Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar 31. janúar 2025 07:30 Fjarlægðin gerir fjöllin blá og samningamál ósanngjarnari. Það er einfaldlega niðurstaðan af heildarsamningamálum SA við verkalýðshreyfinguna og tekur SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, heilshugar undir með Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, stjórnarmanni SA, um að óskynsamlegt sé að stilla fyrirtækjum upp við vegg í erfiðum aðstæðum. Heiðrún Lind, sem er ekki aðeins í stjórn SA heldur einnig fyrrverandi meðlimur framkvæmdastjórarnar samtakanna, benti á í hlaðvarpsþættinum Þjóðmál nýverið að svonefndur stöðugleikasamningur aðila vinnumarkaðarins á alla heildina, hafi leitt til þess að krónutöluhækkanir á taxtalaun valdi launahækkunum langt umfram svigrúm margra fyrirtækja. Það þekkja fyrirtæki á veitingamarkaði afar vel, enda samdi SA „fyrir hönd okkar“ í áðurnefndum kjarasamningi, sem valdið hefur verulegum erfiðleikum í grein sem má ekki við slíku, eins og opinberar greiningar hafa sýnt fram á. Fjarlægðin frá samninganefnd SA til veitingamarkaðarins gerði það að verkum að raunveruleikinn komst aldrei inn á borð SA, heldur var samið um heildarmeðaltal sem í reynd þýðir talsvert meiri krónutöluhækkun og aukið hlutfallslegt álag til viðbótar hjá fjölmörgum atvinnugreinum. Hvað veitingamarkaðinn varðar má segja að hækkunin hafi verið 7 – 10% í reynd og það þola fá fyrirtæki. Er þorandi að spyrja tveggja spurninga upphátt? Hvernig er hægt að réttlæta að SA, sem hefur aðeins örfáa veitingamenn í sínum röðum, ákveði kjörin fyrir alla veitingastaði? Hvernig stendur á því að SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, sem hefur yfirgnæfandi meirihluta veitingamanna innan sinna raða og umboð af þeirra hálfu til að semja, hafi enga aðkomu að samningum fyrir greinina? Hér er kannski rétt að benda á fyrirkomulagið innan SA, þar sem velta aðildarfyrirtækja ræðu mestu um atkvæðamagn. Sem dæmi má nefna að Marel eitt hefur fleiri atkvæði innan SA en öll veitingahús samanlagt. Má í þessu ljósi ekki ganga enn lengra og spyrja frekari spurninga? Hvað réttlætir að fyrirtæki eins og Marel, Össur, Samherji og Arion banki greiði atkvæði um laun á íslenskum veitingahúsum? Í krafti allsherjarstöðugleikasamninga er það nefnilega reyndin. Veitingamenn hafa ekkert um það að segja, en lúta þess í stað ákvörðunum t.d. stórra útflutningsfyrirtækja. Eitthvað myndi líklega heyrast ef staðan innan SA væri 1 atkvæði á 1 fyrirtæki og veitingamenn færu að greiða atkvæði um laun millistjórnenda hjá Össuri eða bílstjóra hjá Samherja. Sérstaða veitingageirans, þar sem fastráðnir starfsmenn á dagvinnutöxtum þéna oft minna en ungt fólk sem skýst í nokkrar kvöld- og helgarvaktir áður en það heldur sína leið, er skýr og hefur ekkert erindi inn í þennan heim meðaltalsstöðugleikaleiðar þeirra sem öllu ráða. Getur verið að einn samningur fyrir alla gangi í raun út á að stóru aðilarnir fái sitt fram og það á kostnað þess að fórna þeim minni, eins og veitingastöðum? SVEIT tekur undir með stjórnarmanni SA um að meðaltalsstöðugleikaleiðin hafi beðið skipbrot. Sú leið á ekkert erindi lengur á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingamarkaði (SVEIT). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalgeir Ásvaldsson Kjaramál Veitingastaðir Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Fjarlægðin gerir fjöllin blá og samningamál ósanngjarnari. Það er einfaldlega niðurstaðan af heildarsamningamálum SA við verkalýðshreyfinguna og tekur SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, heilshugar undir með Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, stjórnarmanni SA, um að óskynsamlegt sé að stilla fyrirtækjum upp við vegg í erfiðum aðstæðum. Heiðrún Lind, sem er ekki aðeins í stjórn SA heldur einnig fyrrverandi meðlimur framkvæmdastjórarnar samtakanna, benti á í hlaðvarpsþættinum Þjóðmál nýverið að svonefndur stöðugleikasamningur aðila vinnumarkaðarins á alla heildina, hafi leitt til þess að krónutöluhækkanir á taxtalaun valdi launahækkunum langt umfram svigrúm margra fyrirtækja. Það þekkja fyrirtæki á veitingamarkaði afar vel, enda samdi SA „fyrir hönd okkar“ í áðurnefndum kjarasamningi, sem valdið hefur verulegum erfiðleikum í grein sem má ekki við slíku, eins og opinberar greiningar hafa sýnt fram á. Fjarlægðin frá samninganefnd SA til veitingamarkaðarins gerði það að verkum að raunveruleikinn komst aldrei inn á borð SA, heldur var samið um heildarmeðaltal sem í reynd þýðir talsvert meiri krónutöluhækkun og aukið hlutfallslegt álag til viðbótar hjá fjölmörgum atvinnugreinum. Hvað veitingamarkaðinn varðar má segja að hækkunin hafi verið 7 – 10% í reynd og það þola fá fyrirtæki. Er þorandi að spyrja tveggja spurninga upphátt? Hvernig er hægt að réttlæta að SA, sem hefur aðeins örfáa veitingamenn í sínum röðum, ákveði kjörin fyrir alla veitingastaði? Hvernig stendur á því að SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, sem hefur yfirgnæfandi meirihluta veitingamanna innan sinna raða og umboð af þeirra hálfu til að semja, hafi enga aðkomu að samningum fyrir greinina? Hér er kannski rétt að benda á fyrirkomulagið innan SA, þar sem velta aðildarfyrirtækja ræðu mestu um atkvæðamagn. Sem dæmi má nefna að Marel eitt hefur fleiri atkvæði innan SA en öll veitingahús samanlagt. Má í þessu ljósi ekki ganga enn lengra og spyrja frekari spurninga? Hvað réttlætir að fyrirtæki eins og Marel, Össur, Samherji og Arion banki greiði atkvæði um laun á íslenskum veitingahúsum? Í krafti allsherjarstöðugleikasamninga er það nefnilega reyndin. Veitingamenn hafa ekkert um það að segja, en lúta þess í stað ákvörðunum t.d. stórra útflutningsfyrirtækja. Eitthvað myndi líklega heyrast ef staðan innan SA væri 1 atkvæði á 1 fyrirtæki og veitingamenn færu að greiða atkvæði um laun millistjórnenda hjá Össuri eða bílstjóra hjá Samherja. Sérstaða veitingageirans, þar sem fastráðnir starfsmenn á dagvinnutöxtum þéna oft minna en ungt fólk sem skýst í nokkrar kvöld- og helgarvaktir áður en það heldur sína leið, er skýr og hefur ekkert erindi inn í þennan heim meðaltalsstöðugleikaleiðar þeirra sem öllu ráða. Getur verið að einn samningur fyrir alla gangi í raun út á að stóru aðilarnir fái sitt fram og það á kostnað þess að fórna þeim minni, eins og veitingastöðum? SVEIT tekur undir með stjórnarmanni SA um að meðaltalsstöðugleikaleiðin hafi beðið skipbrot. Sú leið á ekkert erindi lengur á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingamarkaði (SVEIT).
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar