7 – 10% í reynd og það þola fá fyrirtæki. Er þorandi að spyrja tveggja spurninga upphátt? Hvernig er hægt að réttlæta að SA, sem hefur aðeins örfáa veitingamenn í sínum röðum, ákveði kjörin fyrir alla veitingastaði? Hvernig stendur á því að SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, sem hefur yfirgnæfandi meirihluta veitingamanna innan sinna raða og umboð af þeirra hálfu til að semja, hafi enga aðkomu að samningum fyrir greinina? Hér er kannski rétt að benda á fyrirkomulagið innan SA, þar sem velta aðildarfyrirtækja ræðu mestu um atkvæðamagn. Sem dæmi má nefna að Marel eitt hefur fleiri atkvæði innan SA en öll veitingahús samanlagt. Má í þessu ljósi ekki ganga enn lengra og spyrja frekari spurninga? Hvað réttlætir að fyrirtæki eins og Marel, Össur, Samherji og Arion banki greiði atkvæði um laun á íslenskum veitingahúsum? Í krafti allsherjarstöðugleikasamninga er það nefnilega reyndin. Veitingamenn hafa ekkert um það að segja, en lúta þess í stað ákvörðunum t.d. stórra útflutningsfyrirtækja. Eitthvað myndi líklega heyrast ef staðan innan SA væri 1 atkvæði á 1 fyrirtæki og veitingamenn færu að greiða atkvæði um laun millistjórnenda hjá Össuri eða bílstjóra hjá Samherja. Sérstaða veitingageirans, þar sem fastráðnir starfsmenn á dagvinnutöxtum þéna oft minna en ungt fólk sem skýst í nokkrar kvöld- og helgarvaktir áður en það heldur sína leið, er skýr og hefur ekkert erindi inn í þennan heim meðaltalsstöðugleikaleiðar þeirra sem öllu ráða. Getur verið að einn samningur fyrir alla gangi í raun út á að stóru aðilarnir fái sitt fram og það á kostnað þess að fórna þeim minni, eins og veitingastöðum? SVEIT tekur undir með stjórnarmanni SA um að meðaltalsstöðugleikaleiðin hafi beðið skipbrot. Sú leið á ekkert erindi lengur á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingamarkaði (SVEIT).
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar